Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 06:45 Næstu skref verður ákveðin þegar olían er farin úr skipinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Illa gekk að dæla olíu úr norska sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Dæling hófst síðdegis í gær en var hætt skömmu síðar þegar í ljós kom að tækin réðu ekki við verkið. Vonast er til að öll olía verði komin úr skipinu í dag en það er háð veðurskilyrðum. Skipið rak upp í hafnargarðinn eftir að hafa lent öfugum megin við hafnarmunnann. Skipið var á leið með sement í Helguvík og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fjórtán skipverjum þá um nóttina. Skipið liggur enn ósnert á strandstað en talið er að gat sé komið á skrokk þess og sjór flæði inn í það. Þá hefur lítið magn olíu lekið út í sjó frá skipinu. Áætlað er að um hundrað tonn af olíu séu í skipinu og hefur verið ákveðið að ná henni úr skipinu áður en frekari björgunaraðgerðir hefjast. „Losun eldsneytis úr skipinu gekk mun hægar en vonir okkar stóðu til. Því var ákveðið að senda mannskapinn í hvíld inn á hótel, nýta nóttina til að útvega öflugri tæki og hefjast handa þegar dagar. Það er góð veðurspá og við vonumst til að tæma skipið í dag,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Skömmu eftir að dæling hófst í gær kom í ljós að dælurnar voru ekki nógu öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því er hæðarmunur. Dælurnar liggja uppi á landi en Fjordvik nokkru lægra. „Kafarar munu kíkja og skoða skipið þegar dagur rennur upp. Þegar búið er að dæla olíunni af skipinu og meta stöðuna af köfurum þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Næsti fundur um framgang mála er nú í hádeginu og þá vitum við betur hvernig staðan er og hvað skal til bragðs taka,“ segir Kjartan. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa LHG, kom gæslan að málum í fyrsta lagi við björgun skipverja. Varðskipin Þór og Týr voru á vettvangi um helgina en Týr fór á brott í gær. Þá flaug TF-SÝN yfir strandstað í gær til að skoða stöðu mála og kanna umfang olíulekans. „Þór verður áfram á svæðinu til halds og trausts og til að skipið geti brugðist snöggt við ef óskað verður eftir aðstoð hans,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Illa gekk að dæla olíu úr norska sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Dæling hófst síðdegis í gær en var hætt skömmu síðar þegar í ljós kom að tækin réðu ekki við verkið. Vonast er til að öll olía verði komin úr skipinu í dag en það er háð veðurskilyrðum. Skipið rak upp í hafnargarðinn eftir að hafa lent öfugum megin við hafnarmunnann. Skipið var á leið með sement í Helguvík og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fjórtán skipverjum þá um nóttina. Skipið liggur enn ósnert á strandstað en talið er að gat sé komið á skrokk þess og sjór flæði inn í það. Þá hefur lítið magn olíu lekið út í sjó frá skipinu. Áætlað er að um hundrað tonn af olíu séu í skipinu og hefur verið ákveðið að ná henni úr skipinu áður en frekari björgunaraðgerðir hefjast. „Losun eldsneytis úr skipinu gekk mun hægar en vonir okkar stóðu til. Því var ákveðið að senda mannskapinn í hvíld inn á hótel, nýta nóttina til að útvega öflugri tæki og hefjast handa þegar dagar. Það er góð veðurspá og við vonumst til að tæma skipið í dag,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Skömmu eftir að dæling hófst í gær kom í ljós að dælurnar voru ekki nógu öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því er hæðarmunur. Dælurnar liggja uppi á landi en Fjordvik nokkru lægra. „Kafarar munu kíkja og skoða skipið þegar dagur rennur upp. Þegar búið er að dæla olíunni af skipinu og meta stöðuna af köfurum þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Næsti fundur um framgang mála er nú í hádeginu og þá vitum við betur hvernig staðan er og hvað skal til bragðs taka,“ segir Kjartan. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa LHG, kom gæslan að málum í fyrsta lagi við björgun skipverja. Varðskipin Þór og Týr voru á vettvangi um helgina en Týr fór á brott í gær. Þá flaug TF-SÝN yfir strandstað í gær til að skoða stöðu mála og kanna umfang olíulekans. „Þór verður áfram á svæðinu til halds og trausts og til að skipið geti brugðist snöggt við ef óskað verður eftir aðstoð hans,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39
Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00