Talið er að bréfsprengja hafi fundist á heimilum hjónanna Hillary og Bill Clinton í Chappaqua, norður af New York-borg, fyrr í dag. New York Times segir frá því að starfsmaður á heimili þeirra hafi fundið sprengjuna þegar farið var yfir póst til hjónanna.
NBC News greinir frá því að grunsamlegur pakki hafi sömuleiðis fundist á heimili fyrrverandi forsetahjónanna Barack og Michelle Obama í Washington D.C. fyrr í dag.
Pakkinn á heimili Clinton-hjónanna er sagður svipa til pakkans sem barst til milljarðamæringsins George Soros í New York fyrr í vikunni.
Í tilkynningu frá stofnuninni sem sér um að gæta öryggis forsetahjónanna fyrrverandi (Secret Service) segir að viðtakendur hafi ekki verið í hættu.
Bréfsprengjur bárust Obama og Clinton

Tengdar fréttir

Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros
Soros var ekki heima þegar honum barst bréf sem talið er að hafi verið bréfsprengja. Sprengjusveit lögreglu í New York eyddi bréfinu.