Tottenham í vandræðum og jafntefli hjá Henry 24. október 2018 18:45 Lloris fær rauða spjaldið í kvöld. vísir/getty Tottenham er einungis með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í B-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli við PSV í kvöld. Heimamenn í PSV komust yfir á 30. mínútu með marki Hirving Lozano eftir hörmuleg mistök Toby Alderweireld í vörn Tottenham en níu mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Eftir laglega sendingu frá Christian Eriksen kom Kieran Trippier boltanum fyrir markið þar sem Brasilíu-maðurinn Lucas Moura kom á fullri ferð og kláraði færið. Allt jafnt í hálfleik en skalla mark Harry Kane eftir sendingu Eriksen á 55. mínútu virtist ætla að vera sigurmarkið. Það varð svo ekki raunin. Áður nefndur Lozano var að sleppa einn í gegn, Hugo Lloris kom askvaðandi út úr markinu og fór í Lozano. Ekkert annað í stöðunni en að reka Lloris af velli en spjaldið kom tíu mínútum fyrir leikslok. Það var svo tveimur mínútum fyrir leikslok er PSV jafnaði metin. Eftir aukaspyrnu barst boltinn á fyrirliðann Luuk de Jong sem kláraði færið meistaralega og allt jafnt 2-2. Bæði lið eru því einungis með eitt stig í fyrstu þremur leikjunum en á toppnum eru Barcelona og Inter með sex stig. Þau mætast síðar í kvöld. Í hinum leik dagsins sem er lokið gerðu Club Brugge og Mónakó 1-1 jafntefli en þetta var fyrsti leikur Thierry Henry sem stjóri í Meistaradeildinni en Frakkinn tók við Mónakó á dögunum. Bæði lið eru með eitt stig en Dortmund og Atletico Madrid eru með sex stig er þrjár umferðir eru eftir. Meistaradeild Evrópu
Tottenham er einungis með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í B-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli við PSV í kvöld. Heimamenn í PSV komust yfir á 30. mínútu með marki Hirving Lozano eftir hörmuleg mistök Toby Alderweireld í vörn Tottenham en níu mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Eftir laglega sendingu frá Christian Eriksen kom Kieran Trippier boltanum fyrir markið þar sem Brasilíu-maðurinn Lucas Moura kom á fullri ferð og kláraði færið. Allt jafnt í hálfleik en skalla mark Harry Kane eftir sendingu Eriksen á 55. mínútu virtist ætla að vera sigurmarkið. Það varð svo ekki raunin. Áður nefndur Lozano var að sleppa einn í gegn, Hugo Lloris kom askvaðandi út úr markinu og fór í Lozano. Ekkert annað í stöðunni en að reka Lloris af velli en spjaldið kom tíu mínútum fyrir leikslok. Það var svo tveimur mínútum fyrir leikslok er PSV jafnaði metin. Eftir aukaspyrnu barst boltinn á fyrirliðann Luuk de Jong sem kláraði færið meistaralega og allt jafnt 2-2. Bæði lið eru því einungis með eitt stig í fyrstu þremur leikjunum en á toppnum eru Barcelona og Inter með sex stig. Þau mætast síðar í kvöld. Í hinum leik dagsins sem er lokið gerðu Club Brugge og Mónakó 1-1 jafntefli en þetta var fyrsti leikur Thierry Henry sem stjóri í Meistaradeildinni en Frakkinn tók við Mónakó á dögunum. Bæði lið eru með eitt stig en Dortmund og Atletico Madrid eru með sex stig er þrjár umferðir eru eftir.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti