Erlent

Slegin og niðurdregin eftir að vera kölluð „ljót svört skepna“ í flugvél

Samúel Karl Ólason skrifar
Atvikið var tekið upp á myndband og hefur það fengið mikla athygli.
Atvikið var tekið upp á myndband og hefur það fengið mikla athygli.
Delsie Gayle er slegin og niðurdregin eftir að sessunautur hennar í flugvél veittist að henni og kallaði hana meðal annars „ljóta svarta skepnu“ og „ljóta, heimska belju“. Þetta gerðist um borð í flugvél Ryanair á leið frá Barcelona til London í síðustu viku. Gayle færði sig um sæti en maðurinn sat sem fastast.

Atvikið var tekið upp á myndband og hefur það fengið mikla athygli.

Sjá einnig: Kallaði sessunaut sinn „ljóta svarta skepnu“



Þegar dóttir Gayle kom henni til varnar og sagði hana vera fatlaða öskraði maðurinn að honum væri alveg sama. „Ef ég segi henni að koma sér, þá kemur hún sér.“

Gayle, sem er 77 ára gömul,  sagði í viðtali að ef atvikið hefði farið öfugt, hún hefði ráðist á manninn, hefði lögreglan örugglega verið kölluð til. Þá segist hún viss um að aðrir farþegar flugvélarinnar hafi ekki gripið inn í út af því að hún væri svört.

Gayle er af Windrush kynslóðinni, afkomandi innflytjenda sem fluttust til Bretlands eftir stríð. Hún hafði verið í fríi til þess að ná áttum eftir andlát eiginmanns síns að sögn dóttur hennar.

Þá sagðist hún ekki hafa fengið nein skilaboð frá Ryanair en flugfélagið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir það að manninum hafi ekki verið vísað frá borði. Flugvélin var enn í Barcelona. Aðrir farþegar flugvélarinnar hafa einnig verið gagnrýndir fyrir að koma Gayle til varnar.

Maðurinn sem tók atvikið upp, David Lawrence, segist hafa ákveðið að taka upp, í stað þess að grípa inn í, vegna þess hve kraftmiklir samfélagsmiðlar væru í dag og svo að fólk gæti séð að svona atvik ættu sér stað.

Forsvarsmenn RyanAir hafa tilkynnt málið til lögreglu í Bretlandi. Samkvæmt Guardian er þó mjög ólíklegt að kæra verði lögð fram, þar sem manninum var ekki vísað úr flugvélinni og lögregla kölluð til í Barcelona. RyanAir er skráð í Írlandi og atvikið gerðist á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×