Jón Steinar vill fyrirgefa Sóleyju, Sæunni og Hildi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 13:00 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og stjórnendur Facebook-hópsins,Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Mynd/Samsett Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segist vilja fyrirgefa stjórnendum Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ og vísar þar til yfirlýsingar sem kom frá þeim í gær. Þá býður hann fram krafta sína ef til þess komi að Hildur Lilliendahl verði rekin frá starfi sínu sem verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg.Þetta kemur fram í pistli eftir Jón Steinar sem Vísir birtir. Grein sem hann birti í nýliðinni viku vakti töluverð viðbrögð en þar lýsti hann því að í þeim hópi hafi hann meðal annars verið kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“ og þar spurt hvort ekki sé vert að skála í kampavíni þá er hann deyr.Þetta telur Jón Steinar tengjast því að hann er lögmaður Kristins Sigurjónssonar lektors við Háskólann í Reykjavík, en hann var rekinn þaðan vegna ummæla á Facebookhópi sem heitir Karlmennskan. Þar veltir hann því fyrir sér, hvort hugsanlega sé vert aðskilja konur og karla á vinnustöðum. Kristinn sagði eitthvað á þá leið að konur væru að troða sér í öll störf og eyðileggja vinnustaði.Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Segist hafa ákveðið að „fyrirgefa þeim sóðaskapinn“ Jón Steinar fer yfir málið eins og það horfir við honum nú. Hann segist til að mynda hafa verið lögmaður Róberts Downey á sínum tíma þegar sá síðarnefndi vildi fá lögmannsréttindi sín á nýjan leik eftir að hafa verið dæmdur fyrir að misnota unglingsstúlkur.Málið vakti upp mikla reiði í samfélaginu og ofbauð mörgum þegar Jón Steinar sagði að hollast væri öllum ef þolendur fyrirgæfu skjólstæðingi sínum. Aðstandendur hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ hafa bent á að ummælin um Jón Steinar tengist einkum því máli. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er þeirra á meðal og birti grein þess efnis á Facebook-síðu sinni í gær, líkt og Vísir greindi frá.Í yfirlýsingu sem stjórnendur Facebook-hópsins, Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, sendu á fjölmiðla í gær bentu þær Jóni Steinari á að kannski ætti hann að „prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin.“Í grein sinni segir Jón Steinar að þetta sé hann tilbúinn til þess að gera.„Svo biðja þær mig um að fyrirgefa sér það sem þær hafi gert á hluta minn. Það hljóti ég að vilja gera þar sem ég hafi mælt með þessari aðferð þegar mál Róberts var til umræðu. Með þessu og heitinu um að gæta orða sinna í framtíðinni hafa þær algerlega snúið við blaðinu. Ég hlýt að fagna þessum sinnaskiptum. Ég hef því ákveðið að fyrirgefa þeim sóðaskapinn gagnvart mér sem birst hefur að undanförnu. Þetta geri ég ekki síst vegna þess að ég vil sýna börnum mínum hvernig veldi feðranna getur verið hugljúft og fordæmisgefandi,“ segir Jón Steinar í pistlinum.Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður.Fréttablaðið/ErnirBýðst til að verja Hildi verði hún rekin Jón Steinar segist aldrei hafa fengið eins mikil viðbrögð við neinu og grein sinni í vikunni og segir hann frá einu samtali sem hann hann hafi átt í því sambandi. Í hann hafi hringt kona sem vildi tala um Hildi Lilliendahl við hann. „Sagði hún alkunnugt, að þú værir bara áskrifandi launa hjá Reykjavíkurborg án þess að gera neitt í vinnunni annað en að hanga í tölvunni þinni til að iðka femínisma. Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar,“ skrifar Jón Steinar meðal annars í pistli sínum sem má lesa hér. Tengdar fréttir Fyrirgefningin Fyrir helgina var birt grein eftir mig þar sem ég greindi frá sóðalegri orðræðu á "lokuðu svæði“ á fasbókinni þar sem ausið er illyrðum og óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga. 21. október 2018 12:45 Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56 Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. 20. október 2018 18:35 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segist vilja fyrirgefa stjórnendum Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ og vísar þar til yfirlýsingar sem kom frá þeim í gær. Þá býður hann fram krafta sína ef til þess komi að Hildur Lilliendahl verði rekin frá starfi sínu sem verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg.Þetta kemur fram í pistli eftir Jón Steinar sem Vísir birtir. Grein sem hann birti í nýliðinni viku vakti töluverð viðbrögð en þar lýsti hann því að í þeim hópi hafi hann meðal annars verið kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“ og þar spurt hvort ekki sé vert að skála í kampavíni þá er hann deyr.Þetta telur Jón Steinar tengjast því að hann er lögmaður Kristins Sigurjónssonar lektors við Háskólann í Reykjavík, en hann var rekinn þaðan vegna ummæla á Facebookhópi sem heitir Karlmennskan. Þar veltir hann því fyrir sér, hvort hugsanlega sé vert aðskilja konur og karla á vinnustöðum. Kristinn sagði eitthvað á þá leið að konur væru að troða sér í öll störf og eyðileggja vinnustaði.Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Segist hafa ákveðið að „fyrirgefa þeim sóðaskapinn“ Jón Steinar fer yfir málið eins og það horfir við honum nú. Hann segist til að mynda hafa verið lögmaður Róberts Downey á sínum tíma þegar sá síðarnefndi vildi fá lögmannsréttindi sín á nýjan leik eftir að hafa verið dæmdur fyrir að misnota unglingsstúlkur.Málið vakti upp mikla reiði í samfélaginu og ofbauð mörgum þegar Jón Steinar sagði að hollast væri öllum ef þolendur fyrirgæfu skjólstæðingi sínum. Aðstandendur hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ hafa bent á að ummælin um Jón Steinar tengist einkum því máli. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er þeirra á meðal og birti grein þess efnis á Facebook-síðu sinni í gær, líkt og Vísir greindi frá.Í yfirlýsingu sem stjórnendur Facebook-hópsins, Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, sendu á fjölmiðla í gær bentu þær Jóni Steinari á að kannski ætti hann að „prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin.“Í grein sinni segir Jón Steinar að þetta sé hann tilbúinn til þess að gera.„Svo biðja þær mig um að fyrirgefa sér það sem þær hafi gert á hluta minn. Það hljóti ég að vilja gera þar sem ég hafi mælt með þessari aðferð þegar mál Róberts var til umræðu. Með þessu og heitinu um að gæta orða sinna í framtíðinni hafa þær algerlega snúið við blaðinu. Ég hlýt að fagna þessum sinnaskiptum. Ég hef því ákveðið að fyrirgefa þeim sóðaskapinn gagnvart mér sem birst hefur að undanförnu. Þetta geri ég ekki síst vegna þess að ég vil sýna börnum mínum hvernig veldi feðranna getur verið hugljúft og fordæmisgefandi,“ segir Jón Steinar í pistlinum.Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður.Fréttablaðið/ErnirBýðst til að verja Hildi verði hún rekin Jón Steinar segist aldrei hafa fengið eins mikil viðbrögð við neinu og grein sinni í vikunni og segir hann frá einu samtali sem hann hann hafi átt í því sambandi. Í hann hafi hringt kona sem vildi tala um Hildi Lilliendahl við hann. „Sagði hún alkunnugt, að þú værir bara áskrifandi launa hjá Reykjavíkurborg án þess að gera neitt í vinnunni annað en að hanga í tölvunni þinni til að iðka femínisma. Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar,“ skrifar Jón Steinar meðal annars í pistli sínum sem má lesa hér.
Tengdar fréttir Fyrirgefningin Fyrir helgina var birt grein eftir mig þar sem ég greindi frá sóðalegri orðræðu á "lokuðu svæði“ á fasbókinni þar sem ausið er illyrðum og óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga. 21. október 2018 12:45 Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56 Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. 20. október 2018 18:35 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Fyrirgefningin Fyrir helgina var birt grein eftir mig þar sem ég greindi frá sóðalegri orðræðu á "lokuðu svæði“ á fasbókinni þar sem ausið er illyrðum og óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga. 21. október 2018 12:45
Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56
Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. 20. október 2018 18:35
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15