Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2018 10:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti var hófstilltari í orðavali á kosningafundi í gær en oft áður. vísir/epa Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. Ummælin féllu í tengslum við að pakkar, sem taldir eru hafa verið bréfasprengjur, voru sendar heim til Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar og forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, auk fleira fólks sem allt á það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Trump. Trump hafði áður fordæmt að fólk skyldi senda slíka og sagði að opinber rannsókn myndi fara fram á málinu. Hann kom síðan fram á kosningafundi í Wisconsin vegna komandi þingkosninga og beindi þar spjótum sínum að fjölmiðlum. „Hvers kyns hótanir um pólitískt ofbeldi eru árás á lýðræði okkar,“ sagði Trump á kosningafundinum og bætti við að hann vildi að allir gætu komið saman í friði og samhljómi.Ummæli sem komi úr hörðustu átt „Þeir sem taka þátt í pólitík verða að hætta að koma fram við pólitíska andstæðinga eins og það sé eitthvað að þeim siðferðislega,“ sagði forsetinn áður en hann sneri sér að fjölmiðlunum. Sagði Trump fjölmiðla bera þá ábyrgð að setja kurteislegan tón fyrir umræðuna „og stöðva þennan endalaus fjandskap og stöðugu neikvæðni og oft á tíðum falskar árásir og fréttir.“ Mörgum þykja ummæli forsetans þykja koma úr hörðustu átt en enda hefur Trump sjálfur gjarnan talað á niðrandi hátt um pólitíska andstæðinga sína, ekki síst Hillary Clinton. Þannig er Trump enn að ráðast gegn henni á kosningafundum á meðan stuðningsmenn hans hrópa „Lokið hana inni,“ en í gær var tónn forsetan mýkri.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018Hægt að sætta ágreininginn friðsamlega með því að kjósa „Við skulum lifa saman í sátt og samlyndi. Sjáið þið til dæmis hvað ég er að haga mér vel í kvöld? Hafið þið einhvern tímann séð þetta? Við erum öll að haga okkur mjög vel og vonandi getum við haldið því þannig, ekki satt?“ sagði forsetinn. Trump minntist ekki á nöfn þeirra sem áttu að fá pakkana með ætluðum bréfasprengjum heldur talaði meira á almennu nótunum. „Enginn ætti að líkja pólitískum andstæðingum sínum kæruleysislega við illmenni úr sögunni, en það er oft gert, það er alltaf gert og því verður að ljúka. Við ættum ekki að gera aðsúg að fólki úti á götu eða eyðileggja almannaeignir. Það er til ein leið til þess að sætta ágreining okkar... friðsamlega, við kjörkassann,“ sagði Bandaríkjaforseti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. Ummælin féllu í tengslum við að pakkar, sem taldir eru hafa verið bréfasprengjur, voru sendar heim til Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar og forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, auk fleira fólks sem allt á það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Trump. Trump hafði áður fordæmt að fólk skyldi senda slíka og sagði að opinber rannsókn myndi fara fram á málinu. Hann kom síðan fram á kosningafundi í Wisconsin vegna komandi þingkosninga og beindi þar spjótum sínum að fjölmiðlum. „Hvers kyns hótanir um pólitískt ofbeldi eru árás á lýðræði okkar,“ sagði Trump á kosningafundinum og bætti við að hann vildi að allir gætu komið saman í friði og samhljómi.Ummæli sem komi úr hörðustu átt „Þeir sem taka þátt í pólitík verða að hætta að koma fram við pólitíska andstæðinga eins og það sé eitthvað að þeim siðferðislega,“ sagði forsetinn áður en hann sneri sér að fjölmiðlunum. Sagði Trump fjölmiðla bera þá ábyrgð að setja kurteislegan tón fyrir umræðuna „og stöðva þennan endalaus fjandskap og stöðugu neikvæðni og oft á tíðum falskar árásir og fréttir.“ Mörgum þykja ummæli forsetans þykja koma úr hörðustu átt en enda hefur Trump sjálfur gjarnan talað á niðrandi hátt um pólitíska andstæðinga sína, ekki síst Hillary Clinton. Þannig er Trump enn að ráðast gegn henni á kosningafundum á meðan stuðningsmenn hans hrópa „Lokið hana inni,“ en í gær var tónn forsetan mýkri.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018Hægt að sætta ágreininginn friðsamlega með því að kjósa „Við skulum lifa saman í sátt og samlyndi. Sjáið þið til dæmis hvað ég er að haga mér vel í kvöld? Hafið þið einhvern tímann séð þetta? Við erum öll að haga okkur mjög vel og vonandi getum við haldið því þannig, ekki satt?“ sagði forsetinn. Trump minntist ekki á nöfn þeirra sem áttu að fá pakkana með ætluðum bréfasprengjum heldur talaði meira á almennu nótunum. „Enginn ætti að líkja pólitískum andstæðingum sínum kæruleysislega við illmenni úr sögunni, en það er oft gert, það er alltaf gert og því verður að ljúka. Við ættum ekki að gera aðsúg að fólki úti á götu eða eyðileggja almannaeignir. Það er til ein leið til þess að sætta ágreining okkar... friðsamlega, við kjörkassann,“ sagði Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00