Úr næstbestu deildinni í Lúxemborg og inn í besta lið NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 17:30 Alfonzo McKinnie. Vísir/Getty Alfonzo McKinnie er ein af óvæntustu stjörnunum í NBA-deildinni í byrjun tímabilsins en hann hefur komið skemmtilega inn í lið NBA-meistara Golden State Warriors. Það er ekki auðvelt að komast í þetta frábæra lið Golden State Warriors en Alfonzo McKinnie tókst það eftir að hafa unnið fyrir sínu sæti í æfingabúðum fyrir tímabilið. Alfonzo McKinnie er svo sannarlega að upplifa körfuboltadrauminn því fyrir aðeins tæpum þremur árum síðan þá var þessi skemmtilegi leikmaður að spila með einu lélegasta liðinu í næstbestu deildinni í Lúxemborg. Það eru ekki margir sem hafa komist svo hratt upp á toppinn á svo skömmum tíma en því náði Alfonzo McKinnie. New York Times fjallar um ævintýri þessa 26 ára gamla stráks sem fæddist í Chicago árið 1992.Not long ago, Alfonzo McKinnie of the Golden State Warriors was playing in Luxembourg. And not even in the first division. https://t.co/mwglDBpW4G — NYT Sports (@NYTSports) November 6, 2018 Vorið 2016 fylgdist Alfonzo McKinnie með Golden State Warriors spila í úrslitakeppnini en þá var hann á samningi hjá liði í Mexíkó þar sem hluti samningsins var 40 prósent afsláttur á sportbar. „Ég horfði á alla leiki og át örugglega allt sem var á matseðlinum,“ sagði Alfonzo McKinnie í léttum tón í viðtalinu.Alfonzo McKinnie sló fyrst fyrir alvöru í gegn með Golden State í sigri á Chicago Bulls eða í sama leik og Klay Thompson setti met í þriggja stiga körfum. McKinnie endaði með 19 stig og 10 fráköst í leiknum. McKinnie er 203 sentímetra framherji sem er góður íþróttamaður og hörku skytta. Hann hefur þannig skorað yfir einn þrist í leik í vetur og nýtt 60 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Alfonzo McKinnie er með 6,8 stig og 4,1 frákast á 14,7 mínútum í leik með Golden State Warriors í NBA í vetur. Tölur hans eru hinsvegar á uppleið því hann er með 11,0 stig og 6,0 fráköst að mðaltali í síðustu fimm leikjum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Alfonzo McKinnie fái áfram að spila þetta hlutverk hjá hinu frábæra liði Golden State Warriors. NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Alfonzo McKinnie er ein af óvæntustu stjörnunum í NBA-deildinni í byrjun tímabilsins en hann hefur komið skemmtilega inn í lið NBA-meistara Golden State Warriors. Það er ekki auðvelt að komast í þetta frábæra lið Golden State Warriors en Alfonzo McKinnie tókst það eftir að hafa unnið fyrir sínu sæti í æfingabúðum fyrir tímabilið. Alfonzo McKinnie er svo sannarlega að upplifa körfuboltadrauminn því fyrir aðeins tæpum þremur árum síðan þá var þessi skemmtilegi leikmaður að spila með einu lélegasta liðinu í næstbestu deildinni í Lúxemborg. Það eru ekki margir sem hafa komist svo hratt upp á toppinn á svo skömmum tíma en því náði Alfonzo McKinnie. New York Times fjallar um ævintýri þessa 26 ára gamla stráks sem fæddist í Chicago árið 1992.Not long ago, Alfonzo McKinnie of the Golden State Warriors was playing in Luxembourg. And not even in the first division. https://t.co/mwglDBpW4G — NYT Sports (@NYTSports) November 6, 2018 Vorið 2016 fylgdist Alfonzo McKinnie með Golden State Warriors spila í úrslitakeppnini en þá var hann á samningi hjá liði í Mexíkó þar sem hluti samningsins var 40 prósent afsláttur á sportbar. „Ég horfði á alla leiki og át örugglega allt sem var á matseðlinum,“ sagði Alfonzo McKinnie í léttum tón í viðtalinu.Alfonzo McKinnie sló fyrst fyrir alvöru í gegn með Golden State í sigri á Chicago Bulls eða í sama leik og Klay Thompson setti met í þriggja stiga körfum. McKinnie endaði með 19 stig og 10 fráköst í leiknum. McKinnie er 203 sentímetra framherji sem er góður íþróttamaður og hörku skytta. Hann hefur þannig skorað yfir einn þrist í leik í vetur og nýtt 60 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Alfonzo McKinnie er með 6,8 stig og 4,1 frákast á 14,7 mínútum í leik með Golden State Warriors í NBA í vetur. Tölur hans eru hinsvegar á uppleið því hann er með 11,0 stig og 6,0 fráköst að mðaltali í síðustu fimm leikjum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Alfonzo McKinnie fái áfram að spila þetta hlutverk hjá hinu frábæra liði Golden State Warriors.
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira