Meint skipulagssvik og trójuhesturinn frægi Ólafur Ingi Tómasson skrifar 7. nóvember 2018 18:45 Guðmundur Ingi Markússon skrifar grein í Fréttablaðið sem hann nefnir „Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði“. Þar sem fullyrt er að meirihluti bæjarstjórnar og þá flestir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði og ekki síður hafnarstjórn hafi svikið íbúalýðræðið með því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Blandar Guðmundur skipulagi við Fornubúðir 5 inn í þá umræðu. Vísað er í fögur fyrirheit frá undirrituðum frá janúar 2015 og að sáttin sé fyrir bý. Einnig er vísað í grein undirritaðs í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. og því sem þar kemur fram er snúið upp á skipulag Fornubúða 5.Þröngsýni og staðreyndavillur Guðmundur sleppir (líklega þar sem það hentar málstaðnum) að geta þess að í janúar 2015 var skipulagssvæðið bundið við Flensborgarkvosina. Á síðari stigum var svæðið stækkað út verulega. Keppnislýsing var samþykkt, dómnefnd skipuð og efnt til hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. sæti.Guðmundur skrifar í grein sinni: „Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings:“„Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“„Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð“„Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð“Það sem ekki er nefnt hér að í keppnislýsingunni er opnað á íbúðarbyggð á skipulagssvæðinu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð eins og greinarhöfundi er fullkunnugt um.Ef þetta er skoðað betur í samhengi við skipulagssvæði allt (ekki bara Fornubúðir 5) þá mætti Guðmundur t.d. segja okkur hvað sé lágreist byggð? Hvað er aðliggjandi byggð? Eins og áður sagði þá var skipulagssvæðið stækkað verulega, nú nær það að Stapagötu, þar er aðliggjandi byggð klárlega Skipalónið með sínar 7 hæðir séð frá Hvaleyrarbraut, við Óseyrarbrautina má segja að aðliggjandi byggð sé einnig Skipalónið, einnig má nefna Cuxhavengötu 1, 5 hæðir og byggingu Ísfells svo eitthvað sé nefnt. Við Suðurbakka má horfa til Norðurbakkans á sama hátt og greinarhöfundur horfir til Suðurgötu.Hér er samanburður á skipulagssvæðinu sem var til umræðu í janúar 2015 og það sem var samþykkt 2016.Mótmælendur og trójuhesturinn Að lokum skrifar Guðmundur:„Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins.“Í þessu samhengi vil ég benda á niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar þar sem víða er að finna í hugmyndum höfunda 4-5 hæða hús en lítið byggingarmagn í Flensborgarkvosinni. Svo að lokum þar sem Hafró er dregin inn í þessi dapurlegu skrif, þá eins og greinarhöfundur veit féll skipulag Fornubúða 5 ekki á hæð byggingarinnar heldur á því að sá sem kærði gerði athugasemd við að Hafrannsóknarstofnun færi inn á hafnarsvæðið og ætti ekki heima þar.Úrskurðanefndin tók undir áhyggjur kæranda um að verið væri að hleypa Hafró inn á hafnarsvæðið. Sama er hvort starfsemi Hafró kæmi til með að vera á einni hæð eða fimm, niðurstaðan hefði verið sú sama. Trójuhesturinn var í tilfelli þess sem kærði skipulagið með Hafró um borð í hestinum fræga.Hér er hægt að sjá allt um hugmyndasamkeppnina.Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Skoðun Tengdar fréttir Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. 7. nóvember 2018 07:00 Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim. 1. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Markússon skrifar grein í Fréttablaðið sem hann nefnir „Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði“. Þar sem fullyrt er að meirihluti bæjarstjórnar og þá flestir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði og ekki síður hafnarstjórn hafi svikið íbúalýðræðið með því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Blandar Guðmundur skipulagi við Fornubúðir 5 inn í þá umræðu. Vísað er í fögur fyrirheit frá undirrituðum frá janúar 2015 og að sáttin sé fyrir bý. Einnig er vísað í grein undirritaðs í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. og því sem þar kemur fram er snúið upp á skipulag Fornubúða 5.Þröngsýni og staðreyndavillur Guðmundur sleppir (líklega þar sem það hentar málstaðnum) að geta þess að í janúar 2015 var skipulagssvæðið bundið við Flensborgarkvosina. Á síðari stigum var svæðið stækkað út verulega. Keppnislýsing var samþykkt, dómnefnd skipuð og efnt til hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. sæti.Guðmundur skrifar í grein sinni: „Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings:“„Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“„Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð“„Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð“Það sem ekki er nefnt hér að í keppnislýsingunni er opnað á íbúðarbyggð á skipulagssvæðinu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð eins og greinarhöfundi er fullkunnugt um.Ef þetta er skoðað betur í samhengi við skipulagssvæði allt (ekki bara Fornubúðir 5) þá mætti Guðmundur t.d. segja okkur hvað sé lágreist byggð? Hvað er aðliggjandi byggð? Eins og áður sagði þá var skipulagssvæðið stækkað verulega, nú nær það að Stapagötu, þar er aðliggjandi byggð klárlega Skipalónið með sínar 7 hæðir séð frá Hvaleyrarbraut, við Óseyrarbrautina má segja að aðliggjandi byggð sé einnig Skipalónið, einnig má nefna Cuxhavengötu 1, 5 hæðir og byggingu Ísfells svo eitthvað sé nefnt. Við Suðurbakka má horfa til Norðurbakkans á sama hátt og greinarhöfundur horfir til Suðurgötu.Hér er samanburður á skipulagssvæðinu sem var til umræðu í janúar 2015 og það sem var samþykkt 2016.Mótmælendur og trójuhesturinn Að lokum skrifar Guðmundur:„Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins.“Í þessu samhengi vil ég benda á niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar þar sem víða er að finna í hugmyndum höfunda 4-5 hæða hús en lítið byggingarmagn í Flensborgarkvosinni. Svo að lokum þar sem Hafró er dregin inn í þessi dapurlegu skrif, þá eins og greinarhöfundur veit féll skipulag Fornubúða 5 ekki á hæð byggingarinnar heldur á því að sá sem kærði gerði athugasemd við að Hafrannsóknarstofnun færi inn á hafnarsvæðið og ætti ekki heima þar.Úrskurðanefndin tók undir áhyggjur kæranda um að verið væri að hleypa Hafró inn á hafnarsvæðið. Sama er hvort starfsemi Hafró kæmi til með að vera á einni hæð eða fimm, niðurstaðan hefði verið sú sama. Trójuhesturinn var í tilfelli þess sem kærði skipulagið með Hafró um borð í hestinum fræga.Hér er hægt að sjá allt um hugmyndasamkeppnina.Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar
Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. 7. nóvember 2018 07:00
Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim. 1. nóvember 2018 07:30
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar