Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2018 16:49 Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór Leiguverð Mathallar á Hlemmi var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent á fjölmiðla vegna frétta lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi.Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að fasteignasalarnir þrír séu löggiltir sem allir eru með mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni. Reykjavíkurborg heldur því fram að með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum. Leiguverðið hefði þar með tekið mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina. Fasteignasalarnir þrír eru Dan Valgarð S. Wiium, Geir Sigurðsson og Helgi Bjarnason.Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017.Vísir/VilhelmHúsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, sem hýsir Mathöllina, var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að umhverfi á Hlemmi þótti ekki vera borgarprýði á þeim tíma sem ákveðið var að breyta Hlemmi í Mathöll og þörf á að lyfta svæðinu upp. Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis.Vísir/VilhelmReykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir króna en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir króna. Félag atvinnurekenda vill meina að leiguverðið á Hlemmi sé alltof lágt, eða tæpar 2.300 krónur á fermetrann, og geti aldrei staðið undir kostnaði við breytingar á húsnæðinu. Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Leiguverð Mathallar á Hlemmi var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent á fjölmiðla vegna frétta lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi.Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að fasteignasalarnir þrír séu löggiltir sem allir eru með mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni. Reykjavíkurborg heldur því fram að með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum. Leiguverðið hefði þar með tekið mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina. Fasteignasalarnir þrír eru Dan Valgarð S. Wiium, Geir Sigurðsson og Helgi Bjarnason.Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017.Vísir/VilhelmHúsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, sem hýsir Mathöllina, var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að umhverfi á Hlemmi þótti ekki vera borgarprýði á þeim tíma sem ákveðið var að breyta Hlemmi í Mathöll og þörf á að lyfta svæðinu upp. Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis.Vísir/VilhelmReykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir króna en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir króna. Félag atvinnurekenda vill meina að leiguverðið á Hlemmi sé alltof lágt, eða tæpar 2.300 krónur á fermetrann, og geti aldrei staðið undir kostnaði við breytingar á húsnæðinu. Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði.
Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06