Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2018 16:49 Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór Leiguverð Mathallar á Hlemmi var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent á fjölmiðla vegna frétta lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi.Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að fasteignasalarnir þrír séu löggiltir sem allir eru með mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni. Reykjavíkurborg heldur því fram að með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum. Leiguverðið hefði þar með tekið mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina. Fasteignasalarnir þrír eru Dan Valgarð S. Wiium, Geir Sigurðsson og Helgi Bjarnason.Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017.Vísir/VilhelmHúsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, sem hýsir Mathöllina, var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að umhverfi á Hlemmi þótti ekki vera borgarprýði á þeim tíma sem ákveðið var að breyta Hlemmi í Mathöll og þörf á að lyfta svæðinu upp. Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis.Vísir/VilhelmReykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir króna en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir króna. Félag atvinnurekenda vill meina að leiguverðið á Hlemmi sé alltof lágt, eða tæpar 2.300 krónur á fermetrann, og geti aldrei staðið undir kostnaði við breytingar á húsnæðinu. Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Leiguverð Mathallar á Hlemmi var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent á fjölmiðla vegna frétta lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi.Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að fasteignasalarnir þrír séu löggiltir sem allir eru með mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni. Reykjavíkurborg heldur því fram að með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum. Leiguverðið hefði þar með tekið mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina. Fasteignasalarnir þrír eru Dan Valgarð S. Wiium, Geir Sigurðsson og Helgi Bjarnason.Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017.Vísir/VilhelmHúsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, sem hýsir Mathöllina, var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að umhverfi á Hlemmi þótti ekki vera borgarprýði á þeim tíma sem ákveðið var að breyta Hlemmi í Mathöll og þörf á að lyfta svæðinu upp. Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis.Vísir/VilhelmReykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir króna en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir króna. Félag atvinnurekenda vill meina að leiguverðið á Hlemmi sé alltof lágt, eða tæpar 2.300 krónur á fermetrann, og geti aldrei staðið undir kostnaði við breytingar á húsnæðinu. Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði.
Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06