Svar til Önnu Bentínu Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 22. október 2018 13:46 Sæl Anna Bentína. Þakka þér fyrir bréfið. Þú verður að fyrirgefa að svarið mitt verður að hluta tilvísun í texta eftir mig sem þegar hefur birst, en ætti að vera þér og öllum öðrum vel aðgengilegur. Þú segist hafa leitað til mín í júlí 1998. Þú segir mig hafa sagt að ég væri önnum kafinn og gæti ekki sinnt máli þínu. Ekki man ég eftir þessu en efast ekki um að rétt sé. Þú kveðst svo hafa leitað til þeirra sem fara með svona kærur samkvæmt lögum. Þeir hafi ekki viljað fallast á að fara áfram með málið og hafi það þá verið fellt niður. Ég efast ekki eitt augnablik um að þessi afdrif kærunnar hafa orðið þér afar þungbær, enda eru kynferðisbrot með alvarlegustu brotum sem unnt er að fremja gagnvart annarri manneskju. Þú verður hins vegar að muna að ákærendur og dómarar í sakamálum eru bundnir af lögunum. Þeir mega ekki gera annað en það sem lög mæla. Afbrot þarf að sanna. Um það eru ákvæði í mannréttindakafla stjórnarskrár og almennum lögum. Þannig er þessu farið hvarvetna í hinum vestræna heimi. Þetta kann að hljóma eins og lagatæknileg og sálarlaus útlistun á formsatriðum, en er engu að síður grundvallaratriði í siðuðu réttarríki. Því miður eru kynferðisbrot oft þess eðlis, að sönnunarfærsla er erfið. Einatt hafa dómarar ekki annað til að byggja á en mismunandi framburð kæranda og hins kærða. Komi ekkert meira til leiðir slík aðstaða til þess að sýkna verður ákærða. Meginreglur réttarríkisins fela þetta í sér, þó að þungbært sé fyrir kæranda brotsins. Þegar handhafi ákæruvalds kemst að þeirri niðurstöðu að hann verði að fella mál niður, felst ekki í því sú afstaða að kærði sé saklaus. Spurningin sem embættismaðurinn stendur frammi fyrir er hvort sannað sé lögfullri sönnun að viðkomandi sakborningur hafi framið brotið. Sama er að segja um handhafa dómsvalds. Sé brotið ekki sannað eftir þeim mælikvarða sem lög ákveða, sjá t.d. 2. mgr. 70 gr. stjskr. verður dómarinn að sýkna hinn ákærða. Ég hef oftsinnis orðið þess var að sumir vilja refsa sökuðum mönnum, þó að sök þeirra sé ekki sönnuð. Dómari sem lætur undan slíkum óskum misfer með dómsvald sitt, því hann má ekki dæma eftir öðru en lögunum. Í því felst vernd fyrir grundvallarmannréttindi, ekkert minna. Þótt það sé erfitt verða þeir sem ná ekki fram áfellisdómi yfir brotamanni af þeirri ástæðu að sökin sannist ekki að reyna að skilja þetta. Eins og fyrr segir eru kynferðisbrotamál oftast afar erfið í meðförum og vafi uppi um sök. Þann vafa verður að meta sakborningi í hag samkvæmt þeim mannréttindareglum sem dómstólar verða að virða. Þessar reglur eiga rót sína í þeirri hugsun að við verðum að forðast að refsa saklausum mönnum. Þær leiða áreiðanlega til þess að einhverjir sekir sleppi. Þetta verðum við að skilja, því ef þessum reglum er ekki fylgt er hætta á að menn séu dæmdir í fangelsi fyrir ósannaðar sakir. Þú segir mig oft hafa skilað sératkvæði í kynferðisbrotamálum sem dómari við Hæstarétt og að ég hafi „iðulega“ viljað sýkna, þó að játning hins ákærða hafi legið fyrir. Ég kannast ekki við dæmi um þetta. Ég held að ég hafi tvívegis, á átta ára starfstíma mínum sem dómari við Hæstarétt, skilað sératkvæði í kynferðisbrotamálum. Þú nefnir annað dæmið, sem er H.148/2005, dómur 20. október 2005. Í þessu máli var ákærði sakaður um kynferðisbrot í þremur liðum. Brotin áttu að hafa átt sér stað á þremur mismunandi tímabilum. Þau elstu voru talin fyrnd og voru allir dómarar Hæstaréttar sammála um það. Allir dómararnir voru einnig sammála um að sakfella fyrir yngstu brotin, þ.m.t. sá sem hér skrifar. Fyrir dómi vildi ákærði breyta framburði sem hann hafði gefið hjá lögreglu varðandi þessi brot. Ég hafnaði þeirri breytingu og stóð með hinum dómurunum að því að sakfella manninn fyrir þessi brot. Ágreiningurinn stóð um brotin í miðflokknum, sem samkvæmt ákæru tóku yfir tímabil á eftir fyrsta tímabilinu en á undan því síðasta. Hér skilaði ég sératkvæði sem byggðist á því að þessi brot væru ósönnuð. Um forsendur mínar er fjallað í II. kafla sératkvæðisins. Byggðist niðurstaða mín á því að sönnun lægi ekki fyrir. Eru færð rök fyrir því í sératkvæðinu. Þar er gerð nákvæm grein fyrir þessu og vísa ég til dómasafnsins sem er aðgengilegt á netinu. Í bók minni „Í krafti sannfæringar“, sem út kom á árinu 2014 er á bls 308-309 fjallað um sönnun kynferðisbrota. Þar er að finna frásögn af ofangreindu máli, kyndugu erindi Eiríks Tómassonar við mig í Úlfljóti á árinu 2007 vegna þess og svari mínu í Lögréttu 2008. Það yrði of langt mál að rifja þetta upp hér, en ég vísa til þessara skrifa. Ef þú átt ekki bók mína er ég fús til að gefa þér hana. Þú þarft þá bara að láta mig vita hvert ég á að koma henni. Í beinu framhaldi af ofangreindum kafla í bókinni segi ég frá máli pólsks ungmennis sem starfaði tímabundið hér á landi (H. 4. desember 2008 í máli nr. 383/2008). Í málinu skilaði ég sératkvæði og vildi sýkna piltinn af ákæru um nauðgun. Þetta er hitt dæmið sem ég kannast við um þetta. Atkvæði mitt byggðist á því að ákæruvaldið hefði ekki fært fram sönnun um ásetning ákærða til nauðgunar. Þetta er vel rökstutt í atkvæði mínu. Ekkert í framburði stúlkunnar benti til þess að hún hefði verið beitt nauðung. Mér er enn þann dag í dag óskiljanlegt hvernig hinir dómararnir gátu komist að annarri niðurstöðu. Fjölskipaður héraðsdómur hafði fyrst komist að sömu niðurstöðu og ég, en Hæstiréttur ómerkt hana. Meðferð málins var stórlega athugaverð og fer ég yfir það í bók minni. Það er ekki rétt hjá þér að ritgerð mín um „einnota réttarfar“ hafi skaðað sóknina í Baugsmálunum. Hún var ekki skrifuð fyrr en þeim málum var lokið með frávísunum frá Hæstarétti. Í bók minni á bls. 236 – 239 lýsi ég ástæðum mínum fyrir því að skrifa þetta og bréfið sjálft er svo birt í bókinni á bls. 378 – 384. Auðvitað er rétt hjá þér að ritun bréfsins orkaði tvímælis. Í bréfinu var hins vegar aðeins að finna efnislega gagnrýni á afgreiðslur Hæstaréttar sem engin efnisleg stoð var fyrir. Með því er ég ekki að segja að sakborningarnir hafi drýgt brotin. Á það reyndi aldrei, vegna þess að rétturinn vísaði málunum bara frá dómi. Á Íslandi ríkti á þessum tíma, rétt eins og núna, þöggun um starfsemi dómstóla, þ.m.t. Hæstaréttar. Þessi þöggun var miklu skaðlegri fyrir þjóðina heldur en ritgerð mín, sem var aðeins veikburða tilraun til að stuðla að lögfullri starfsemi réttarins. Og réttarfarið sem beitt var til að vísa þessum málum frá dómi var svo sannarlega einnota. Meðal annars var viðskiptafléttum, þar sem mikil verðmæti voru flutt út úr almenningshlutafélagi með leynd, vísað frá á þeirri forsendu að þetta væru bara viðskipti! Réttilega dugði þetta réttarfar ekki sakborningum í „eftirhrunsmálum“, þar sem annmarkar á málsóknum voru samt meiri en í Baugsmálum ef eitthvað var. Menn geta svo gamnað sér við að hugleiða hvort efnismeðferð Baugsmálanna á árunum 2005 til 2007 hefði breytt einhverju fyrir þá atburði sem urðu á Íslandi haustið 2008. Ég endurtek það sem ég sagði fyrr, að ég skil vel reiði þeirra sem hafa orðið að þola ofbeldisbrot, sem ekki hafa sannast með þeim hætti að unnt hafi verið að dæma viðkomandi brotamann til verðskuldaðrar refsingar. En hvað vill þetta fólk að komi í staðinn fyrir sönnunarfærsluna? Að kæranda sé bara trúað, þrátt fyrir skort á sönnun? Sé þetta krafan er hér barist fyrir þjóðfélagi sem ég trúi ekki að nokkur manneskja vilji einlæglega koma á fót. Í slíku samfélagi væri hægt að koma öðrum á bak við lás og slá á ótækum grunni. Sá sem ætti óuppgerðar sakir við annan mann gæti þá komið honum í fangelsi án þess að sanna mál sitt. Réttaröryggi borgaranna yrði rifið upp með rótum og í staðinn kæmi einhvers konar villimannaþjóðfélag. Ég trúi því að flestir skilji þetta þegar þeir hugsa málið í jafnvægi. En ég segi þér satt, að ekki er auðvelt að gegna starfi dómara í svona tilviki. Dómarinn veit oft að hann er að sýkna mann sem hugsanlega er sekur um ódæðið. Hann kann jafnvel sjálfur að trúa kæranda. Það er hins vegar ekki spurt um hverju dómarinn trúir. Spurningin er aðeins um hvað hafi sannast í málinu um sökina. Dómarinn á enga valkosti. Hann verður að gera skyldu sína samkvæmt lögum. Að lokum óska ég þér svo velfarnaðar í lífi og starfi. Kveðja, Jón Steinar Gunnlaugsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Jón Steinar vill fyrirgefa Sóleyju, Sæunni og Hildi Lögmaðurinn býðst til að verja Hildi komi til þess að hún verði rekin. 21. október 2018 13:00 Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56 Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. 20. október 2018 18:35 Umræður í lokuðum hópum fyrir þolendur einkennist oft af reiði og máttleysi þeirra sem hafa engin völd Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur og ráðgjafi hjá Stígamótum, sendir Jóni Steinari fyrrverandi hæstaréttardómara opið bréf. 21. október 2018 19:44 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sæl Anna Bentína. Þakka þér fyrir bréfið. Þú verður að fyrirgefa að svarið mitt verður að hluta tilvísun í texta eftir mig sem þegar hefur birst, en ætti að vera þér og öllum öðrum vel aðgengilegur. Þú segist hafa leitað til mín í júlí 1998. Þú segir mig hafa sagt að ég væri önnum kafinn og gæti ekki sinnt máli þínu. Ekki man ég eftir þessu en efast ekki um að rétt sé. Þú kveðst svo hafa leitað til þeirra sem fara með svona kærur samkvæmt lögum. Þeir hafi ekki viljað fallast á að fara áfram með málið og hafi það þá verið fellt niður. Ég efast ekki eitt augnablik um að þessi afdrif kærunnar hafa orðið þér afar þungbær, enda eru kynferðisbrot með alvarlegustu brotum sem unnt er að fremja gagnvart annarri manneskju. Þú verður hins vegar að muna að ákærendur og dómarar í sakamálum eru bundnir af lögunum. Þeir mega ekki gera annað en það sem lög mæla. Afbrot þarf að sanna. Um það eru ákvæði í mannréttindakafla stjórnarskrár og almennum lögum. Þannig er þessu farið hvarvetna í hinum vestræna heimi. Þetta kann að hljóma eins og lagatæknileg og sálarlaus útlistun á formsatriðum, en er engu að síður grundvallaratriði í siðuðu réttarríki. Því miður eru kynferðisbrot oft þess eðlis, að sönnunarfærsla er erfið. Einatt hafa dómarar ekki annað til að byggja á en mismunandi framburð kæranda og hins kærða. Komi ekkert meira til leiðir slík aðstaða til þess að sýkna verður ákærða. Meginreglur réttarríkisins fela þetta í sér, þó að þungbært sé fyrir kæranda brotsins. Þegar handhafi ákæruvalds kemst að þeirri niðurstöðu að hann verði að fella mál niður, felst ekki í því sú afstaða að kærði sé saklaus. Spurningin sem embættismaðurinn stendur frammi fyrir er hvort sannað sé lögfullri sönnun að viðkomandi sakborningur hafi framið brotið. Sama er að segja um handhafa dómsvalds. Sé brotið ekki sannað eftir þeim mælikvarða sem lög ákveða, sjá t.d. 2. mgr. 70 gr. stjskr. verður dómarinn að sýkna hinn ákærða. Ég hef oftsinnis orðið þess var að sumir vilja refsa sökuðum mönnum, þó að sök þeirra sé ekki sönnuð. Dómari sem lætur undan slíkum óskum misfer með dómsvald sitt, því hann má ekki dæma eftir öðru en lögunum. Í því felst vernd fyrir grundvallarmannréttindi, ekkert minna. Þótt það sé erfitt verða þeir sem ná ekki fram áfellisdómi yfir brotamanni af þeirri ástæðu að sökin sannist ekki að reyna að skilja þetta. Eins og fyrr segir eru kynferðisbrotamál oftast afar erfið í meðförum og vafi uppi um sök. Þann vafa verður að meta sakborningi í hag samkvæmt þeim mannréttindareglum sem dómstólar verða að virða. Þessar reglur eiga rót sína í þeirri hugsun að við verðum að forðast að refsa saklausum mönnum. Þær leiða áreiðanlega til þess að einhverjir sekir sleppi. Þetta verðum við að skilja, því ef þessum reglum er ekki fylgt er hætta á að menn séu dæmdir í fangelsi fyrir ósannaðar sakir. Þú segir mig oft hafa skilað sératkvæði í kynferðisbrotamálum sem dómari við Hæstarétt og að ég hafi „iðulega“ viljað sýkna, þó að játning hins ákærða hafi legið fyrir. Ég kannast ekki við dæmi um þetta. Ég held að ég hafi tvívegis, á átta ára starfstíma mínum sem dómari við Hæstarétt, skilað sératkvæði í kynferðisbrotamálum. Þú nefnir annað dæmið, sem er H.148/2005, dómur 20. október 2005. Í þessu máli var ákærði sakaður um kynferðisbrot í þremur liðum. Brotin áttu að hafa átt sér stað á þremur mismunandi tímabilum. Þau elstu voru talin fyrnd og voru allir dómarar Hæstaréttar sammála um það. Allir dómararnir voru einnig sammála um að sakfella fyrir yngstu brotin, þ.m.t. sá sem hér skrifar. Fyrir dómi vildi ákærði breyta framburði sem hann hafði gefið hjá lögreglu varðandi þessi brot. Ég hafnaði þeirri breytingu og stóð með hinum dómurunum að því að sakfella manninn fyrir þessi brot. Ágreiningurinn stóð um brotin í miðflokknum, sem samkvæmt ákæru tóku yfir tímabil á eftir fyrsta tímabilinu en á undan því síðasta. Hér skilaði ég sératkvæði sem byggðist á því að þessi brot væru ósönnuð. Um forsendur mínar er fjallað í II. kafla sératkvæðisins. Byggðist niðurstaða mín á því að sönnun lægi ekki fyrir. Eru færð rök fyrir því í sératkvæðinu. Þar er gerð nákvæm grein fyrir þessu og vísa ég til dómasafnsins sem er aðgengilegt á netinu. Í bók minni „Í krafti sannfæringar“, sem út kom á árinu 2014 er á bls 308-309 fjallað um sönnun kynferðisbrota. Þar er að finna frásögn af ofangreindu máli, kyndugu erindi Eiríks Tómassonar við mig í Úlfljóti á árinu 2007 vegna þess og svari mínu í Lögréttu 2008. Það yrði of langt mál að rifja þetta upp hér, en ég vísa til þessara skrifa. Ef þú átt ekki bók mína er ég fús til að gefa þér hana. Þú þarft þá bara að láta mig vita hvert ég á að koma henni. Í beinu framhaldi af ofangreindum kafla í bókinni segi ég frá máli pólsks ungmennis sem starfaði tímabundið hér á landi (H. 4. desember 2008 í máli nr. 383/2008). Í málinu skilaði ég sératkvæði og vildi sýkna piltinn af ákæru um nauðgun. Þetta er hitt dæmið sem ég kannast við um þetta. Atkvæði mitt byggðist á því að ákæruvaldið hefði ekki fært fram sönnun um ásetning ákærða til nauðgunar. Þetta er vel rökstutt í atkvæði mínu. Ekkert í framburði stúlkunnar benti til þess að hún hefði verið beitt nauðung. Mér er enn þann dag í dag óskiljanlegt hvernig hinir dómararnir gátu komist að annarri niðurstöðu. Fjölskipaður héraðsdómur hafði fyrst komist að sömu niðurstöðu og ég, en Hæstiréttur ómerkt hana. Meðferð málins var stórlega athugaverð og fer ég yfir það í bók minni. Það er ekki rétt hjá þér að ritgerð mín um „einnota réttarfar“ hafi skaðað sóknina í Baugsmálunum. Hún var ekki skrifuð fyrr en þeim málum var lokið með frávísunum frá Hæstarétti. Í bók minni á bls. 236 – 239 lýsi ég ástæðum mínum fyrir því að skrifa þetta og bréfið sjálft er svo birt í bókinni á bls. 378 – 384. Auðvitað er rétt hjá þér að ritun bréfsins orkaði tvímælis. Í bréfinu var hins vegar aðeins að finna efnislega gagnrýni á afgreiðslur Hæstaréttar sem engin efnisleg stoð var fyrir. Með því er ég ekki að segja að sakborningarnir hafi drýgt brotin. Á það reyndi aldrei, vegna þess að rétturinn vísaði málunum bara frá dómi. Á Íslandi ríkti á þessum tíma, rétt eins og núna, þöggun um starfsemi dómstóla, þ.m.t. Hæstaréttar. Þessi þöggun var miklu skaðlegri fyrir þjóðina heldur en ritgerð mín, sem var aðeins veikburða tilraun til að stuðla að lögfullri starfsemi réttarins. Og réttarfarið sem beitt var til að vísa þessum málum frá dómi var svo sannarlega einnota. Meðal annars var viðskiptafléttum, þar sem mikil verðmæti voru flutt út úr almenningshlutafélagi með leynd, vísað frá á þeirri forsendu að þetta væru bara viðskipti! Réttilega dugði þetta réttarfar ekki sakborningum í „eftirhrunsmálum“, þar sem annmarkar á málsóknum voru samt meiri en í Baugsmálum ef eitthvað var. Menn geta svo gamnað sér við að hugleiða hvort efnismeðferð Baugsmálanna á árunum 2005 til 2007 hefði breytt einhverju fyrir þá atburði sem urðu á Íslandi haustið 2008. Ég endurtek það sem ég sagði fyrr, að ég skil vel reiði þeirra sem hafa orðið að þola ofbeldisbrot, sem ekki hafa sannast með þeim hætti að unnt hafi verið að dæma viðkomandi brotamann til verðskuldaðrar refsingar. En hvað vill þetta fólk að komi í staðinn fyrir sönnunarfærsluna? Að kæranda sé bara trúað, þrátt fyrir skort á sönnun? Sé þetta krafan er hér barist fyrir þjóðfélagi sem ég trúi ekki að nokkur manneskja vilji einlæglega koma á fót. Í slíku samfélagi væri hægt að koma öðrum á bak við lás og slá á ótækum grunni. Sá sem ætti óuppgerðar sakir við annan mann gæti þá komið honum í fangelsi án þess að sanna mál sitt. Réttaröryggi borgaranna yrði rifið upp með rótum og í staðinn kæmi einhvers konar villimannaþjóðfélag. Ég trúi því að flestir skilji þetta þegar þeir hugsa málið í jafnvægi. En ég segi þér satt, að ekki er auðvelt að gegna starfi dómara í svona tilviki. Dómarinn veit oft að hann er að sýkna mann sem hugsanlega er sekur um ódæðið. Hann kann jafnvel sjálfur að trúa kæranda. Það er hins vegar ekki spurt um hverju dómarinn trúir. Spurningin er aðeins um hvað hafi sannast í málinu um sökina. Dómarinn á enga valkosti. Hann verður að gera skyldu sína samkvæmt lögum. Að lokum óska ég þér svo velfarnaðar í lífi og starfi. Kveðja, Jón Steinar Gunnlaugsson
Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45
Jón Steinar vill fyrirgefa Sóleyju, Sæunni og Hildi Lögmaðurinn býðst til að verja Hildi komi til þess að hún verði rekin. 21. október 2018 13:00
Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56
Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. 20. október 2018 18:35
Umræður í lokuðum hópum fyrir þolendur einkennist oft af reiði og máttleysi þeirra sem hafa engin völd Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur og ráðgjafi hjá Stígamótum, sendir Jóni Steinari fyrrverandi hæstaréttardómara opið bréf. 21. október 2018 19:44
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun