Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2018 11:22 Páll Magnússon hellti sér yfir Pírata í gær fyrir að þjófkenna Ásmund Friðriksson. Björn Leví segir Pál vera að biðja um það hið sama og fyrirspurn hans snýst um: Að akstursstyrkir Ásmundar verði rannsakaðir. „Erindi mitt til forsætisnefndar snýst reyndar um það að ásakanir mínar verði rannsakaðar,“ segir Björn Levi Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni í morgun. Óhætt er að segja að full óvildi ríki milli Sjálfstæðismanna og Pírata á þinginu. Lá við að uppúr syði í gær en þá steig Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í pontu og sagði óboðlegt með öllu að þingmenn væru að þjófkenna samþingmenn sína. Hann er þar að vísa til fyrirspurna Björns Levís sem snúa að akstursstyrk Ásmundar Friðrikssonar. Vísir greindi frá þessu á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppúr sýður milli þingmanna þessara flokka en fyrr á þessu ári sakaði Ásmundur sjálfur Pírata um lítilmannlega umræðu, en þá snéri hin meinta lítilmennska Pírata að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. „Skemmtilegt að fá svona stuðning frá Sjálfstæðisþingmönnum. Þeir skilja greinilega hversu alvarlegt mál þetta er,“ segir Björn Leví en fer þó ekki öllu lengra með að hafa málið í flimtingum. En Páll Magnússon birti þrumuræðu sína á Facebooksíðu sinni í gær.„Allt í lagi, þetta var kannski ekki nákvæmlega það sem Páll Magnússon meinti en afleiðingin er sú sama. Ef það er skoðað hvort ásökunin mín sé innihaldslaus eða ekki er á sama tíma verið að skoða hvort Ásmundur Friðriksson hafi brotið gegn lögun og reglum um starfskostnað.“Hlakkar til að heyra rökstuðninginn Björn Leví vitnar til einnar af mörgum fréttum Vísis af akstursstyrkjamálinu en þar var Ásmundur styrkjakóngur. Sú frétt fjallar um hugsanlega samþættingu dagskrárgerðar Ásmundar fyrir ÍNN og svo þingstarfa. „Ef einhver ætlar að segja að það sé hluti af þingstörfunum að láta mynda sig í ferð um kjördæmið þá hlakka ég til þess að heyra þann rökstuðning. Einnig hlakka ég til þess að sjá öll þau fundarboð sem þurfa sannanlega að vera til staðar sem gögn fyrir endurgreiðslu aksturskostnaðar.“Enn er sótt hart af hinum mjög svo duglega Ásmundi vegna aksturspeninga. Páll Magnússon hefur nú risið upp félaga sínum til varnar.Björn Leví vitnar í reglur þar að lútandi: „Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé vegalengd á fundarstað a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð“.Telst varla til þingstarfa að skreppa í kaffi Þingmaður Pírata segir að það geti ekki verið nóg að skreppa í kaffi og það teljist þá „fundur með þingmanni“ og heyri þar með til þingstarfa. „Það getur ekki staðist að þingið sé rukkað um þær upphæðir sem um ræðir á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar. Kosningabarátta er ekki endurgreiðanleg af Alþingi. Það verður áhugavert að sjá hvað forsætisnefnd gerir í málinu. Hversu góð verður rannsóknin? Verður hún hvítþvottur eða verður rannsóknin óvéfengjanleg,“ segir Björn Leví og bætir því við að hann treysti fáum betur en samflokksmanni sínum Jóni Þór Ólafssyni til að fygljast með því í forsætisnefnd. Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
„Erindi mitt til forsætisnefndar snýst reyndar um það að ásakanir mínar verði rannsakaðar,“ segir Björn Levi Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni í morgun. Óhætt er að segja að full óvildi ríki milli Sjálfstæðismanna og Pírata á þinginu. Lá við að uppúr syði í gær en þá steig Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í pontu og sagði óboðlegt með öllu að þingmenn væru að þjófkenna samþingmenn sína. Hann er þar að vísa til fyrirspurna Björns Levís sem snúa að akstursstyrk Ásmundar Friðrikssonar. Vísir greindi frá þessu á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppúr sýður milli þingmanna þessara flokka en fyrr á þessu ári sakaði Ásmundur sjálfur Pírata um lítilmannlega umræðu, en þá snéri hin meinta lítilmennska Pírata að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. „Skemmtilegt að fá svona stuðning frá Sjálfstæðisþingmönnum. Þeir skilja greinilega hversu alvarlegt mál þetta er,“ segir Björn Leví en fer þó ekki öllu lengra með að hafa málið í flimtingum. En Páll Magnússon birti þrumuræðu sína á Facebooksíðu sinni í gær.„Allt í lagi, þetta var kannski ekki nákvæmlega það sem Páll Magnússon meinti en afleiðingin er sú sama. Ef það er skoðað hvort ásökunin mín sé innihaldslaus eða ekki er á sama tíma verið að skoða hvort Ásmundur Friðriksson hafi brotið gegn lögun og reglum um starfskostnað.“Hlakkar til að heyra rökstuðninginn Björn Leví vitnar til einnar af mörgum fréttum Vísis af akstursstyrkjamálinu en þar var Ásmundur styrkjakóngur. Sú frétt fjallar um hugsanlega samþættingu dagskrárgerðar Ásmundar fyrir ÍNN og svo þingstarfa. „Ef einhver ætlar að segja að það sé hluti af þingstörfunum að láta mynda sig í ferð um kjördæmið þá hlakka ég til þess að heyra þann rökstuðning. Einnig hlakka ég til þess að sjá öll þau fundarboð sem þurfa sannanlega að vera til staðar sem gögn fyrir endurgreiðslu aksturskostnaðar.“Enn er sótt hart af hinum mjög svo duglega Ásmundi vegna aksturspeninga. Páll Magnússon hefur nú risið upp félaga sínum til varnar.Björn Leví vitnar í reglur þar að lútandi: „Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé vegalengd á fundarstað a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð“.Telst varla til þingstarfa að skreppa í kaffi Þingmaður Pírata segir að það geti ekki verið nóg að skreppa í kaffi og það teljist þá „fundur með þingmanni“ og heyri þar með til þingstarfa. „Það getur ekki staðist að þingið sé rukkað um þær upphæðir sem um ræðir á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar. Kosningabarátta er ekki endurgreiðanleg af Alþingi. Það verður áhugavert að sjá hvað forsætisnefnd gerir í málinu. Hversu góð verður rannsóknin? Verður hún hvítþvottur eða verður rannsóknin óvéfengjanleg,“ segir Björn Leví og bætir því við að hann treysti fáum betur en samflokksmanni sínum Jóni Þór Ólafssyni til að fygljast með því í forsætisnefnd.
Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
„Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19