Vísuðu frá kæru vegna hávaða frá sláttuvélum á golfvellinum í Grafarholti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. október 2018 07:00 Golfvellir þurfa daglegan slátt yfir sumartímann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vísaði á dögunum frá kæru íbúa í Ólafsgeisla í Grafarholti sem kvartað hafði yfir hávaða frá sláttuvélum á Grafarholtsvelli. Í júlí 2017 kvartaði maðurinn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna hávaða frá grasslætti á vellinum en hann hæfist klukkan hálf sjö að morgni á flötum fyrir neðan hús hans. Heilbrigðiseftirlitið sendi honum svarbréf sex vikum síðar þar sem mælingar á hljóðstigi hafi ekki sýnt fram á að hávaði færi yfir viðmiðunarmörk eftir klukkan sjö á morgnana. Því yrði ekki frekar aðhafst í málinu. Húseigandinn kærði þessa niðurstöðu en hann hefði um árabil kvartað yfir hávaða frá vellinum. Benti hann á að ómögulegt væri að ná sambandi við eftirlitið símleiðis þegar sláttur væri í gangi og að hann skildi illa hvernig væri hægt að sinna kvörtunum og kanna réttmæti þeirra þegar atburðurinn hafi átt sér stað. Í niðurstöðu ÚUA segir að önnur hljóðmæling hafi verið gerð í júlí 2018. Sú hafi leitt í ljós að hljóðstig hafi mælst yfir næturmörkum. Af þeim sökum beindi heilbrigðiseftirlitið þeim tilmælum til Golfklúbbs Reykjavíkur að sláttur á brautum fjögur til níu hæfist ekki fyrir sjö á virkum dögum og tíu um helgar. Þá stendur til að kanna þann möguleika að nota rafmagnssláttuvélar sem minna heyrist í. ÚUA taldi að kvörtun eigandans sneri að því að ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Þar sem heilbrigðiseftirlitið greip til aðgerða í millitíðinni var það réttarástand úr sögunni og málinu vísað frá. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vísaði á dögunum frá kæru íbúa í Ólafsgeisla í Grafarholti sem kvartað hafði yfir hávaða frá sláttuvélum á Grafarholtsvelli. Í júlí 2017 kvartaði maðurinn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna hávaða frá grasslætti á vellinum en hann hæfist klukkan hálf sjö að morgni á flötum fyrir neðan hús hans. Heilbrigðiseftirlitið sendi honum svarbréf sex vikum síðar þar sem mælingar á hljóðstigi hafi ekki sýnt fram á að hávaði færi yfir viðmiðunarmörk eftir klukkan sjö á morgnana. Því yrði ekki frekar aðhafst í málinu. Húseigandinn kærði þessa niðurstöðu en hann hefði um árabil kvartað yfir hávaða frá vellinum. Benti hann á að ómögulegt væri að ná sambandi við eftirlitið símleiðis þegar sláttur væri í gangi og að hann skildi illa hvernig væri hægt að sinna kvörtunum og kanna réttmæti þeirra þegar atburðurinn hafi átt sér stað. Í niðurstöðu ÚUA segir að önnur hljóðmæling hafi verið gerð í júlí 2018. Sú hafi leitt í ljós að hljóðstig hafi mælst yfir næturmörkum. Af þeim sökum beindi heilbrigðiseftirlitið þeim tilmælum til Golfklúbbs Reykjavíkur að sláttur á brautum fjögur til níu hæfist ekki fyrir sjö á virkum dögum og tíu um helgar. Þá stendur til að kanna þann möguleika að nota rafmagnssláttuvélar sem minna heyrist í. ÚUA taldi að kvörtun eigandans sneri að því að ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Þar sem heilbrigðiseftirlitið greip til aðgerða í millitíðinni var það réttarástand úr sögunni og málinu vísað frá.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira