Elfar Árni var að klára sitt þriðja tímabil með KA í sumar en hann gekk í raðir liðsins frá Breiðablik í febrúar mánuði 2015.
Í sumar skoraði Elfar Árni sex mörk í deild og bikar í 22 leikjum en tímabilið þar áður skoraði hann tíu mörk. Hann spilaði svo stóra rullu er KA tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2016.
Við höldum því þessum magnaða framherja í okkar röðum!” segir í tilkynningu KA en Óli Stefán Flóventsson er tekinn við liði KA sem endaði í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.
Frábærar fréttir! Elfar Árni Aðalsteinsson, @elliqta, hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild KA um 2 ár. Við höldum því þessum magnaða framherja í okkar röðum! #LifiFyrirKA https://t.co/3Ts4rJ5osa pic.twitter.com/qDfccmnrRA
— KA (@KAakureyri) October 22, 2018