Innlent

Sunnlenskar konur sýndu samstöðu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mæður og börn mættu meðal annars á fundinn á Selfossi í dag.
Mæður og börn mættu meðal annars á fundinn á Selfossi í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sunnlenskar konur komu saman í Sigtúnsgarði á Selfossi í dag á samstöðufund vegna kvennafrídagsins undir kjörorðinu „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“.

Guðný Lára Gunnarsdóttir las upp sameiginlega yfirlýsingu Kvennafrís 2018. Auður I, Ottesen flutti ávarp sem fulltrúi kvenna sem tóku þátt í kvennafrídeginum 1975 og Sigríður Helga Steingrímsdóttir flutti ávarp sem fulltrúi ungra kvenna. 

Góð þátttaka var á samstöðufundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Að lokum var blásið til fjöldasöngs þar sem baráttulag dagsins, „Áfram stelpur“ var sungið undir stjórn Berglindar Magnúsdóttur. Skipuleggjendur viðburðarins voru mjög ánægðir með mætinguna í Sigtúnsgarð og stemminguna þar.

Auður I. Ottesen að flytja ræðuna sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×