Ekki góð byrjun hjá Ólafíu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2018 23:15 Ólafía fer vonandi enn betur í gang á morgun. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á fjórum höggum yfir pari á Q-School mótaröðinni en spilað var á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum. Q-School er loka úrtökumótaröðin fyrir nýtt keppnistímabil á LPGA. Átta hringir verða leiknir á ellefu dögum og komast efstu 45 kylfingarnir á LPGA-mótaröðina. Ólafía náði sér ekki alveg á strik á fyrsta hringnum en hún spilaði á fjórum yfir pari og er í 53. sætinu en Jaclyn Lee spilaði best. Hún spilaði á fjórum undir pari. Ólafía byrjaði illa og fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum en fékk svo fugl á sjöttu holu. Þrír skollar á síðari níu gerðu það að verkum að Ólafía endaði á fjórum yfir pari. Það er hins vegar nóg eftir, heilir sjö hringir, svo það er nóg af holum til þess að vinna sig upp listann. Næsti hringur fer fram á morgun. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á fjórum höggum yfir pari á Q-School mótaröðinni en spilað var á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum. Q-School er loka úrtökumótaröðin fyrir nýtt keppnistímabil á LPGA. Átta hringir verða leiknir á ellefu dögum og komast efstu 45 kylfingarnir á LPGA-mótaröðina. Ólafía náði sér ekki alveg á strik á fyrsta hringnum en hún spilaði á fjórum yfir pari og er í 53. sætinu en Jaclyn Lee spilaði best. Hún spilaði á fjórum undir pari. Ólafía byrjaði illa og fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum en fékk svo fugl á sjöttu holu. Þrír skollar á síðari níu gerðu það að verkum að Ólafía endaði á fjórum yfir pari. Það er hins vegar nóg eftir, heilir sjö hringir, svo það er nóg af holum til þess að vinna sig upp listann. Næsti hringur fer fram á morgun.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira