Innlent

Farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um íkveikju

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá vettvangi brunans.
Frá vettvangi brunans. vísir/magnús hlynur
Lögreglan á Suðurlandi fór í dag fram á að maður sem grunaður er um aðild að bruna við Kirkjuveg 18 á Selfossi fyrir viku síðan sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Krafan er gerð á grundvelli almannahagsmuna en lögregla telur uppi rökstuddan grun um að maðurinn hafi valdið eldsvoðanum þar sem tvö létust.

Dómari tók sér frest til klukkan 11:30 á morgun til að kveða upp úrskurð um kröfuna.

Landsréttur felldi í gær úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem var handtekin vegna málsins ásamt manninum. Hún afplánar nú fangelsisrefsingu vegna eldri dóms en hefur enn stöðu sakbornings í málinu. Konan verður yfirheyrð á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×