Vantar pláss fyrir skjöl hjá Þjóðskjalasafninu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 08:15 Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður við nokkrar af þeim hillum sem nú eru fullar. Hann segir að ljóst hafi verið í hvað stefndi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Um nokkurra mánaða skeið hefur Þjóðskjalasafn Íslands (ÞSK) ekki getað tekið við gögnum frá stjórnsýslunni sem því ber að gera lögum samkvæmt. Ástæðan er sú að safnið skortir pláss undir fleiri skjöl. Málið á sér nokkra forsögu. Fyrstu starfsár sín flakkaði safnið milli Dómkirkjunnar, Alþingishússins og Safnahússins við Hverfisgötu þar til því var fundinn samastaður á níunda áratugnum í gömlu Mjólkursamsölunni við Laugaveg 164. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu safnsins jafnt og þétt. Í upphafi árs skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins minnisblaði um framkvæmda- og viðhaldsáætlun ÞSK fyrir næstu sex ár. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að endurnýja lestrarsal safnsins en sá var tekinn í notkun fyrir tuttugu árum og hugsaður til bráðabirgða í eitt til tvö ár. Þá er einnig vikið að endurbótum sem þarf að gera á húsum á reitnum og þá sérstaklega svokölluðu húsi 5, gömlu ísgerðina svokölluðu, og sagt að afar brýnt sé að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við nefndum vöntun á skápum fyrst árið 2012 en síðan þá hefur þetta gengið afar hægt og því ávallt frestað að kaupa skápa. Nú er þetta búið að vera stopp í kerfinu í hálft ár og við fáum ekki skýringar á því hvað tefur,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. Safnið átti fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar vegna málsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum segir að ÞSK varðveiti nú 44 hillukílómetra af skjölum og búist sé við öðrum fimmtíu á næstu þrjátíu árum. Þá fyrst verði rafræn skjöl búin að útrýma pappírsskjölum í stjórnsýslunni. Það að fá hús fimm í fulla notkun gefi safninu sautján hillukílómetra sem ætti að duga í um tíu til fimmtán ár að óbreyttu. „Við höfum sett stopp á viðtökur á skjölum. Því miður getum við ekki tekið við meiru fyrr en við vitum hvenær við fáum viðbótarpláss,“ segir Eiríkur. Möguleiki sé til að byggja upp og niður á núverandi reit safnsins og þar gæti safnið rúmast til frambúðar. „Við viljum meina að við höfum rækilega gert grein fyrir stöðunni og ríkisstjórnin og ráðuneytin hafi getað skipað málum þannig að ekki kæmi til þessarar vondu ráðstöfunar. Sem stendur getum við ekki þjónustað stjórnsýsluna sem þarf þá að leigja geymslur til bráðabirgða undir gögn sem þau geta ekki sent okkur,“ segir Eiríkur. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að búið sé að fjármagna fyrsta áfanga framkvæmda við hús fimm og útboðsgögn séu tilbúin. Beðið sé eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafi ÞSK fengið aukafjárveitingu í vor, 12,5 milljónir króna, til að tryggja að unnt væri að taka á móti pappírsgögnum frá afhendingarskyldum aðilum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Um nokkurra mánaða skeið hefur Þjóðskjalasafn Íslands (ÞSK) ekki getað tekið við gögnum frá stjórnsýslunni sem því ber að gera lögum samkvæmt. Ástæðan er sú að safnið skortir pláss undir fleiri skjöl. Málið á sér nokkra forsögu. Fyrstu starfsár sín flakkaði safnið milli Dómkirkjunnar, Alþingishússins og Safnahússins við Hverfisgötu þar til því var fundinn samastaður á níunda áratugnum í gömlu Mjólkursamsölunni við Laugaveg 164. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu safnsins jafnt og þétt. Í upphafi árs skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins minnisblaði um framkvæmda- og viðhaldsáætlun ÞSK fyrir næstu sex ár. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að endurnýja lestrarsal safnsins en sá var tekinn í notkun fyrir tuttugu árum og hugsaður til bráðabirgða í eitt til tvö ár. Þá er einnig vikið að endurbótum sem þarf að gera á húsum á reitnum og þá sérstaklega svokölluðu húsi 5, gömlu ísgerðina svokölluðu, og sagt að afar brýnt sé að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við nefndum vöntun á skápum fyrst árið 2012 en síðan þá hefur þetta gengið afar hægt og því ávallt frestað að kaupa skápa. Nú er þetta búið að vera stopp í kerfinu í hálft ár og við fáum ekki skýringar á því hvað tefur,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. Safnið átti fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar vegna málsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum segir að ÞSK varðveiti nú 44 hillukílómetra af skjölum og búist sé við öðrum fimmtíu á næstu þrjátíu árum. Þá fyrst verði rafræn skjöl búin að útrýma pappírsskjölum í stjórnsýslunni. Það að fá hús fimm í fulla notkun gefi safninu sautján hillukílómetra sem ætti að duga í um tíu til fimmtán ár að óbreyttu. „Við höfum sett stopp á viðtökur á skjölum. Því miður getum við ekki tekið við meiru fyrr en við vitum hvenær við fáum viðbótarpláss,“ segir Eiríkur. Möguleiki sé til að byggja upp og niður á núverandi reit safnsins og þar gæti safnið rúmast til frambúðar. „Við viljum meina að við höfum rækilega gert grein fyrir stöðunni og ríkisstjórnin og ráðuneytin hafi getað skipað málum þannig að ekki kæmi til þessarar vondu ráðstöfunar. Sem stendur getum við ekki þjónustað stjórnsýsluna sem þarf þá að leigja geymslur til bráðabirgða undir gögn sem þau geta ekki sent okkur,“ segir Eiríkur. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að búið sé að fjármagna fyrsta áfanga framkvæmda við hús fimm og útboðsgögn séu tilbúin. Beðið sé eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafi ÞSK fengið aukafjárveitingu í vor, 12,5 milljónir króna, til að tryggja að unnt væri að taka á móti pappírsgögnum frá afhendingarskyldum aðilum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira