Stúlkan tekur afsökunarbeiðni Björns Braga góða og gilda Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 20:19 Björn Bragi hefur beðið stúlkuna og foreldra hennar afsökunar á framferði sínu. Sautján ára gömul stúlka sem Björn Bragi Arnarson, grínisti, viðurkennir að hafa káfað á segir að snerting hans hafi valdið henni óþægindum. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum hafnar hún því hins vegar að atvikið teljist alvarleg kynferðisleg áreitni og segist taka afsökunarbeiðni hans góða og gilda. Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu í morgun eftir að myndskeið sem sýndi hann káfa á sautján ára gamalli stúlku fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hann hætti í kjölfarið sem þáttastjórnandi Gettu betur á Ríkisútvarpinu. Í yfirlýsingu sem foreldrar stúlkunnar sendi fjölmiðlum í kvöld segir stúlkan að sér hafi verið brugðið þegar Björn Bragi snerti hana á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Það hafi valdið henni óþægindum. Hún nefnir Björn Braga þó ekki á nafn í yfirlýsingunni. Hún segist hafa sent myndskeið af atvikinu til nokkurra vina í hugsunarleysi. Í framhaldi myndskeiðið farið víða og hún hafi fljótlega fengið viðbrögð frá fólki með sterkar skoðanir um kynferðislegt athæfi og áreitni. „Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Óskar stúlkan þess að umfjölluninni linni og vill leiðrétta fullyrðingar um að atvikið hafi verið alvarleg kynferðisleg áreitni. „Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk,“ segir í yfirlýsingunni en stúlkan vill ekki að nafn sitt komi fram. Þá segir hún að Björn Bragi hafi nokkrum sinnum haft samband við sig og foreldra hennar og beðist afsökunar eftir að myndirnar fóru í dreifingu. „Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna. Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni,“ segir í yfirlýsingunni.Yfirlýsingin í heildÉg sendi þessa yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna frétta af atviki á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sl., sunnudags, þar sem landsþekktur skemmtikraftur og fjölmiðlamaður er sakaður um háttsemi sem sé kynferðisleg áreitni við stúlku.Ég er sú stúlka sem um ræðir.Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.Ég vil taka fram að mjög fljótlega í því ferli sem fór af stað eftir að myndirnar fóru út, hefur þessi einstaklingur sem í hlut átti, nokkrum sinnum haft samband við mig og foreldra mína og beðist fyrirgefningar á framkomu sinni.Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna.Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni. Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08 Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sautján ára gömul stúlka sem Björn Bragi Arnarson, grínisti, viðurkennir að hafa káfað á segir að snerting hans hafi valdið henni óþægindum. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum hafnar hún því hins vegar að atvikið teljist alvarleg kynferðisleg áreitni og segist taka afsökunarbeiðni hans góða og gilda. Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu í morgun eftir að myndskeið sem sýndi hann káfa á sautján ára gamalli stúlku fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hann hætti í kjölfarið sem þáttastjórnandi Gettu betur á Ríkisútvarpinu. Í yfirlýsingu sem foreldrar stúlkunnar sendi fjölmiðlum í kvöld segir stúlkan að sér hafi verið brugðið þegar Björn Bragi snerti hana á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Það hafi valdið henni óþægindum. Hún nefnir Björn Braga þó ekki á nafn í yfirlýsingunni. Hún segist hafa sent myndskeið af atvikinu til nokkurra vina í hugsunarleysi. Í framhaldi myndskeiðið farið víða og hún hafi fljótlega fengið viðbrögð frá fólki með sterkar skoðanir um kynferðislegt athæfi og áreitni. „Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Óskar stúlkan þess að umfjölluninni linni og vill leiðrétta fullyrðingar um að atvikið hafi verið alvarleg kynferðisleg áreitni. „Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk,“ segir í yfirlýsingunni en stúlkan vill ekki að nafn sitt komi fram. Þá segir hún að Björn Bragi hafi nokkrum sinnum haft samband við sig og foreldra hennar og beðist afsökunar eftir að myndirnar fóru í dreifingu. „Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna. Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni,“ segir í yfirlýsingunni.Yfirlýsingin í heildÉg sendi þessa yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna frétta af atviki á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sl., sunnudags, þar sem landsþekktur skemmtikraftur og fjölmiðlamaður er sakaður um háttsemi sem sé kynferðisleg áreitni við stúlku.Ég er sú stúlka sem um ræðir.Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.Ég vil taka fram að mjög fljótlega í því ferli sem fór af stað eftir að myndirnar fóru út, hefur þessi einstaklingur sem í hlut átti, nokkrum sinnum haft samband við mig og foreldra mína og beðist fyrirgefningar á framkomu sinni.Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna.Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni.
Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08 Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15
Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08
Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48
Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent