Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2018 19:45 Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. Fjallað var um fíknivanda aldraðra á vísindadegi Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum á Kleppi í dag. Þar kom fram að sjúklingahópurinn á Vogi telji um nítján þúsund manns og af þeim eru fjögur þúsund yfir 65 ára aldri. Samhliða aukinni áfengisneyslu og hækkandi aldri þjóðarinnar á þessi hópur eftir að stækka að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkrahússins Vogs. „Þetta er gíðarlega mikið og stórt vandamál sem við erum varla farin að takast á við og bíður okkar í framtíðinni. Ef við tökumst ekki á við þetta er þetta svo dýrt," segir Þórarinn.Hildur Þórarinsdóttir.Hann segir flesta í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. „En auðvitað koma bæði kannabisneytendur og þeir sem sprauta vímuefnum í æð, þeir munu ná þessum aldri." Þórarinn segir að aukinn kostnaður muni lenda á sjúkrahúsum vegna fleiri innlagna og Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti, bætir við að meðferð þeirra sé einnig flóknari. Þetta eru viðkvæmari einstaklingar. „Þeir eru oft komnir með fleiri sjúkdóma. Þeir eru að taka meira af ýmsum lyfjum og samspil vímuefna og fíkniefna með því er flókið. Þeir eru viðkvæmari í afeitrun og það tekur lengri tíma," segir hún. „Félagsþjónustan er þegar farin að borga mjög mikið í heimaþjónustunni vegna þess að við tökum ekki nægilega skynsamlega á vandanum og samræmum ekki kerfið nógu vel og þetta er bara það sem bíður okkar í framtíðinni að leysa," segir Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að huga að þessum málaflokki. „Það vantar svigrúm, peninga og einnig að beina athygli heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustunnar að þessum málaflokki sérstaklega og hversu nauðsynlegt sé að vinna sameiginlega að honum." Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. Fjallað var um fíknivanda aldraðra á vísindadegi Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum á Kleppi í dag. Þar kom fram að sjúklingahópurinn á Vogi telji um nítján þúsund manns og af þeim eru fjögur þúsund yfir 65 ára aldri. Samhliða aukinni áfengisneyslu og hækkandi aldri þjóðarinnar á þessi hópur eftir að stækka að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkrahússins Vogs. „Þetta er gíðarlega mikið og stórt vandamál sem við erum varla farin að takast á við og bíður okkar í framtíðinni. Ef við tökumst ekki á við þetta er þetta svo dýrt," segir Þórarinn.Hildur Þórarinsdóttir.Hann segir flesta í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. „En auðvitað koma bæði kannabisneytendur og þeir sem sprauta vímuefnum í æð, þeir munu ná þessum aldri." Þórarinn segir að aukinn kostnaður muni lenda á sjúkrahúsum vegna fleiri innlagna og Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti, bætir við að meðferð þeirra sé einnig flóknari. Þetta eru viðkvæmari einstaklingar. „Þeir eru oft komnir með fleiri sjúkdóma. Þeir eru að taka meira af ýmsum lyfjum og samspil vímuefna og fíkniefna með því er flókið. Þeir eru viðkvæmari í afeitrun og það tekur lengri tíma," segir hún. „Félagsþjónustan er þegar farin að borga mjög mikið í heimaþjónustunni vegna þess að við tökum ekki nægilega skynsamlega á vandanum og samræmum ekki kerfið nógu vel og þetta er bara það sem bíður okkar í framtíðinni að leysa," segir Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að huga að þessum málaflokki. „Það vantar svigrúm, peninga og einnig að beina athygli heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustunnar að þessum málaflokki sérstaklega og hversu nauðsynlegt sé að vinna sameiginlega að honum."
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira