Strákar og kannabis - Sérstök áhætta! Skúli Magnússon skrifar 24. október 2018 09:59 Á síðustu árum hefur svonefndum lögræðissviptingarmálum fjölgað umtalsvert fyrir héraðsdómi, en undir þessi mál fellur hvers kyns nauðungarvistun vegna geðsjúkdóma. Merkjanlegur hluti þessarar fjölgunar verður rakin til mála ungra manna sem er ekki einungis með fíknivanda heldur alvarlega geðræna erfiðleika á því stigi að nauðungarvistun um lengri tíma er talin nauðsynleg og fyrirsjáanlegt er að þeir þurfi meðferð og aðhlynningu alla sína ævi. Þessir strákar eiga það sameiginlegt að hafa byrjað reglulega neyslu kannabis ungir, yfirleitt 12-14 ára, og alvarlegur geðsjúkdómur hefur gert vart við sig þegar fyrir tvítugt. Raunar er sláandi hversu eitt mál er líkt því næsta m.t.t. neyslusögu og þróun einkenna. Í ríkissjónvarpinu voru fyrir nokkru sýndir heimildaþættir um eina yfirgripmestu samanburðarrannsókn á mannlegri hegðun og þroska sem gerð hefur verið, kennd við bæinn Dunedin á Nýja-Sjálandi. Samkvæmt henni eru tengsl milli reglulegrar kannabisneyslu unglingsstráka og geðrofi snemma á fullorðinsárunum hafin yfir vafa. Ef ég man rétt var þar talið í að tíundi hver strákur sem byrjaði reglulega neyslu kannabis fyrir 15 ára aldur þróaði með sér geðklofa, sem gengi ekki til baka þótt hætt væri neyslu! Þessar upplýsingar, sem studdar eru öðrum félagsfræðilegum og erfðafræðilegum rannsóknum, koma óþægilega heim og saman við það sem ég hef séð í starfi mínu. Vita íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára hvaða áhættu þeir taka með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki? Það hlýtur að vera alger lágmarkskrafa að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri hafi verið vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Er víst að þeirri kröfu sé fullnægt?Höfundur er héraðsdómari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur svonefndum lögræðissviptingarmálum fjölgað umtalsvert fyrir héraðsdómi, en undir þessi mál fellur hvers kyns nauðungarvistun vegna geðsjúkdóma. Merkjanlegur hluti þessarar fjölgunar verður rakin til mála ungra manna sem er ekki einungis með fíknivanda heldur alvarlega geðræna erfiðleika á því stigi að nauðungarvistun um lengri tíma er talin nauðsynleg og fyrirsjáanlegt er að þeir þurfi meðferð og aðhlynningu alla sína ævi. Þessir strákar eiga það sameiginlegt að hafa byrjað reglulega neyslu kannabis ungir, yfirleitt 12-14 ára, og alvarlegur geðsjúkdómur hefur gert vart við sig þegar fyrir tvítugt. Raunar er sláandi hversu eitt mál er líkt því næsta m.t.t. neyslusögu og þróun einkenna. Í ríkissjónvarpinu voru fyrir nokkru sýndir heimildaþættir um eina yfirgripmestu samanburðarrannsókn á mannlegri hegðun og þroska sem gerð hefur verið, kennd við bæinn Dunedin á Nýja-Sjálandi. Samkvæmt henni eru tengsl milli reglulegrar kannabisneyslu unglingsstráka og geðrofi snemma á fullorðinsárunum hafin yfir vafa. Ef ég man rétt var þar talið í að tíundi hver strákur sem byrjaði reglulega neyslu kannabis fyrir 15 ára aldur þróaði með sér geðklofa, sem gengi ekki til baka þótt hætt væri neyslu! Þessar upplýsingar, sem studdar eru öðrum félagsfræðilegum og erfðafræðilegum rannsóknum, koma óþægilega heim og saman við það sem ég hef séð í starfi mínu. Vita íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára hvaða áhættu þeir taka með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki? Það hlýtur að vera alger lágmarkskrafa að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri hafi verið vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Er víst að þeirri kröfu sé fullnægt?Höfundur er héraðsdómari
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun