Átökum milli gamalla félaga lýst sem skilnaðarrifrildi á þinginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. nóvember 2018 06:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Eyþór Þingmenn Miðflokks sökuðu Framsóknarflokk um að stela frumvarpi á þingfundi í gær. Framsóknarmenn telja á móti að málið hafi upphaflega verið frá þeim. Umrætt frumvarp er um breytingu á búvörulögum sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér samráð til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Breytingin er nær samhljóða grein í frumvarpi sem Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokksmaður en þá Framsóknarmaður, lagði fram í fyrra. „Í október sagði [Gunnar Bragi] að von væri á þessu máli aftur. Fáeinum dögum síðar birtist frá Framsóknarflokknum frumvarp sem er nánast orðrétt frumvarp [hans] nema nú er hann ekki skráður fyrir því,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Allir vildu Lilju kveðið hafa. […] Þó [Gunnar Bragi] hafi skipt um kápu þá er þetta Framsóknarmál og þó hann hafi nefnt það í ræðu þá gerði Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknar, það líka,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar. Öðrum þingmönnum var nokkuð skemmt yfir þessu skilnaðarrifrildi og voru flokkarnir tveir ítrekað uppnefndir Framsóknarflokkur eitt og tvö. Þó bentu nokkrir á það að sú hefð væri á þingi að ef leggja ætti fram frumvarp sem annar hafði lagt fram áður þá væri haft samráð við fyrri flutningsmann og þess getið að áþekkt frumvarp hafi verið lagt fram á fyrra þingi. „Það er spurning hvort forseti Alþingis beiti sér ekki fyrir því að komið verði á sáttaferli milli Framsóknarflokks eitt og Framsóknarflokks tvö svo við börnin þurfum ekki að fylgjast með foreldrunum rífast,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Þingmenn Miðflokks sökuðu Framsóknarflokk um að stela frumvarpi á þingfundi í gær. Framsóknarmenn telja á móti að málið hafi upphaflega verið frá þeim. Umrætt frumvarp er um breytingu á búvörulögum sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér samráð til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Breytingin er nær samhljóða grein í frumvarpi sem Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokksmaður en þá Framsóknarmaður, lagði fram í fyrra. „Í október sagði [Gunnar Bragi] að von væri á þessu máli aftur. Fáeinum dögum síðar birtist frá Framsóknarflokknum frumvarp sem er nánast orðrétt frumvarp [hans] nema nú er hann ekki skráður fyrir því,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Allir vildu Lilju kveðið hafa. […] Þó [Gunnar Bragi] hafi skipt um kápu þá er þetta Framsóknarmál og þó hann hafi nefnt það í ræðu þá gerði Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknar, það líka,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar. Öðrum þingmönnum var nokkuð skemmt yfir þessu skilnaðarrifrildi og voru flokkarnir tveir ítrekað uppnefndir Framsóknarflokkur eitt og tvö. Þó bentu nokkrir á það að sú hefð væri á þingi að ef leggja ætti fram frumvarp sem annar hafði lagt fram áður þá væri haft samráð við fyrri flutningsmann og þess getið að áþekkt frumvarp hafi verið lagt fram á fyrra þingi. „Það er spurning hvort forseti Alþingis beiti sér ekki fyrir því að komið verði á sáttaferli milli Framsóknarflokks eitt og Framsóknarflokks tvö svo við börnin þurfum ekki að fylgjast með foreldrunum rífast,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira