Sýslumenn andvígir því að færa innheimtu til Ríkisskattstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Ríkisskattstjóri á að sjá um innheimtu á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sýslumannafélag Íslands (SFÍ) furðar sig á fyrirhugaðri breytingu á tekjuskattslögum sem felur í sér að innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu verði flutt frá Tollstjóra til Ríkisskattstjóra (RSK). Drög að frumvarpi þess efnis voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar á dögunum. Í umsögn frá SFÍ er lýst yfir furðu á því að nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd hafi ekki haft samráð við innheimtumenn ríkissjóðs í héraði við störf sín. „Í skipulagsbreytingum, sem átt hafa sér stað síðari ár hjá hinu opinbera, hefur þess jafnan verið gætt að þær séu ekki til þess fallnar að stuðla að aukinni áhættu, m.t.t. vanhæfissjónarmiða og óheppilegrar samtvinnunar,“ segir í umsögn SFÍ. Er þar meðal annars vísað til aðskilnaðar dóms- og framkvæmdavalds, aðgreiningar lögregluvalds og fullnustu. Í frumvarpsdrögunum virðist því kveða við nýjan tón þar sem álagning, eftirlit og innheimta verði allt á sömu hendi hvað höfuðborgarsvæðið varðar. „Höfundar frumvarpsdraganna telja álagningu og innheimtu opinberra gjalda verða einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari með því að fela RSK innheimtuna. Ekki kemur þó fram í hverju nákvæmlega sparnaðurinn eða annar ávinningur felst, enda gert ráð fyrir óbreyttum fjölda starfsmanna og sömu húsnæðisþörf og verið hefur,“ segir í umsögninni. SFÍ telur það frekar stuðla að hagkvæmni og skilvirkni að innheimtuaðili sé ekki sá sami og leggur gjaldið á. Vísað er þar meðal annars til Danmerkur en þar hefur verið horfið frá því að hafa eina miðlæga stofnun vegna innheimtu skatta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Sýslumannafélag Íslands (SFÍ) furðar sig á fyrirhugaðri breytingu á tekjuskattslögum sem felur í sér að innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu verði flutt frá Tollstjóra til Ríkisskattstjóra (RSK). Drög að frumvarpi þess efnis voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar á dögunum. Í umsögn frá SFÍ er lýst yfir furðu á því að nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd hafi ekki haft samráð við innheimtumenn ríkissjóðs í héraði við störf sín. „Í skipulagsbreytingum, sem átt hafa sér stað síðari ár hjá hinu opinbera, hefur þess jafnan verið gætt að þær séu ekki til þess fallnar að stuðla að aukinni áhættu, m.t.t. vanhæfissjónarmiða og óheppilegrar samtvinnunar,“ segir í umsögn SFÍ. Er þar meðal annars vísað til aðskilnaðar dóms- og framkvæmdavalds, aðgreiningar lögregluvalds og fullnustu. Í frumvarpsdrögunum virðist því kveða við nýjan tón þar sem álagning, eftirlit og innheimta verði allt á sömu hendi hvað höfuðborgarsvæðið varðar. „Höfundar frumvarpsdraganna telja álagningu og innheimtu opinberra gjalda verða einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari með því að fela RSK innheimtuna. Ekki kemur þó fram í hverju nákvæmlega sparnaðurinn eða annar ávinningur felst, enda gert ráð fyrir óbreyttum fjölda starfsmanna og sömu húsnæðisþörf og verið hefur,“ segir í umsögninni. SFÍ telur það frekar stuðla að hagkvæmni og skilvirkni að innheimtuaðili sé ekki sá sami og leggur gjaldið á. Vísað er þar meðal annars til Danmerkur en þar hefur verið horfið frá því að hafa eina miðlæga stofnun vegna innheimtu skatta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira