Manfred Weber verður forsetaefni evrópskra hægrimanna Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2018 11:41 Manfred Weber hefur gegnt embætti þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu frá 2014. Getty/Bloomberg Hægrimenn á Evrópuþinginu ákváðu í dag að Þjóðverjinn Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins (EPP), skyldi verða kandídat þeirra þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins ákveður hver skuli verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. Jean Claude Juncker hyggst láta af embættinu eftir kosningarnar sem fram fara í maí 2019. Fulltrúar flokkanna, sem eiga aðild að EPP á Evrópuþinginu, komu saman í Helsinki og greiddu í dag atkvæði um hver skyldi verða þeirra forsetaefni þeirra. Stóð valið milli Weber og Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Weber hlaut örugga kosningu, 492 atkvæði gegn 127 atkvæðum Stubb.Alexander Stubb og Manfred Weber.Getty/BloombergStefnir í að EPP verði áfram stærsturEvrópski þjóðarflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu og benda skoðanakannanir til að líklegt sé að EPP, sem er hreyfing hægriflokka og kristilegra demókrata í Evrópuþinginu, muni áfram verða stærstir á Evrópuþinginu eftir kosningar. Jafnvel að samstaða hafi náðst um Weber innan EPP og flokkurinn verði stærstur á Evrópuþingi, er þó á engan hátt víst að hann taki við af Juncker. Ástæðan er sú að margir leiðtogar aðildarríkjanna eru andsnúnir þeirri kröfu Evrópuþingsins að leiðtogaráðið verði að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar úr hópi þeirra kandídata sem flokkarnir á þinginu koma sér saman um til að tilnefna. Leiðtogaráðinu er þó ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins við val á næsta forseta. Hinn 46 ára Weber er frá Bæjaralandi og er meðlimur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004 og verið leiðtogi þingflokks EPP á Evrópuþinginu frá 2014.Timmermans kandídat JafnaðarmannaÞinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Hollendingnum Frans Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Evrópusambandið Finnland Norðurlönd Þýskaland Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Hægrimenn á Evrópuþinginu ákváðu í dag að Þjóðverjinn Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins (EPP), skyldi verða kandídat þeirra þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins ákveður hver skuli verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. Jean Claude Juncker hyggst láta af embættinu eftir kosningarnar sem fram fara í maí 2019. Fulltrúar flokkanna, sem eiga aðild að EPP á Evrópuþinginu, komu saman í Helsinki og greiddu í dag atkvæði um hver skyldi verða þeirra forsetaefni þeirra. Stóð valið milli Weber og Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Weber hlaut örugga kosningu, 492 atkvæði gegn 127 atkvæðum Stubb.Alexander Stubb og Manfred Weber.Getty/BloombergStefnir í að EPP verði áfram stærsturEvrópski þjóðarflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu og benda skoðanakannanir til að líklegt sé að EPP, sem er hreyfing hægriflokka og kristilegra demókrata í Evrópuþinginu, muni áfram verða stærstir á Evrópuþinginu eftir kosningar. Jafnvel að samstaða hafi náðst um Weber innan EPP og flokkurinn verði stærstur á Evrópuþingi, er þó á engan hátt víst að hann taki við af Juncker. Ástæðan er sú að margir leiðtogar aðildarríkjanna eru andsnúnir þeirri kröfu Evrópuþingsins að leiðtogaráðið verði að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar úr hópi þeirra kandídata sem flokkarnir á þinginu koma sér saman um til að tilnefna. Leiðtogaráðinu er þó ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins við val á næsta forseta. Hinn 46 ára Weber er frá Bæjaralandi og er meðlimur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004 og verið leiðtogi þingflokks EPP á Evrópuþinginu frá 2014.Timmermans kandídat JafnaðarmannaÞinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Hollendingnum Frans Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu.
Evrópusambandið Finnland Norðurlönd Þýskaland Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22
Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18