Verkið er samið af Þorleifi og Mikael Torfasyni en það byggir á Snorra-Eddu.
Mikael birti myndband af verðlaunaafhendingunni í kvöld sem sjá má hér fyrir neðan.
Þýskt leikhús þykir með þeim fremstu á heimsvísu. Hamingjuóskum rignir yfir Þorleif og Mikael á samfélagsmiðlum og þar lætur Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri meðal annars þess getið að þetta séu engir smáþjóðaleikar. „Eddan er okkar stærsta markaðsbomba, milljarðavirði."
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskaði Þorleifi Erni til hamingju með þennan áfanga í kvöld. Guðni segir þennan árangur hljóta að vera til vitnis um grósku íslenskrar menningar og bjarta framtíð hennar.