Jón Steinar vill fyrirgefa Sóleyju, Sæunni og Hildi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 13:00 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og stjórnendur Facebook-hópsins,Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Mynd/Samsett Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segist vilja fyrirgefa stjórnendum Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ og vísar þar til yfirlýsingar sem kom frá þeim í gær. Þá býður hann fram krafta sína ef til þess komi að Hildur Lilliendahl verði rekin frá starfi sínu sem verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg.Þetta kemur fram í pistli eftir Jón Steinar sem Vísir birtir. Grein sem hann birti í nýliðinni viku vakti töluverð viðbrögð en þar lýsti hann því að í þeim hópi hafi hann meðal annars verið kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“ og þar spurt hvort ekki sé vert að skála í kampavíni þá er hann deyr.Þetta telur Jón Steinar tengjast því að hann er lögmaður Kristins Sigurjónssonar lektors við Háskólann í Reykjavík, en hann var rekinn þaðan vegna ummæla á Facebookhópi sem heitir Karlmennskan. Þar veltir hann því fyrir sér, hvort hugsanlega sé vert aðskilja konur og karla á vinnustöðum. Kristinn sagði eitthvað á þá leið að konur væru að troða sér í öll störf og eyðileggja vinnustaði.Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Segist hafa ákveðið að „fyrirgefa þeim sóðaskapinn“ Jón Steinar fer yfir málið eins og það horfir við honum nú. Hann segist til að mynda hafa verið lögmaður Róberts Downey á sínum tíma þegar sá síðarnefndi vildi fá lögmannsréttindi sín á nýjan leik eftir að hafa verið dæmdur fyrir að misnota unglingsstúlkur.Málið vakti upp mikla reiði í samfélaginu og ofbauð mörgum þegar Jón Steinar sagði að hollast væri öllum ef þolendur fyrirgæfu skjólstæðingi sínum. Aðstandendur hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ hafa bent á að ummælin um Jón Steinar tengist einkum því máli. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er þeirra á meðal og birti grein þess efnis á Facebook-síðu sinni í gær, líkt og Vísir greindi frá.Í yfirlýsingu sem stjórnendur Facebook-hópsins, Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, sendu á fjölmiðla í gær bentu þær Jóni Steinari á að kannski ætti hann að „prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin.“Í grein sinni segir Jón Steinar að þetta sé hann tilbúinn til þess að gera.„Svo biðja þær mig um að fyrirgefa sér það sem þær hafi gert á hluta minn. Það hljóti ég að vilja gera þar sem ég hafi mælt með þessari aðferð þegar mál Róberts var til umræðu. Með þessu og heitinu um að gæta orða sinna í framtíðinni hafa þær algerlega snúið við blaðinu. Ég hlýt að fagna þessum sinnaskiptum. Ég hef því ákveðið að fyrirgefa þeim sóðaskapinn gagnvart mér sem birst hefur að undanförnu. Þetta geri ég ekki síst vegna þess að ég vil sýna börnum mínum hvernig veldi feðranna getur verið hugljúft og fordæmisgefandi,“ segir Jón Steinar í pistlinum.Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður.Fréttablaðið/ErnirBýðst til að verja Hildi verði hún rekin Jón Steinar segist aldrei hafa fengið eins mikil viðbrögð við neinu og grein sinni í vikunni og segir hann frá einu samtali sem hann hann hafi átt í því sambandi. Í hann hafi hringt kona sem vildi tala um Hildi Lilliendahl við hann. „Sagði hún alkunnugt, að þú værir bara áskrifandi launa hjá Reykjavíkurborg án þess að gera neitt í vinnunni annað en að hanga í tölvunni þinni til að iðka femínisma. Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar,“ skrifar Jón Steinar meðal annars í pistli sínum sem má lesa hér. Tengdar fréttir Fyrirgefningin Fyrir helgina var birt grein eftir mig þar sem ég greindi frá sóðalegri orðræðu á "lokuðu svæði“ á fasbókinni þar sem ausið er illyrðum og óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga. 21. október 2018 12:45 Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56 Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. 20. október 2018 18:35 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segist vilja fyrirgefa stjórnendum Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ og vísar þar til yfirlýsingar sem kom frá þeim í gær. Þá býður hann fram krafta sína ef til þess komi að Hildur Lilliendahl verði rekin frá starfi sínu sem verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg.Þetta kemur fram í pistli eftir Jón Steinar sem Vísir birtir. Grein sem hann birti í nýliðinni viku vakti töluverð viðbrögð en þar lýsti hann því að í þeim hópi hafi hann meðal annars verið kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“ og þar spurt hvort ekki sé vert að skála í kampavíni þá er hann deyr.Þetta telur Jón Steinar tengjast því að hann er lögmaður Kristins Sigurjónssonar lektors við Háskólann í Reykjavík, en hann var rekinn þaðan vegna ummæla á Facebookhópi sem heitir Karlmennskan. Þar veltir hann því fyrir sér, hvort hugsanlega sé vert aðskilja konur og karla á vinnustöðum. Kristinn sagði eitthvað á þá leið að konur væru að troða sér í öll störf og eyðileggja vinnustaði.Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Segist hafa ákveðið að „fyrirgefa þeim sóðaskapinn“ Jón Steinar fer yfir málið eins og það horfir við honum nú. Hann segist til að mynda hafa verið lögmaður Róberts Downey á sínum tíma þegar sá síðarnefndi vildi fá lögmannsréttindi sín á nýjan leik eftir að hafa verið dæmdur fyrir að misnota unglingsstúlkur.Málið vakti upp mikla reiði í samfélaginu og ofbauð mörgum þegar Jón Steinar sagði að hollast væri öllum ef þolendur fyrirgæfu skjólstæðingi sínum. Aðstandendur hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ hafa bent á að ummælin um Jón Steinar tengist einkum því máli. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er þeirra á meðal og birti grein þess efnis á Facebook-síðu sinni í gær, líkt og Vísir greindi frá.Í yfirlýsingu sem stjórnendur Facebook-hópsins, Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, sendu á fjölmiðla í gær bentu þær Jóni Steinari á að kannski ætti hann að „prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin.“Í grein sinni segir Jón Steinar að þetta sé hann tilbúinn til þess að gera.„Svo biðja þær mig um að fyrirgefa sér það sem þær hafi gert á hluta minn. Það hljóti ég að vilja gera þar sem ég hafi mælt með þessari aðferð þegar mál Róberts var til umræðu. Með þessu og heitinu um að gæta orða sinna í framtíðinni hafa þær algerlega snúið við blaðinu. Ég hlýt að fagna þessum sinnaskiptum. Ég hef því ákveðið að fyrirgefa þeim sóðaskapinn gagnvart mér sem birst hefur að undanförnu. Þetta geri ég ekki síst vegna þess að ég vil sýna börnum mínum hvernig veldi feðranna getur verið hugljúft og fordæmisgefandi,“ segir Jón Steinar í pistlinum.Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður.Fréttablaðið/ErnirBýðst til að verja Hildi verði hún rekin Jón Steinar segist aldrei hafa fengið eins mikil viðbrögð við neinu og grein sinni í vikunni og segir hann frá einu samtali sem hann hann hafi átt í því sambandi. Í hann hafi hringt kona sem vildi tala um Hildi Lilliendahl við hann. „Sagði hún alkunnugt, að þú værir bara áskrifandi launa hjá Reykjavíkurborg án þess að gera neitt í vinnunni annað en að hanga í tölvunni þinni til að iðka femínisma. Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar,“ skrifar Jón Steinar meðal annars í pistli sínum sem má lesa hér.
Tengdar fréttir Fyrirgefningin Fyrir helgina var birt grein eftir mig þar sem ég greindi frá sóðalegri orðræðu á "lokuðu svæði“ á fasbókinni þar sem ausið er illyrðum og óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga. 21. október 2018 12:45 Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56 Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. 20. október 2018 18:35 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fyrirgefningin Fyrir helgina var birt grein eftir mig þar sem ég greindi frá sóðalegri orðræðu á "lokuðu svæði“ á fasbókinni þar sem ausið er illyrðum og óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga. 21. október 2018 12:45
Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56
Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. 20. október 2018 18:35
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15