Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2018 10:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti var hófstilltari í orðavali á kosningafundi í gær en oft áður. vísir/epa Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. Ummælin féllu í tengslum við að pakkar, sem taldir eru hafa verið bréfasprengjur, voru sendar heim til Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar og forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, auk fleira fólks sem allt á það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Trump. Trump hafði áður fordæmt að fólk skyldi senda slíka og sagði að opinber rannsókn myndi fara fram á málinu. Hann kom síðan fram á kosningafundi í Wisconsin vegna komandi þingkosninga og beindi þar spjótum sínum að fjölmiðlum. „Hvers kyns hótanir um pólitískt ofbeldi eru árás á lýðræði okkar,“ sagði Trump á kosningafundinum og bætti við að hann vildi að allir gætu komið saman í friði og samhljómi.Ummæli sem komi úr hörðustu átt „Þeir sem taka þátt í pólitík verða að hætta að koma fram við pólitíska andstæðinga eins og það sé eitthvað að þeim siðferðislega,“ sagði forsetinn áður en hann sneri sér að fjölmiðlunum. Sagði Trump fjölmiðla bera þá ábyrgð að setja kurteislegan tón fyrir umræðuna „og stöðva þennan endalaus fjandskap og stöðugu neikvæðni og oft á tíðum falskar árásir og fréttir.“ Mörgum þykja ummæli forsetans þykja koma úr hörðustu átt en enda hefur Trump sjálfur gjarnan talað á niðrandi hátt um pólitíska andstæðinga sína, ekki síst Hillary Clinton. Þannig er Trump enn að ráðast gegn henni á kosningafundum á meðan stuðningsmenn hans hrópa „Lokið hana inni,“ en í gær var tónn forsetan mýkri.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018Hægt að sætta ágreininginn friðsamlega með því að kjósa „Við skulum lifa saman í sátt og samlyndi. Sjáið þið til dæmis hvað ég er að haga mér vel í kvöld? Hafið þið einhvern tímann séð þetta? Við erum öll að haga okkur mjög vel og vonandi getum við haldið því þannig, ekki satt?“ sagði forsetinn. Trump minntist ekki á nöfn þeirra sem áttu að fá pakkana með ætluðum bréfasprengjum heldur talaði meira á almennu nótunum. „Enginn ætti að líkja pólitískum andstæðingum sínum kæruleysislega við illmenni úr sögunni, en það er oft gert, það er alltaf gert og því verður að ljúka. Við ættum ekki að gera aðsúg að fólki úti á götu eða eyðileggja almannaeignir. Það er til ein leið til þess að sætta ágreining okkar... friðsamlega, við kjörkassann,“ sagði Bandaríkjaforseti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. Ummælin féllu í tengslum við að pakkar, sem taldir eru hafa verið bréfasprengjur, voru sendar heim til Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar og forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, auk fleira fólks sem allt á það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Trump. Trump hafði áður fordæmt að fólk skyldi senda slíka og sagði að opinber rannsókn myndi fara fram á málinu. Hann kom síðan fram á kosningafundi í Wisconsin vegna komandi þingkosninga og beindi þar spjótum sínum að fjölmiðlum. „Hvers kyns hótanir um pólitískt ofbeldi eru árás á lýðræði okkar,“ sagði Trump á kosningafundinum og bætti við að hann vildi að allir gætu komið saman í friði og samhljómi.Ummæli sem komi úr hörðustu átt „Þeir sem taka þátt í pólitík verða að hætta að koma fram við pólitíska andstæðinga eins og það sé eitthvað að þeim siðferðislega,“ sagði forsetinn áður en hann sneri sér að fjölmiðlunum. Sagði Trump fjölmiðla bera þá ábyrgð að setja kurteislegan tón fyrir umræðuna „og stöðva þennan endalaus fjandskap og stöðugu neikvæðni og oft á tíðum falskar árásir og fréttir.“ Mörgum þykja ummæli forsetans þykja koma úr hörðustu átt en enda hefur Trump sjálfur gjarnan talað á niðrandi hátt um pólitíska andstæðinga sína, ekki síst Hillary Clinton. Þannig er Trump enn að ráðast gegn henni á kosningafundum á meðan stuðningsmenn hans hrópa „Lokið hana inni,“ en í gær var tónn forsetan mýkri.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018Hægt að sætta ágreininginn friðsamlega með því að kjósa „Við skulum lifa saman í sátt og samlyndi. Sjáið þið til dæmis hvað ég er að haga mér vel í kvöld? Hafið þið einhvern tímann séð þetta? Við erum öll að haga okkur mjög vel og vonandi getum við haldið því þannig, ekki satt?“ sagði forsetinn. Trump minntist ekki á nöfn þeirra sem áttu að fá pakkana með ætluðum bréfasprengjum heldur talaði meira á almennu nótunum. „Enginn ætti að líkja pólitískum andstæðingum sínum kæruleysislega við illmenni úr sögunni, en það er oft gert, það er alltaf gert og því verður að ljúka. Við ættum ekki að gera aðsúg að fólki úti á götu eða eyðileggja almannaeignir. Það er til ein leið til þess að sætta ágreining okkar... friðsamlega, við kjörkassann,“ sagði Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00