Viðskipti innlent

Viðskipti með bréf Icelandair stöðvuð tímabundið

Samúel Karl Ólason skrifar
Ákvörðunin var tekin til að tryggja jafnræði fjárfesta og að allir hafi aðgang að sömu upplýsingum.
Ákvörðunin var tekin til að tryggja jafnræði fjárfesta og að allir hafi aðgang að sömu upplýsingum. Fréttablaðið/Ernir
Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í Kauphöllinni, skömmu áður en kaup félagsins á Wow Air voru gerð opinber. Ákvörðunin var tekin til að tryggja jafnræði fjárfesta og að allir hafi aðgang að sömu upplýsingum.

Í samtali við Mbl sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, að aðeins verði um klukkustundar stöðvun að ræða og viðskipti hefjist aftur klukkan 12:50 og þá með uppboði. Regluleg viðskipti hefjist að nýju klukkan 13:00.

Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin voru tilkynnt nú í morgun en þau eru meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Sjá einnig: Icelandair kaupir WOW air

Í tilkynningunni segir að félögin verði áfram rekin undir sömu vörumerkjum en sameiginleg markaðshlutdeild þeirra á markaðnum yfir Atlantshafið er um 3,8 prósent.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×