Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2018 19:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur margsinnis lýst áformum um þjóðarsjóð á ársfundum Landsvirkjunar en umræðan slíkan sjóðs hefur staðið yfir með hléum frá 1998. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Í febrúar 2017 skipaði Bjarni, þá í embætti forsætisráðherra, sérfræðingahóp sem samkvæmt erindisbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um stöðugleikasjóð. Eftir að hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sumarið 2018 voru þau tekin til áframhaldandi vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpsdrögin fóru í samráðsferli í september og tilbúið frumvarp til laga um Þjóðarsjóð var svo birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Fram kemur í frumvarpinu að tilgangur laganna um þjóðarsjóð sé að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Þar segir að veita skuli framlög til Þjóðarsjóðs sem eru jafnhá öllum tekjum sem ríkissjóður hefur haft af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á árinu á undan. Hér vega þyngst arðgreiðslur Landsvirkjunar. Þá getur sjóðurinn veitt viðtöku og ávaxtað aðra fjármuni sem Alþingi ákveður að leggja til hans í fjárlögum. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um ráðstöfun eigna sjóðsins. Þar segir: „Verði ríkissjóður fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórnvöld hafa óhjákvæmilega þurft að gera ráðstafanir til að bregðast við slíku áfalli er heimilt að veita fé úr Þjóðarsjóði til ríkissjóðs sem nemur allt að helmingi eigna sjóðsins á hverjum tíma.“ Lögin eiga að taka gildi hinn 1. janúar 2020 og á sjóðurinn að taka til starfa það ár. Fastlega er reiknað með að stærsti hluti framlaga til sjóðsins verði vegna arðgreiðslna Landsvirkjunar til ríkisins. Hins vegar verða framlög til sjóðsins skert á fyrstu fimm árum hans með sérstöku bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu til að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukinn stuðning við nýsköpun í samræmi við loforð þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Kveðið er á um að allt að 16 milljarðar króna af þeim tekjum sem ella mundu renna í Þjóðarsjóð geti verið varið til þessara verkefna á fyrstu fimm starfsárum sjóðsins. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur margsinnis lýst áformum um þjóðarsjóð á ársfundum Landsvirkjunar en umræðan slíkan sjóðs hefur staðið yfir með hléum frá 1998. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Í febrúar 2017 skipaði Bjarni, þá í embætti forsætisráðherra, sérfræðingahóp sem samkvæmt erindisbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um stöðugleikasjóð. Eftir að hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sumarið 2018 voru þau tekin til áframhaldandi vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpsdrögin fóru í samráðsferli í september og tilbúið frumvarp til laga um Þjóðarsjóð var svo birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Fram kemur í frumvarpinu að tilgangur laganna um þjóðarsjóð sé að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Þar segir að veita skuli framlög til Þjóðarsjóðs sem eru jafnhá öllum tekjum sem ríkissjóður hefur haft af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á árinu á undan. Hér vega þyngst arðgreiðslur Landsvirkjunar. Þá getur sjóðurinn veitt viðtöku og ávaxtað aðra fjármuni sem Alþingi ákveður að leggja til hans í fjárlögum. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um ráðstöfun eigna sjóðsins. Þar segir: „Verði ríkissjóður fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórnvöld hafa óhjákvæmilega þurft að gera ráðstafanir til að bregðast við slíku áfalli er heimilt að veita fé úr Þjóðarsjóði til ríkissjóðs sem nemur allt að helmingi eigna sjóðsins á hverjum tíma.“ Lögin eiga að taka gildi hinn 1. janúar 2020 og á sjóðurinn að taka til starfa það ár. Fastlega er reiknað með að stærsti hluti framlaga til sjóðsins verði vegna arðgreiðslna Landsvirkjunar til ríkisins. Hins vegar verða framlög til sjóðsins skert á fyrstu fimm árum hans með sérstöku bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu til að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukinn stuðning við nýsköpun í samræmi við loforð þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Kveðið er á um að allt að 16 milljarðar króna af þeim tekjum sem ella mundu renna í Þjóðarsjóð geti verið varið til þessara verkefna á fyrstu fimm starfsárum sjóðsins.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira