Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2018 13:45 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. Í haustútgáfu ritsins Fjármálastöðugleika er fjallað nokkuð um stöðu ferðaþjónustunnar, sem er stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins, en efni ritsins var kynnt í Seðlabankanum í morgun. Staða og horfur í ferðaþjónustu hafa versnað. Samkeppni í flugi er afar hörð og flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverðs á undanförnum mánuðum. Í ritinu kemur fram að íslensku flugfélögin hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma þau við ögrandi rekstrarumhverfi sem birtist meðal annars í taprekstri og verri sætanýtingu. Í ritinu kemur fram að Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu enda er raungengi krónunnar afar hátt í sögulegu samhengi um þessar mundir. Þá fjölgar ferðamönnum hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5 prósent samanborið við 28,2 prósenta vöxt á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði aðeins um 1,7 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 10,9 prósenta vöxt á sama tímabili í fyrra. Erlend greiðslukortanotkun mæld í krónum hefur svo dregist saman um rúmlega 10 prósent. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ferðaþjónustan geti líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna.Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig. Rannveig segir að heimili og fyrirtæki þurfa að sýna varfærni til að mæta mögulegum samdrætti í hagkerfinu. „Það sem við erum aðallega að benda á núna er að bankarnir, fyrirtækin og heimilin stígi varlega til jarðar vegna þess að við sjáum að áhættan og óvissan eru að aukast.“ Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. Í haustútgáfu ritsins Fjármálastöðugleika er fjallað nokkuð um stöðu ferðaþjónustunnar, sem er stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins, en efni ritsins var kynnt í Seðlabankanum í morgun. Staða og horfur í ferðaþjónustu hafa versnað. Samkeppni í flugi er afar hörð og flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverðs á undanförnum mánuðum. Í ritinu kemur fram að íslensku flugfélögin hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma þau við ögrandi rekstrarumhverfi sem birtist meðal annars í taprekstri og verri sætanýtingu. Í ritinu kemur fram að Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu enda er raungengi krónunnar afar hátt í sögulegu samhengi um þessar mundir. Þá fjölgar ferðamönnum hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5 prósent samanborið við 28,2 prósenta vöxt á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði aðeins um 1,7 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 10,9 prósenta vöxt á sama tímabili í fyrra. Erlend greiðslukortanotkun mæld í krónum hefur svo dregist saman um rúmlega 10 prósent. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ferðaþjónustan geti líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna.Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig. Rannveig segir að heimili og fyrirtæki þurfa að sýna varfærni til að mæta mögulegum samdrætti í hagkerfinu. „Það sem við erum aðallega að benda á núna er að bankarnir, fyrirtækin og heimilin stígi varlega til jarðar vegna þess að við sjáum að áhættan og óvissan eru að aukast.“
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira