Upphitun: Mercedes getur tryggt sér titil bílasmiða Bragi Þórðarson skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Ferrari og Mercedes berjast meðal annars um titliinn vísir/getty Lewis Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í mexíkóska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Lið hans, Mercedes, getur tryggt sér titil bílasmiða um helgina er brasilíski kappaksturinn fer fram á Interlagos brautinni. Brautin fær nafn sitt eftir hverfinu Interlagos í Sao Paulo og keppt hefur verið þar síðan 1972. McLaren er sigursælasta liðið í Brasilíu, þá aðalega þökk sé þeim Alain Prost og Ayrton Senna sem voru algjörlega óstöðvandi frá árunum 1985 til 1991. Áhorfendurnir í Sao Paulo eru þeir allra ástríðufyllstu og er stemningin á brautinni algjörlega einstök. Veðrið hefur einnig oft spilað stóra rullu í Brasilíu þar sem erfitt er að spá fyrir um hvar og hvenær rignir.Þessi magnaði kappi er búinn að tryggja sér titilinn.vísir/gettyEnnþá barátta um titil bílasmiða Mercedes liðið er 55 stigum á undan Ferrari þegar tvær keppnir eru eftir. Því verður ítalska liðið að ná að minnsta kosti 12 stigum meira en Mercedes um helgina. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vinna bara ökumannstitilinn, við ætlum að vinna báða titla," sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes, í vikunni. Hann bætti við að liðið er mjög ósátt með árangur sinn í Mexíkó og ætlar að bæta upp fyrir það um helgina. Ferrari liðið hefur náð mjög góðum árangri í síðustu keppnum og er ljóst að bílar liðsins eru hraðari en bílar Mercedes um þessar mundir. Takist Ferrari að halda lífi í slagnum um titilinn myndi það setja mikla pressu á Mercedes fyrir lokakeppni tímabilsins. Kappakstur helgarinnar, æfingar og tímatökur verða allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 17 á sunnudag. Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í mexíkóska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Lið hans, Mercedes, getur tryggt sér titil bílasmiða um helgina er brasilíski kappaksturinn fer fram á Interlagos brautinni. Brautin fær nafn sitt eftir hverfinu Interlagos í Sao Paulo og keppt hefur verið þar síðan 1972. McLaren er sigursælasta liðið í Brasilíu, þá aðalega þökk sé þeim Alain Prost og Ayrton Senna sem voru algjörlega óstöðvandi frá árunum 1985 til 1991. Áhorfendurnir í Sao Paulo eru þeir allra ástríðufyllstu og er stemningin á brautinni algjörlega einstök. Veðrið hefur einnig oft spilað stóra rullu í Brasilíu þar sem erfitt er að spá fyrir um hvar og hvenær rignir.Þessi magnaði kappi er búinn að tryggja sér titilinn.vísir/gettyEnnþá barátta um titil bílasmiða Mercedes liðið er 55 stigum á undan Ferrari þegar tvær keppnir eru eftir. Því verður ítalska liðið að ná að minnsta kosti 12 stigum meira en Mercedes um helgina. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vinna bara ökumannstitilinn, við ætlum að vinna báða titla," sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes, í vikunni. Hann bætti við að liðið er mjög ósátt með árangur sinn í Mexíkó og ætlar að bæta upp fyrir það um helgina. Ferrari liðið hefur náð mjög góðum árangri í síðustu keppnum og er ljóst að bílar liðsins eru hraðari en bílar Mercedes um þessar mundir. Takist Ferrari að halda lífi í slagnum um titilinn myndi það setja mikla pressu á Mercedes fyrir lokakeppni tímabilsins. Kappakstur helgarinnar, æfingar og tímatökur verða allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 17 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti