Stipe Miocic með sögulegan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. janúar 2018 07:27 Miocic stjórnaði Ngannou vel í gólfinu. Vísir/Getty Stipe Miocic sigraði Francis Ngannou á UFC 220 í nótt. Bardaginn stóð yfir mun lengur en flestir bjuggust við og sigraði Miocic eftir dómaraákvörðun. UFC 220 fór fram í Boston í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou um þungavigtartitil UFC. Áskorandinn Ngannou var talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Stipe Miocic stóð af sér erfiðleika í fyrstu lotu og vann allar loturnar. Miocic tók Ngannou nokkrum sinnum niður í bardaganum og var Ngannou gjörsamlega uppgefinn í 3. lotu. Lítil ógn var af Ngannou í tveimur síðustu lotunum og sigldi Miocic þessu örugglega heim og vann allar fimm loturnar. Með sigrinum varð Miocic sá fyrsti til að verja þungavigtartitilinn oftar en tvisvar og var því um sögulegan sigur að ræða.Daniel Cormier mætti Volkan Oezdemir í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Oezdemir byrjaði bardagann fjörlega en þegar leið á 1. lotuna tók Cormier áskorandann í gólfið. Cormier var nálægt því að klára bardagann með hengingu í 1. lotu en bjallan bjargaði Oezdemir. Cormier gerði því það sama í 2. lotu – tók Oezdemir niður og komst í yfirburðarstöðu. Þar var Oezdemir bjargarlaus og lét Cormier mörg högg dynja á Oezdemir þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Öruggur sigur hjá Cormier og vörðu því báðir meistararnir beltin sín í nótt. Bardagakvöldið var nokkuð skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll önnur úrslit kvöldsins. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Stipe Miocic sigraði Francis Ngannou á UFC 220 í nótt. Bardaginn stóð yfir mun lengur en flestir bjuggust við og sigraði Miocic eftir dómaraákvörðun. UFC 220 fór fram í Boston í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou um þungavigtartitil UFC. Áskorandinn Ngannou var talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Stipe Miocic stóð af sér erfiðleika í fyrstu lotu og vann allar loturnar. Miocic tók Ngannou nokkrum sinnum niður í bardaganum og var Ngannou gjörsamlega uppgefinn í 3. lotu. Lítil ógn var af Ngannou í tveimur síðustu lotunum og sigldi Miocic þessu örugglega heim og vann allar fimm loturnar. Með sigrinum varð Miocic sá fyrsti til að verja þungavigtartitilinn oftar en tvisvar og var því um sögulegan sigur að ræða.Daniel Cormier mætti Volkan Oezdemir í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Oezdemir byrjaði bardagann fjörlega en þegar leið á 1. lotuna tók Cormier áskorandann í gólfið. Cormier var nálægt því að klára bardagann með hengingu í 1. lotu en bjallan bjargaði Oezdemir. Cormier gerði því það sama í 2. lotu – tók Oezdemir niður og komst í yfirburðarstöðu. Þar var Oezdemir bjargarlaus og lét Cormier mörg högg dynja á Oezdemir þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Öruggur sigur hjá Cormier og vörðu því báðir meistararnir beltin sín í nótt. Bardagakvöldið var nokkuð skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30
Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15