Afmælishátíð íslenska hestsins í Danmörku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2018 08:45 Hestamenn á reiðvellinum fyrir utan Kristjánsborgarhöll áður en lagt var af stað til Norðurbryggju. Mynd/Gunnar Freyr Gunnarsson Dagskráin hófst með skrúðreið frá konunglegu hesthúsunum við Kristjánsborgarhöll klukkan 11, gegnum miðborg Kaupmannahafnar að Norðurbryggju. Meðal annars var riðið um Strikið að hluta til,“ segir Stefanía Kristín Bjarnadóttir, viðskipta- og menningarfulltrúi íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn, þegar hún lýsir hátíð Íslandshestasamtakanna í Danmörku sem fögnuðu fimmtíu ára afmæli sínu í gær í blíðskaparveðri. Um 2.500 manns mættu. „Í skrúðreiðinni voru fjörutíu hestar. Þá sat meðal annars fólk sem er útskrifað úr hestafræðum frá Hólum og úr sambærilegum dönskum skóla. Það klæddist mismunandi jökkum eftir því hvorum hópnum það tilheyrði, Hólafólk var í bláum jökkum og hinir í rauðum,“ lýsir Stefanía. „Reiðin tók um klukkutíma og það voru samstarfsráðherrar Danmerkur og Íslands sem leiddu hana, þau Eva Kjer Hansen og Sigurður Ingi Jóhannsson.“Stefanía Kristín segir veðrið hafa leikið við hestafólk og aðra hátíðargesti.En hvað tók svo við þegar á Norðurbryggju var komið? „Sendiráð Íslands er til húsa á Norðurbryggju og hér var fjölbreytt dagskrá um alla bryggju sem tengist íslenska hestinum og íslenskri menningu. Hafnarbræður og Dóttir, tveir af fimm kórum Íslendinga hér í Kaupmannahöfn, tóku á móti hópreiðinni með söng. Þar hljómuðu lög eins og Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn. Gestir fengu að klappa hestunum, ráðherrarnir fluttu ræður og Kristinn Hugason frá Sögusetri íslenska hestsins var með sýningu sem nefnist Uppruni kostanna og fjallar um sögu hrossaræktarinnar. Svo voru íslenskar veitingar bæði í sendiráðinu og á Norðurbryggju, kórarnir seldu íslenska kjötsúpu sem sló í gegn, nýsteiktar kleinur voru á borðum og Matthías Finns Karlsson bakaði 600 pönnukökur á tveimur tímum, geri aðrir betur!“Hafrún Hekla Sverrisdóttir, 13 ára dóttir Stefaníu, er ein þeirra sem stundar hestamennsku í Danmörku. Hún fer til Dragör, sem er í um 10 kílómetra fjarlægð frá Kaupmannahöfn, til að sinna því sporti.Auk þessa segir Stefanía sýningar hönnuða hafa verið á svæðinu og fjölbreyttan varning til sölu, einnig getraun með góðum vinningum, meðal annars gjafabréfum frá Icelandair. „Við vorum tilbúin að fara með hátíðahöldin inn en þau voru öll utan dyra af því veðrið var svo gott.“ Danir hafa gert fullveldisafmæli Íslands hátt undir höfði, að sögn Stefaníu. „Það er búið að vera mikið um hátíðahöld og viðburði sem tengjast Íslandi í skólum, bókasöfnum, listasöfnum og hvar sem er. Ég held að sendiráðið sé búið að taka þátt í og standa fyrir 54 menningarhátíðum á árinu. Hestamenn leituðu fyrir ári til sendiráðsins í fyrrahaust og spurðu hvort við værum til í að halda hátíð með þeim. Nú er hún afstaðin og tókst afar vel,“ segir hún ánægjuleg og bætir við: „Það er nú svo að hér í Danmörku fæðast fleiri folöld undan íslenska hestastofninum en þeim danska, íslenski hesturinn er svo vinsæll hér.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Dagskráin hófst með skrúðreið frá konunglegu hesthúsunum við Kristjánsborgarhöll klukkan 11, gegnum miðborg Kaupmannahafnar að Norðurbryggju. Meðal annars var riðið um Strikið að hluta til,“ segir Stefanía Kristín Bjarnadóttir, viðskipta- og menningarfulltrúi íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn, þegar hún lýsir hátíð Íslandshestasamtakanna í Danmörku sem fögnuðu fimmtíu ára afmæli sínu í gær í blíðskaparveðri. Um 2.500 manns mættu. „Í skrúðreiðinni voru fjörutíu hestar. Þá sat meðal annars fólk sem er útskrifað úr hestafræðum frá Hólum og úr sambærilegum dönskum skóla. Það klæddist mismunandi jökkum eftir því hvorum hópnum það tilheyrði, Hólafólk var í bláum jökkum og hinir í rauðum,“ lýsir Stefanía. „Reiðin tók um klukkutíma og það voru samstarfsráðherrar Danmerkur og Íslands sem leiddu hana, þau Eva Kjer Hansen og Sigurður Ingi Jóhannsson.“Stefanía Kristín segir veðrið hafa leikið við hestafólk og aðra hátíðargesti.En hvað tók svo við þegar á Norðurbryggju var komið? „Sendiráð Íslands er til húsa á Norðurbryggju og hér var fjölbreytt dagskrá um alla bryggju sem tengist íslenska hestinum og íslenskri menningu. Hafnarbræður og Dóttir, tveir af fimm kórum Íslendinga hér í Kaupmannahöfn, tóku á móti hópreiðinni með söng. Þar hljómuðu lög eins og Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn. Gestir fengu að klappa hestunum, ráðherrarnir fluttu ræður og Kristinn Hugason frá Sögusetri íslenska hestsins var með sýningu sem nefnist Uppruni kostanna og fjallar um sögu hrossaræktarinnar. Svo voru íslenskar veitingar bæði í sendiráðinu og á Norðurbryggju, kórarnir seldu íslenska kjötsúpu sem sló í gegn, nýsteiktar kleinur voru á borðum og Matthías Finns Karlsson bakaði 600 pönnukökur á tveimur tímum, geri aðrir betur!“Hafrún Hekla Sverrisdóttir, 13 ára dóttir Stefaníu, er ein þeirra sem stundar hestamennsku í Danmörku. Hún fer til Dragör, sem er í um 10 kílómetra fjarlægð frá Kaupmannahöfn, til að sinna því sporti.Auk þessa segir Stefanía sýningar hönnuða hafa verið á svæðinu og fjölbreyttan varning til sölu, einnig getraun með góðum vinningum, meðal annars gjafabréfum frá Icelandair. „Við vorum tilbúin að fara með hátíðahöldin inn en þau voru öll utan dyra af því veðrið var svo gott.“ Danir hafa gert fullveldisafmæli Íslands hátt undir höfði, að sögn Stefaníu. „Það er búið að vera mikið um hátíðahöld og viðburði sem tengjast Íslandi í skólum, bókasöfnum, listasöfnum og hvar sem er. Ég held að sendiráðið sé búið að taka þátt í og standa fyrir 54 menningarhátíðum á árinu. Hestamenn leituðu fyrir ári til sendiráðsins í fyrrahaust og spurðu hvort við værum til í að halda hátíð með þeim. Nú er hún afstaðin og tókst afar vel,“ segir hún ánægjuleg og bætir við: „Það er nú svo að hér í Danmörku fæðast fleiri folöld undan íslenska hestastofninum en þeim danska, íslenski hesturinn er svo vinsæll hér.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira