Kvikusöfnun hugsanlega að aukast í Öræfajökli Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2018 11:29 Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Kvikusöfnun er hugsanlega að aukast undir Öræfajökli og virðist eldstöðin vera að búa sig undir gos. Hvenær eða hvort gos verður yfir höfuð er hins vegar erfitt að spá fyrir um að mati sérfræðinga. Sigurlaug Hjaltadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að skjálftavirkni í eldstöðinni hafi aukist frá síðasta hausti og bendir flest til þess að aflögunin á henni hafi aukist frá því fyrri part árs. Aflögunin er þensla á eldstöðinni sem er mæld með GPS-tækjum og gervitunglamyndum. Aukin aflögun getur gefið til kynna að kvikusöfnun sé að aukast en það hefur reynst erfitt að greina það því árssveiflur snjólaga og íss geta haft áhrif á mælingar. Mælingarnar taka því ávallt frekar langan tíma því mögulega gæti bráðnun ísbreiðunnar yfir sumarið haft áhrif á aflögunina. Nú sé hins vegar komið í ljós að aflögunin virðist vera að eiga sér stað með meiri hraða en fyrri part árs.Gæti endað með innskotsvirkni Greint var frá þessu á íbúafundi sem almannavarnanefnd sveitarfélagsins Hornafjarðar hélt í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi og fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá. Almannavarnir hafa verið með óvissuástand vegna jarðhræringa í Öræfajökli frá síðasta hausti. Ekki er talin ástæða til að hækka viðbúnaðarstigið að svo stöddu. Sigurlaug segir ljóst að Öræfajökull sé að búa sig undir gos. Hvort eða hvenær það verður er erfitt að segja til um. Mögulega gæti þess virkni jafnvel endað með innskotsvirkni og ekki kæmi til goss. Þá er ómögulegt að segja til um hvenær það mun gjósa, hvort það verði eftir nokkra mánuði, ár eða áratugi. Sigurlaug segir fræðinga hins vegar sannfærða um að hægt sé að útiloka að gos verði í jöklinum á næstu dögum. Undanfarar ættu að sjást greinilega á mælum sem eru við eldstöðina. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Kvikusöfnun er hugsanlega að aukast undir Öræfajökli og virðist eldstöðin vera að búa sig undir gos. Hvenær eða hvort gos verður yfir höfuð er hins vegar erfitt að spá fyrir um að mati sérfræðinga. Sigurlaug Hjaltadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að skjálftavirkni í eldstöðinni hafi aukist frá síðasta hausti og bendir flest til þess að aflögunin á henni hafi aukist frá því fyrri part árs. Aflögunin er þensla á eldstöðinni sem er mæld með GPS-tækjum og gervitunglamyndum. Aukin aflögun getur gefið til kynna að kvikusöfnun sé að aukast en það hefur reynst erfitt að greina það því árssveiflur snjólaga og íss geta haft áhrif á mælingar. Mælingarnar taka því ávallt frekar langan tíma því mögulega gæti bráðnun ísbreiðunnar yfir sumarið haft áhrif á aflögunina. Nú sé hins vegar komið í ljós að aflögunin virðist vera að eiga sér stað með meiri hraða en fyrri part árs.Gæti endað með innskotsvirkni Greint var frá þessu á íbúafundi sem almannavarnanefnd sveitarfélagsins Hornafjarðar hélt í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi og fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá. Almannavarnir hafa verið með óvissuástand vegna jarðhræringa í Öræfajökli frá síðasta hausti. Ekki er talin ástæða til að hækka viðbúnaðarstigið að svo stöddu. Sigurlaug segir ljóst að Öræfajökull sé að búa sig undir gos. Hvort eða hvenær það verður er erfitt að segja til um. Mögulega gæti þess virkni jafnvel endað með innskotsvirkni og ekki kæmi til goss. Þá er ómögulegt að segja til um hvenær það mun gjósa, hvort það verði eftir nokkra mánuði, ár eða áratugi. Sigurlaug segir fræðinga hins vegar sannfærða um að hægt sé að útiloka að gos verði í jöklinum á næstu dögum. Undanfarar ættu að sjást greinilega á mælum sem eru við eldstöðina.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira