Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 07:49 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar.Í viðtali við Washington Post sem birtist á vefsíðu blaðsins í nótt að íslenskum tíma sagði Trump að „augljóslega hafa blekkingar átt sér stað, lygar hafa átt sér stað“ um skýringar Sádi-Araba. Yfirvöld í Sádi-Arabaíu staðfestu andlát Khashoggi um helgina og sögðu hann hafa látist í áflogum inni á ræðismannaskrifstofu Sádi-Araba í Tyrklandi. Þarlend lögregluyfirvöld halda því þó fram að hann hafi verið myrtur og lík hans bútað í sundur. Hafa þau heitið því að komast til botns í málinu en tyrknesk yfirvöld eru sögð búa yfir hljóð- og myndupptökum sem varpi nánari ljósi á það hvað gerðist inni á skrifstofunni. Skýringar Sádi-Araba hafa þótt ótrúverðugar og í gær gerði Angela Merkel þá kröfu um að yfirvöld í Sádi-Arabíu geri hreint fyrir sínum dyrum vegna málsins og virðist sem svo að Trump taki undir það í viðtalinu við Post.Í gær sagði Trump við blaðamenn að hann teldi skýringar Sádí-Araba trúverðugar en í frétt Post segir að Trump hafi á sama tíma harmað það við ráðgjafa sína hversu náið samband er á milli Jared Kushner, tengdasonar Trump sem er einn hans nánasti ráðgjafi, og krónprinsins Mohammed bin Salman, sem stýrir Sádí-Arabíu, og hefur verið bendlaður við einhvers konar aðild að bana Khashoggi. Í viðtalinu segir Trump að enn sem komið er hafi engin sýnt fram á það að bin Salman hafi haft eitthvað með dauða Khashoggi að gera og sagði Trump að Sádí-Arabía væri „frábær bandamaður“. Sagði Trump að ekki kæmi til greina að hætta við risavaxinn vopnasölusamning Bandaríkjanna og Sádí-Araba vegna málsins en bætti þó við að „að eitthvað yrði gert“. Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar.Í viðtali við Washington Post sem birtist á vefsíðu blaðsins í nótt að íslenskum tíma sagði Trump að „augljóslega hafa blekkingar átt sér stað, lygar hafa átt sér stað“ um skýringar Sádi-Araba. Yfirvöld í Sádi-Arabaíu staðfestu andlát Khashoggi um helgina og sögðu hann hafa látist í áflogum inni á ræðismannaskrifstofu Sádi-Araba í Tyrklandi. Þarlend lögregluyfirvöld halda því þó fram að hann hafi verið myrtur og lík hans bútað í sundur. Hafa þau heitið því að komast til botns í málinu en tyrknesk yfirvöld eru sögð búa yfir hljóð- og myndupptökum sem varpi nánari ljósi á það hvað gerðist inni á skrifstofunni. Skýringar Sádi-Araba hafa þótt ótrúverðugar og í gær gerði Angela Merkel þá kröfu um að yfirvöld í Sádi-Arabíu geri hreint fyrir sínum dyrum vegna málsins og virðist sem svo að Trump taki undir það í viðtalinu við Post.Í gær sagði Trump við blaðamenn að hann teldi skýringar Sádí-Araba trúverðugar en í frétt Post segir að Trump hafi á sama tíma harmað það við ráðgjafa sína hversu náið samband er á milli Jared Kushner, tengdasonar Trump sem er einn hans nánasti ráðgjafi, og krónprinsins Mohammed bin Salman, sem stýrir Sádí-Arabíu, og hefur verið bendlaður við einhvers konar aðild að bana Khashoggi. Í viðtalinu segir Trump að enn sem komið er hafi engin sýnt fram á það að bin Salman hafi haft eitthvað með dauða Khashoggi að gera og sagði Trump að Sádí-Arabía væri „frábær bandamaður“. Sagði Trump að ekki kæmi til greina að hætta við risavaxinn vopnasölusamning Bandaríkjanna og Sádí-Araba vegna málsins en bætti þó við að „að eitthvað yrði gert“.
Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12
Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41
Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08