Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2018 13:45 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. Í haustútgáfu ritsins Fjármálastöðugleika er fjallað nokkuð um stöðu ferðaþjónustunnar, sem er stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins, en efni ritsins var kynnt í Seðlabankanum í morgun. Staða og horfur í ferðaþjónustu hafa versnað. Samkeppni í flugi er afar hörð og flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverðs á undanförnum mánuðum. Í ritinu kemur fram að íslensku flugfélögin hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma þau við ögrandi rekstrarumhverfi sem birtist meðal annars í taprekstri og verri sætanýtingu. Í ritinu kemur fram að Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu enda er raungengi krónunnar afar hátt í sögulegu samhengi um þessar mundir. Þá fjölgar ferðamönnum hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5 prósent samanborið við 28,2 prósenta vöxt á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði aðeins um 1,7 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 10,9 prósenta vöxt á sama tímabili í fyrra. Erlend greiðslukortanotkun mæld í krónum hefur svo dregist saman um rúmlega 10 prósent. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ferðaþjónustan geti líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna.Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig. Rannveig segir að heimili og fyrirtæki þurfa að sýna varfærni til að mæta mögulegum samdrætti í hagkerfinu. „Það sem við erum aðallega að benda á núna er að bankarnir, fyrirtækin og heimilin stígi varlega til jarðar vegna þess að við sjáum að áhættan og óvissan eru að aukast.“ Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. Í haustútgáfu ritsins Fjármálastöðugleika er fjallað nokkuð um stöðu ferðaþjónustunnar, sem er stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins, en efni ritsins var kynnt í Seðlabankanum í morgun. Staða og horfur í ferðaþjónustu hafa versnað. Samkeppni í flugi er afar hörð og flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverðs á undanförnum mánuðum. Í ritinu kemur fram að íslensku flugfélögin hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma þau við ögrandi rekstrarumhverfi sem birtist meðal annars í taprekstri og verri sætanýtingu. Í ritinu kemur fram að Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu enda er raungengi krónunnar afar hátt í sögulegu samhengi um þessar mundir. Þá fjölgar ferðamönnum hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5 prósent samanborið við 28,2 prósenta vöxt á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði aðeins um 1,7 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 10,9 prósenta vöxt á sama tímabili í fyrra. Erlend greiðslukortanotkun mæld í krónum hefur svo dregist saman um rúmlega 10 prósent. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ferðaþjónustan geti líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna.Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig. Rannveig segir að heimili og fyrirtæki þurfa að sýna varfærni til að mæta mögulegum samdrætti í hagkerfinu. „Það sem við erum aðallega að benda á núna er að bankarnir, fyrirtækin og heimilin stígi varlega til jarðar vegna þess að við sjáum að áhættan og óvissan eru að aukast.“
Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira