Ísland fyrir EFTA-dómstólinn vegna gerða um umhverfismat og neytendamál Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2018 10:02 Alþingishúsið. Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. vísir/vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt EES-tilskipanir og reglugerðir innan settra tímamarka. Gerðirnar sem um ræðir varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum annars vegar og ferla í umhverfismati hins vegar. Í tilkynningu frá ESA er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni í ESA, að gerðirnar er varða neytendavernd séu mikilvægur hluti af EES-samningnum og að Ísland ætti ekki að draga innleiðingu á málum sem varða neytendur. „Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur.“Úrlausn mála án þess að fara með þau fyrir dómstóla Tilskipun 2013/11/EES er ætlað að bæta aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefa neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. „Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endurgreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytandanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt. Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu,“ segir í tilkynningu, en um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.Ferlar í umhverfismati Tilskipunin 2014/52/EES skilgreinir ferla í umhverfismati og á að tryggja viðeigandi mat á framkvæmdum og öðrum verkefnum, á vegum hins opinbera eða einkaaðila, sem líkleg eru til þess að hafa teljandi áhrif á umhverfið áður en leyfi eru veitt. „Tilskipunin uppfærir og einfaldar núverandi regluverk umhverfismats og gerir stjórnvöldum kleift að bæta umhverfisvernd á Íslandi.“ Tímafrestur til að innleiða reglugerðina rann út í maí 2017 en tilskipunin mælir fyrir um að málsmeðferðarferli sem hafist hefur fyrir þann tíma fari samkvæmt þeim reglum er giltu fram að þeim tíma. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið ítrekað frá því að fresturinn rann út.Lokaskrefið Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa þá rætt málið á ýmsum stigum þar sem Íslandi hefur í málsmeðferðinni verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri, auk þess að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka. Alþingi Evrópusambandið Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt EES-tilskipanir og reglugerðir innan settra tímamarka. Gerðirnar sem um ræðir varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum annars vegar og ferla í umhverfismati hins vegar. Í tilkynningu frá ESA er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni í ESA, að gerðirnar er varða neytendavernd séu mikilvægur hluti af EES-samningnum og að Ísland ætti ekki að draga innleiðingu á málum sem varða neytendur. „Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur.“Úrlausn mála án þess að fara með þau fyrir dómstóla Tilskipun 2013/11/EES er ætlað að bæta aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefa neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. „Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endurgreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytandanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt. Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu,“ segir í tilkynningu, en um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.Ferlar í umhverfismati Tilskipunin 2014/52/EES skilgreinir ferla í umhverfismati og á að tryggja viðeigandi mat á framkvæmdum og öðrum verkefnum, á vegum hins opinbera eða einkaaðila, sem líkleg eru til þess að hafa teljandi áhrif á umhverfið áður en leyfi eru veitt. „Tilskipunin uppfærir og einfaldar núverandi regluverk umhverfismats og gerir stjórnvöldum kleift að bæta umhverfisvernd á Íslandi.“ Tímafrestur til að innleiða reglugerðina rann út í maí 2017 en tilskipunin mælir fyrir um að málsmeðferðarferli sem hafist hefur fyrir þann tíma fari samkvæmt þeim reglum er giltu fram að þeim tíma. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið ítrekað frá því að fresturinn rann út.Lokaskrefið Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa þá rætt málið á ýmsum stigum þar sem Íslandi hefur í málsmeðferðinni verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri, auk þess að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka.
Alþingi Evrópusambandið Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira