Innlent

Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið en það er alveg ónýtt.
Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið en það er alveg ónýtt. Vísir/Egill
Héraðsdómur Suðurlands samþykkti í morgun kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að karlmaður fæddur árið 1965 skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Lögregla fór fram á gæsluvarðhaldið í gær en dómari gaf sér frest til klukkan 11:30 í dag til að taka ákvörðun.

Maðurinn er grunaður um aðild að bruna við Kirkjuveg 18 á Selfossi þann 31. október síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglunni í gær segir að uppi sé rökstuddur grunur um að maðurinn hafi valdið eldsvoðanum þar sem tvennt lést.

Kona sem einnig sætti gæsluvarðhaldi vegna sama máls er nú í skýrslutöku hjá lögreglu. Landsréttur felldi á þriðjudag úr gildi gæsluvarðhald yfir konunni en hún afplánar nú fangelsisrefsingu vegna eldri dóms.


Tengdar fréttir

Eldsupptök talin vera af mannavöldum

Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×