Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2018 14:15 Sævar Helgi Bragason segir að ekki sé seinna vænna fyrir ferðaþjónustuaðila eins og Birnu Mjöll Atladóttur að fara að huga að almyrkvanum. Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. Í ljós hefur komið að fáir staðir í heiminum eru betur staðsettir til þess að sjá almyrkva á sólu þann 12. ágúst það ár. Ekki er seinna vænna fyrir ferðaþjónustuaðila að hefja undirbúning fyrir komu ferðamanna til að sjá almyrkvann að mati Sævars Helga Bragasonar. „Þetta byrjaði í fyrra. Ég fékk bókun og ég hugsaði með mér: „Hvað er eiginlega í gangi?“ Ég hélt fyrst að þetta væri ættingi að hrekkja mig,“ segir Birna Mjöll í samtali við Vísi bókun um gistingu sem henni barst fyrir dagana 10-12. ágúst árið 2026. „Ég sagði bara því miður og sagði honum að senda honum póst eftir sex ár,“ segir Birna sem fór þá að velta fyrir sér hver gæti verið möguleg ástæða fyrir því að einhver vildi panta gistingu svona langt fram í tímann. Eftir leit á internetinu var líklegasta skýringin almyrkvinn árið 2026. „Svo gleymi ég þessari vitleysu og var ekkert að segja frá því að þetta var svo óraunverulegt,“ segir Birna. Þessu skaut svo aftur upp í huga Birnu þegar ferðamaður sem átti gistingu á hótelinu 12. ágúst síðastliðinn lét ekki sjá sig. „Þegar ég er að fletta upp bókuninni þá sé að hann hefur bókað fyrir árið 2026 en ég hef bókað hann á þessu ári,“ segir Birna. Í haust bættust svo við þrjár bókanir í viðbót, allar fyrir dagsetningarnar 10-12. ágúst árið 2026. Birna Mjöll Atladóttir og Keran St. Ólafsson reka ferðaþjónustu á Breiðavík.Mynd/Hótel Breiðavík Venjulega bara bókað tvö ár fram í tímann Birna segist ekki hafa samþykkt bókunina en sent viðkomandi skilaboð og beðið þá um að vera í sambandi þegar nær dregur enda bóki hún alla jafna ekki nema tvö ár fram í tímann. Ástæðan fyrir því er nokkuð einföld. Birna getur ekki treyst á öruggt netsamband og því er bókunarkerfið hennar ekki rafrænt. Bókanirnar eru handskráðar í sérstakar bækur fyrir hvert ár. Þar sem alla jafna sé ekki verið að bóka mörg ár fram í tímann er Birna með bækur fyrir næsta og þarnæsta ár á reiðum höndum en ekki mikið lengra það og alls ekki til ársins 2026. „Það er aldrei að vita nema ég fari að gera bók fyrir árið 2026,“ segir Birna. Gárungarnir hafa kallað Sævar Helga Sólmyrkva-Sævar eftir að hann stóð að því að gefa skólabörnum á Íslandi sólmyrkvagleraugu fyrir 3 árum.Vísir/Sævar Helgi Bragason Magnað sjónarspil sem margir munu vilja koma hingað til lands til að sjá Eftir ýmsu getur verið að slægjast fyrir fyrirhyggjusama ferðaþjónustuaðila enda almyrkvar á sólu vinsæl og sjaldgæf fyrirbæri. „Ísland verður besti staðurinn í heimi til þess að sjá þennan myrkva,“ segir Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og jarðfræðingur. Og ekki nóg með það að Ísland verði besti staðurinn þá verður hvergi betra en að vera við Látrabjarg, skammt frá þar sem Birna starfrækir Hótel Breiðavík. Myrkvinn verður í hámarki yfir hafinu skammt vestan Látrabjargs rétt fyrir klukkan sex síðdegis þann 12. ágúst 2026. Sævar Helgi bendir einnig á að vestasti hluti Látrabjargs og vestasti hluti Reykjaness séu einnig mjög vel staðsettir til þess að sjá almyrkvann. Frá sólmyrkvanum 2015. Mikill fjöldi varð vitni að honum.Vísir. „Því fyrr sem við getum byrjað að skipuleggja því betra. Allir svona myrkvar hvar sem þeir eru í heiminum laða til sín þúsundir manna og við getum búist við miklum fjölda til að sjá þennan myrkva,“ segir Sævar Helgi sem bendir á að yfirvöld þurfi einnig að hafa þetta í huga enda ljóst að ef margir ætli sér að flykkjast að Látrabjargi þennan dag þoli svæði mögulega ekki áganginn. Því þurfi að gera ráðstafanir með slíkt í huga á stöðum þar sem líklegt er að fólk muni fjölmenna á að til þess að verða vitni að almyrkvanum. Hann segist sjálfur hafa upplifað tvö almyrka og í bæði skiptin hafi hann tárast enda sé um eitthvað magnaðasta sjónarspil sem náttúran bjóði upp á. „Almyrkvar eru allra fallegasta sýning sem ég hef séð. Þetta er bara einstakt. Myndir lýsa þessu engan nógu vel,“ segir Sævar Helgi Almyrkvi hefur ekki sést hér á landi síðan 1954 en næsti almyrkvi eftir þann árið 2026 mun sjást hér á landi árið 2196. Hér að neðan má sjá myndband af deildarmyrkvanum sem sást hér á landi árið 2015 auk þess sem að nánar má fræðast um sólmyrkva á Stjörnufræðivefnum. Ferðamennska á Íslandi Vísindi Almyrkvi 12. ágúst 2026 Tunglið Sólin Tengdar fréttir Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. Í ljós hefur komið að fáir staðir í heiminum eru betur staðsettir til þess að sjá almyrkva á sólu þann 12. ágúst það ár. Ekki er seinna vænna fyrir ferðaþjónustuaðila að hefja undirbúning fyrir komu ferðamanna til að sjá almyrkvann að mati Sævars Helga Bragasonar. „Þetta byrjaði í fyrra. Ég fékk bókun og ég hugsaði með mér: „Hvað er eiginlega í gangi?“ Ég hélt fyrst að þetta væri ættingi að hrekkja mig,“ segir Birna Mjöll í samtali við Vísi bókun um gistingu sem henni barst fyrir dagana 10-12. ágúst árið 2026. „Ég sagði bara því miður og sagði honum að senda honum póst eftir sex ár,“ segir Birna sem fór þá að velta fyrir sér hver gæti verið möguleg ástæða fyrir því að einhver vildi panta gistingu svona langt fram í tímann. Eftir leit á internetinu var líklegasta skýringin almyrkvinn árið 2026. „Svo gleymi ég þessari vitleysu og var ekkert að segja frá því að þetta var svo óraunverulegt,“ segir Birna. Þessu skaut svo aftur upp í huga Birnu þegar ferðamaður sem átti gistingu á hótelinu 12. ágúst síðastliðinn lét ekki sjá sig. „Þegar ég er að fletta upp bókuninni þá sé að hann hefur bókað fyrir árið 2026 en ég hef bókað hann á þessu ári,“ segir Birna. Í haust bættust svo við þrjár bókanir í viðbót, allar fyrir dagsetningarnar 10-12. ágúst árið 2026. Birna Mjöll Atladóttir og Keran St. Ólafsson reka ferðaþjónustu á Breiðavík.Mynd/Hótel Breiðavík Venjulega bara bókað tvö ár fram í tímann Birna segist ekki hafa samþykkt bókunina en sent viðkomandi skilaboð og beðið þá um að vera í sambandi þegar nær dregur enda bóki hún alla jafna ekki nema tvö ár fram í tímann. Ástæðan fyrir því er nokkuð einföld. Birna getur ekki treyst á öruggt netsamband og því er bókunarkerfið hennar ekki rafrænt. Bókanirnar eru handskráðar í sérstakar bækur fyrir hvert ár. Þar sem alla jafna sé ekki verið að bóka mörg ár fram í tímann er Birna með bækur fyrir næsta og þarnæsta ár á reiðum höndum en ekki mikið lengra það og alls ekki til ársins 2026. „Það er aldrei að vita nema ég fari að gera bók fyrir árið 2026,“ segir Birna. Gárungarnir hafa kallað Sævar Helga Sólmyrkva-Sævar eftir að hann stóð að því að gefa skólabörnum á Íslandi sólmyrkvagleraugu fyrir 3 árum.Vísir/Sævar Helgi Bragason Magnað sjónarspil sem margir munu vilja koma hingað til lands til að sjá Eftir ýmsu getur verið að slægjast fyrir fyrirhyggjusama ferðaþjónustuaðila enda almyrkvar á sólu vinsæl og sjaldgæf fyrirbæri. „Ísland verður besti staðurinn í heimi til þess að sjá þennan myrkva,“ segir Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og jarðfræðingur. Og ekki nóg með það að Ísland verði besti staðurinn þá verður hvergi betra en að vera við Látrabjarg, skammt frá þar sem Birna starfrækir Hótel Breiðavík. Myrkvinn verður í hámarki yfir hafinu skammt vestan Látrabjargs rétt fyrir klukkan sex síðdegis þann 12. ágúst 2026. Sævar Helgi bendir einnig á að vestasti hluti Látrabjargs og vestasti hluti Reykjaness séu einnig mjög vel staðsettir til þess að sjá almyrkvann. Frá sólmyrkvanum 2015. Mikill fjöldi varð vitni að honum.Vísir. „Því fyrr sem við getum byrjað að skipuleggja því betra. Allir svona myrkvar hvar sem þeir eru í heiminum laða til sín þúsundir manna og við getum búist við miklum fjölda til að sjá þennan myrkva,“ segir Sævar Helgi sem bendir á að yfirvöld þurfi einnig að hafa þetta í huga enda ljóst að ef margir ætli sér að flykkjast að Látrabjargi þennan dag þoli svæði mögulega ekki áganginn. Því þurfi að gera ráðstafanir með slíkt í huga á stöðum þar sem líklegt er að fólk muni fjölmenna á að til þess að verða vitni að almyrkvanum. Hann segist sjálfur hafa upplifað tvö almyrka og í bæði skiptin hafi hann tárast enda sé um eitthvað magnaðasta sjónarspil sem náttúran bjóði upp á. „Almyrkvar eru allra fallegasta sýning sem ég hef séð. Þetta er bara einstakt. Myndir lýsa þessu engan nógu vel,“ segir Sævar Helgi Almyrkvi hefur ekki sést hér á landi síðan 1954 en næsti almyrkvi eftir þann árið 2026 mun sjást hér á landi árið 2196. Hér að neðan má sjá myndband af deildarmyrkvanum sem sást hér á landi árið 2015 auk þess sem að nánar má fræðast um sólmyrkva á Stjörnufræðivefnum.
Ferðamennska á Íslandi Vísindi Almyrkvi 12. ágúst 2026 Tunglið Sólin Tengdar fréttir Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25
Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00