Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 06:00 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ósætti innan raða Pírata verður rætt á fundi flokksins í kvöld. Eineltisáætlun og áætlun um viðbrögð vegna kynferðislegrar áreitni verða ræddar og kosið um þær. Nokkrir hafa hætt í flokknum undanfarið og segja innra starf hans gróðrarstíu eineltis og slæmra samskipta. „Það er fólk sem hefur liðið illa innan flokksins og það hefur ekki verið tekist á við það. Það er stórt vandamál sem þarf að takast á við,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, Sindri Viborg, hefur sakað félaga sína um einelti í sinn garð og Atli Fanndal kosningastjóri segir flokkinn hafa formgert og styrkt einelti í flokknum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur þetta klassískt dæmi um það þegar fólki lendi saman og sé ekki sammála um hlutina. Hann dregur í efa að um einelti sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé innistæða fyrir svo stórum orðum,“ segir Björn Leví. „Fólk í fjölskyldum rífst, af hverju ætti það svo sem að vera óvanalegt að fólk í stjórnmálasamtökum rífist? Við erum hins vegar ekki komin með lausn á því þegar upp koma vandamál innan flokksins.“ Dóra Björt segir þetta hins vegar vanda sem þurfi að leysa. „Ég auðvitað horfi í eigin barm, hvort ég hefði getað gert meira til að koma í veg fyrir að þessi staða hefði komið upp og vil biðja það fólk afsökunar sem ég hefði getað stutt betur. Þetta er að einhverju leyti afleiðing þess flata strúktúrs sem við erum með þar sem ábyrgðin á því hver eigi að taka á svona málum er á reiki,“ segir Dóra Björt. „Við sem flokkur virðumst reyna að setja upp ný kerfi og ferli í staðinn fyrir að tala bara saman og leysa vandann.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Ósætti innan raða Pírata verður rætt á fundi flokksins í kvöld. Eineltisáætlun og áætlun um viðbrögð vegna kynferðislegrar áreitni verða ræddar og kosið um þær. Nokkrir hafa hætt í flokknum undanfarið og segja innra starf hans gróðrarstíu eineltis og slæmra samskipta. „Það er fólk sem hefur liðið illa innan flokksins og það hefur ekki verið tekist á við það. Það er stórt vandamál sem þarf að takast á við,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, Sindri Viborg, hefur sakað félaga sína um einelti í sinn garð og Atli Fanndal kosningastjóri segir flokkinn hafa formgert og styrkt einelti í flokknum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur þetta klassískt dæmi um það þegar fólki lendi saman og sé ekki sammála um hlutina. Hann dregur í efa að um einelti sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé innistæða fyrir svo stórum orðum,“ segir Björn Leví. „Fólk í fjölskyldum rífst, af hverju ætti það svo sem að vera óvanalegt að fólk í stjórnmálasamtökum rífist? Við erum hins vegar ekki komin með lausn á því þegar upp koma vandamál innan flokksins.“ Dóra Björt segir þetta hins vegar vanda sem þurfi að leysa. „Ég auðvitað horfi í eigin barm, hvort ég hefði getað gert meira til að koma í veg fyrir að þessi staða hefði komið upp og vil biðja það fólk afsökunar sem ég hefði getað stutt betur. Þetta er að einhverju leyti afleiðing þess flata strúktúrs sem við erum með þar sem ábyrgðin á því hver eigi að taka á svona málum er á reiki,“ segir Dóra Björt. „Við sem flokkur virðumst reyna að setja upp ný kerfi og ferli í staðinn fyrir að tala bara saman og leysa vandann.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27