Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 12:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er á meðal frummælenda á fundinum. Vísir/Vilhelm Um 400 manns eru skráðir á Umhverfisþing sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag og hafa aldrei jafn margir skráð sig á þingið. Þetta er í ellefta sinn sem umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til Umhverfisþings. Að þessu sinni fjallar þingið annars vegar um nýja sýn og nýja nálgun í náttúruvernd og hins vegar um þjóðgarð á miðhálendinu og tækifærin fram undan. Á þinginu verður meðal annars kynnt ný, viðamikil rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á efnahagsáhrifum friðlýstra svæða en rannsóknin er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. Bóndi á Vesturlandi segir frá því hvernig landbúnaður og friðlýsingar geta haldist í hendur. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á viðhorfum almennings til þjóðgarðs á miðhálendinu sem og viðhorfum ferðamanna til miðhálendisins. Formaður nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs kynnir starf nefndarinnar og fulltrúar ungu kynslóðarinnar segja frá upplifun sinni af íslenskri náttúru. Þrír erlendir gestir flytja erindi á þinginu: Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature mun fjalla um verndarflokka IUCN og mismunandi eðli friðlýsinga; Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá USA National Park Service fjallar um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum og Chris Burkard, útivistarljósmyndari og TED-fyrirlesari með meiru segir frá upplifun sinni af miðhálendi Íslands. Streymt verður beint frá þinginu og má sjá beina útsendingu hér að neðan frá klukkan 13:00. Þá má sjá dagskrána þar fyrir neðan.Dagskrá Aukin umræða hefur verið um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif friðlýsinga og hvernig þær geta falið í sér tækifæri fyrir byggðaþróun og atvinnulíf nærsamfélaga. Fyrri hluti þingsins mun fjalla um þessi mál.13.00 Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra13.10 Fulltrúar unga fólksins Sigurður Jóhann Helgason og Anna Ragnarsdóttir Pedersen13:20 Verndarflokkar IUCN: Hvað fela þeir í sér? Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature (IUCN) Nánar13:45 Efnahagsáhrif friðlýstra svæða Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlindafræðingur kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar.14:00 Samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum Lizzie Watts, USA National Park Service Nánar14:25 Náttúruvernd og efling byggða Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. 14:40 Náttúruvernd og landbúnaður Ragnhildur Helga Jónsdóttir, bóndi og umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands.KaffihléÞjóðgarður á miðhálendinu: tækifærin framundan Tillaga um miðhálendisþjóðgarð er nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. En í hverju fælist sérstæða þjóðgarðsins? Hver er afstaða almennings til hugmyndarinnar og hvað segir ferðafólk um miðhálendið?15:20 Starf þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs Óli Halldórsson, formaður15:35 Viðhorf ferðamanna á miðhálendinu Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ15:50 Viðhorf almennings og félagasamtaka til þjóðgarðs á miðhálendinu Michaël Bishop, landfræðingur við HÍ kynnir nýja rannsókn16:05 Upplifun af miðhálendi Íslands Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari Nánar16:30 Pallborðsumræður - umræður um miðhálendisþjóðgarðÞingslit og léttar veitingarÞingforseti: Björg MagnúsdóttirErlendir fyrirlesarar flytja erindi sín á ensku Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Um 400 manns eru skráðir á Umhverfisþing sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag og hafa aldrei jafn margir skráð sig á þingið. Þetta er í ellefta sinn sem umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til Umhverfisþings. Að þessu sinni fjallar þingið annars vegar um nýja sýn og nýja nálgun í náttúruvernd og hins vegar um þjóðgarð á miðhálendinu og tækifærin fram undan. Á þinginu verður meðal annars kynnt ný, viðamikil rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á efnahagsáhrifum friðlýstra svæða en rannsóknin er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. Bóndi á Vesturlandi segir frá því hvernig landbúnaður og friðlýsingar geta haldist í hendur. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á viðhorfum almennings til þjóðgarðs á miðhálendinu sem og viðhorfum ferðamanna til miðhálendisins. Formaður nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs kynnir starf nefndarinnar og fulltrúar ungu kynslóðarinnar segja frá upplifun sinni af íslenskri náttúru. Þrír erlendir gestir flytja erindi á þinginu: Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature mun fjalla um verndarflokka IUCN og mismunandi eðli friðlýsinga; Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá USA National Park Service fjallar um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum og Chris Burkard, útivistarljósmyndari og TED-fyrirlesari með meiru segir frá upplifun sinni af miðhálendi Íslands. Streymt verður beint frá þinginu og má sjá beina útsendingu hér að neðan frá klukkan 13:00. Þá má sjá dagskrána þar fyrir neðan.Dagskrá Aukin umræða hefur verið um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif friðlýsinga og hvernig þær geta falið í sér tækifæri fyrir byggðaþróun og atvinnulíf nærsamfélaga. Fyrri hluti þingsins mun fjalla um þessi mál.13.00 Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra13.10 Fulltrúar unga fólksins Sigurður Jóhann Helgason og Anna Ragnarsdóttir Pedersen13:20 Verndarflokkar IUCN: Hvað fela þeir í sér? Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature (IUCN) Nánar13:45 Efnahagsáhrif friðlýstra svæða Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlindafræðingur kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar.14:00 Samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum Lizzie Watts, USA National Park Service Nánar14:25 Náttúruvernd og efling byggða Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. 14:40 Náttúruvernd og landbúnaður Ragnhildur Helga Jónsdóttir, bóndi og umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands.KaffihléÞjóðgarður á miðhálendinu: tækifærin framundan Tillaga um miðhálendisþjóðgarð er nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. En í hverju fælist sérstæða þjóðgarðsins? Hver er afstaða almennings til hugmyndarinnar og hvað segir ferðafólk um miðhálendið?15:20 Starf þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs Óli Halldórsson, formaður15:35 Viðhorf ferðamanna á miðhálendinu Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ15:50 Viðhorf almennings og félagasamtaka til þjóðgarðs á miðhálendinu Michaël Bishop, landfræðingur við HÍ kynnir nýja rannsókn16:05 Upplifun af miðhálendi Íslands Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari Nánar16:30 Pallborðsumræður - umræður um miðhálendisþjóðgarðÞingslit og léttar veitingarÞingforseti: Björg MagnúsdóttirErlendir fyrirlesarar flytja erindi sín á ensku
Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira