Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 09:56 Kaupin á WOW verða í forgrunni á hlutahafafundi Icelandair í lok mánaðarins. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. Fundurinn mun fara fram þann 30. nóvember næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica og verða þrjú mál á efnisskránni, sem fela meðal annars í sér heimild til að auka hlutafé Icelandair um næstum milljarð króna að nafnvirði til að fjármagna kaupin. Í tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í gærkvöldi er fyrirhuguð dagskrá hluthafafundarins kynnt í þremur liðum: Sú fyrsta er tillaga um samþykki hluthafafundar á kaupum félagsins á öllu hlutafé WOW air hf. Þrátt fyrir að Icelandair hafi undirritað kaupsamning eru viðskiptin háð samþykki hluthafafundar félagsins. Eðli málsins samkvæmt verður því lögð fram tillaga á fundinum um samþykki hluthafanna. Annað mál á dagskrá er tillaga um að stjórn Icelandair Group fái heimild til að auka hlutafé í félaginu um næstum 335 milljónir króna að nafnvirði „með áskrift nýrra hluta“ í félaginu. Útboðsgengið mun koma til með að ráðast af kaupsamningi WOW og Icelandair. Þriðji og síðasti dagskrárliðurinn lýtur að því að veita stjórn Icelandair Group heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 625 milljónir króna og selja í útboði. Stefnt er að því að hlutirnir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim aðilum til kaups sem eru hluthafar í félaginu í dagslok 30. nóvember næstkomandi, daginn sem hluthafafundurinn fer fram. Fallist hluthafafundurinn á tillögurnar þrjár mun hlutafjáraukningin vegna kaupa Icelandair á WOW því nema um 960 milljónum króna. Ef og þegar samþykki fundarins liggur fyrir þarf eftir sem áður samþykki Samkeppniseftirlitsins sem og niðurstöðu úr áreiðanleikakönnun til að kaupin gangi í gegn. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. Fundurinn mun fara fram þann 30. nóvember næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica og verða þrjú mál á efnisskránni, sem fela meðal annars í sér heimild til að auka hlutafé Icelandair um næstum milljarð króna að nafnvirði til að fjármagna kaupin. Í tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í gærkvöldi er fyrirhuguð dagskrá hluthafafundarins kynnt í þremur liðum: Sú fyrsta er tillaga um samþykki hluthafafundar á kaupum félagsins á öllu hlutafé WOW air hf. Þrátt fyrir að Icelandair hafi undirritað kaupsamning eru viðskiptin háð samþykki hluthafafundar félagsins. Eðli málsins samkvæmt verður því lögð fram tillaga á fundinum um samþykki hluthafanna. Annað mál á dagskrá er tillaga um að stjórn Icelandair Group fái heimild til að auka hlutafé í félaginu um næstum 335 milljónir króna að nafnvirði „með áskrift nýrra hluta“ í félaginu. Útboðsgengið mun koma til með að ráðast af kaupsamningi WOW og Icelandair. Þriðji og síðasti dagskrárliðurinn lýtur að því að veita stjórn Icelandair Group heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 625 milljónir króna og selja í útboði. Stefnt er að því að hlutirnir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim aðilum til kaups sem eru hluthafar í félaginu í dagslok 30. nóvember næstkomandi, daginn sem hluthafafundurinn fer fram. Fallist hluthafafundurinn á tillögurnar þrjár mun hlutafjáraukningin vegna kaupa Icelandair á WOW því nema um 960 milljónum króna. Ef og þegar samþykki fundarins liggur fyrir þarf eftir sem áður samþykki Samkeppniseftirlitsins sem og niðurstöðu úr áreiðanleikakönnun til að kaupin gangi í gegn.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30