Miklar áskoranir framundan í íslenskri skógrækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2018 20:00 Skógræktin stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum því fjórfalda þarf gróðursetningu skógarplanta ef markmið átaksins á að ná. Rætt er um að Finnsk gróðrarstöð opni útibú hér á landi til að framleiða hluta plantnanna. Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri fundaði nýlega með skógarbændum á Suðurlandi til að fara yfir stöðuna um framtíð skógræktar í ljósi nýrra ákvarðana stjórnvalda í loftlagsmálum. Af þeim sjö milljörðum króna sem ríkisstjórnin mun setja í málaflokkinn á næstu fimm árum fara um fjórir milljarðar til skógræktar og landgræðslu til kolefnisbindingar. „Þetta er spennandi verkefni framundan, okkur hefur verið falið núna ásamt landgræðslunni að binda kolefni. Við þurfum að taka verulega á á næstu fimm árum um það, sem hefur ýmislegt í för með sér eins og að auka plöntuframleiðslu, auka gróðursetningu og margt fleira“, segir Þröstur.En er Skógræktin í stakk búin undir þetta verkefni? „Já, það er mikil jákvæðni hjá Skógræktinni og ég finn það hjá skógarbændum líka sem ég hef verið að tala við að þeir eru mjög jákvæðir að spýta í eins og kallað er. Við erum alveg til í þetta, við eigum auðvitað margt óunnið enn þá en það kemur“, segir Þröstur. Skógræktarmegin mun verkefnið fara hægt af stað, á næsta ári er reiknað með að gróðursetja um fjórar milljónir plantna en á loka ári átaksins, 2023 verða gróðursettar 12 milljónir plantna. Þröstur segir þetta sýna fram á mikilvægi þessa málaflokks, það er að segja að nota þessar stofnanir sem verkfæri til að binda kolefni fyrir Íslendinga.Alaskaösp er ein af þeim tegundum sem notuð verður við gróðursetningu vegna kolefnisverkefnis ríkisstjórnarinnar.Vísir/Magnús HlynurSkógræktarstjóri segir að hann reikni með að 36 milljónir plantna verði gróðursettar næstu fimm árin en þá er verið að tala um birki, ösp, lerki, sitkagreni, stafafuru og alaskaösp. Svo gæti farið að gróðrarstöð í Finnlandi opni útibú hér á landi til að framleiða hluta af plöntunum í verkefnið. „Þeir sýndu áhuga og komu með fyrirspurn um það hvort það væri einhver fótur væri fyrir því að við séum að fara að fjölga hér plöntuframleiðslu. Ég sagði þeim að það væri, þeir eru að skoða það hvort þeir hafi áhuga á að setja hér útibú. Það væri mjög spennandi því þeir kæmu með ákveðin faglegheit hingað. Við höfum góða fagmenn í plöntuframleiðslu en kannski ekki mjög marga“, segir Þröstur. Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Skógræktin stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum því fjórfalda þarf gróðursetningu skógarplanta ef markmið átaksins á að ná. Rætt er um að Finnsk gróðrarstöð opni útibú hér á landi til að framleiða hluta plantnanna. Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri fundaði nýlega með skógarbændum á Suðurlandi til að fara yfir stöðuna um framtíð skógræktar í ljósi nýrra ákvarðana stjórnvalda í loftlagsmálum. Af þeim sjö milljörðum króna sem ríkisstjórnin mun setja í málaflokkinn á næstu fimm árum fara um fjórir milljarðar til skógræktar og landgræðslu til kolefnisbindingar. „Þetta er spennandi verkefni framundan, okkur hefur verið falið núna ásamt landgræðslunni að binda kolefni. Við þurfum að taka verulega á á næstu fimm árum um það, sem hefur ýmislegt í för með sér eins og að auka plöntuframleiðslu, auka gróðursetningu og margt fleira“, segir Þröstur.En er Skógræktin í stakk búin undir þetta verkefni? „Já, það er mikil jákvæðni hjá Skógræktinni og ég finn það hjá skógarbændum líka sem ég hef verið að tala við að þeir eru mjög jákvæðir að spýta í eins og kallað er. Við erum alveg til í þetta, við eigum auðvitað margt óunnið enn þá en það kemur“, segir Þröstur. Skógræktarmegin mun verkefnið fara hægt af stað, á næsta ári er reiknað með að gróðursetja um fjórar milljónir plantna en á loka ári átaksins, 2023 verða gróðursettar 12 milljónir plantna. Þröstur segir þetta sýna fram á mikilvægi þessa málaflokks, það er að segja að nota þessar stofnanir sem verkfæri til að binda kolefni fyrir Íslendinga.Alaskaösp er ein af þeim tegundum sem notuð verður við gróðursetningu vegna kolefnisverkefnis ríkisstjórnarinnar.Vísir/Magnús HlynurSkógræktarstjóri segir að hann reikni með að 36 milljónir plantna verði gróðursettar næstu fimm árin en þá er verið að tala um birki, ösp, lerki, sitkagreni, stafafuru og alaskaösp. Svo gæti farið að gróðrarstöð í Finnlandi opni útibú hér á landi til að framleiða hluta af plöntunum í verkefnið. „Þeir sýndu áhuga og komu með fyrirspurn um það hvort það væri einhver fótur væri fyrir því að við séum að fara að fjölga hér plöntuframleiðslu. Ég sagði þeim að það væri, þeir eru að skoða það hvort þeir hafi áhuga á að setja hér útibú. Það væri mjög spennandi því þeir kæmu með ákveðin faglegheit hingað. Við höfum góða fagmenn í plöntuframleiðslu en kannski ekki mjög marga“, segir Þröstur.
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira