Sjúkrabílar kallaðir til nánast daglega í vikunni vegna sjósundsfólks Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2018 20:18 Mörgum finnst gott að stinga sér til sunds í sjónum við Nauthólsvík. Visir/Daníel Sjúkrabifreiðar hafa verið kallaðar til nánast á hverjum degi þessa vikuna vegna sjósundsfólks sem hefur lent í ofkælingu. Greint var frá þessu á Facebook-hópi Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur en þar kom jafnframt fram að sjúkraflutningafólk væri orðið svekkt á ástandinu. Ragnheiður Valgarðsdóttir er í stjórn Sjósundsfélags Reykjavíkur en hún segir í samtali við Vísi að sjórinn sé aðeins kaldari en hann er venjulega á þessum árstíma. Yfirleitt er hann um fimm gráður í endaðan október en hefur verið í þremur gráðum þessa vikuna. Hún bendir jafnframt á að stór hópur nýrra iðkenda, sem hóf sjósund í vor og sumar, sé mögulega ekki að átta sig á því hvað sjórinn hefur kólnað hratt. „Þú ert vanur að synda þína leið og þú heldur því áfram og gleymir því að kuldinn er orðinn meiri.“ Hún segir mikilvægt að fólk hugi vel að mataræðinu og sé búið að borða áður en það fer í sjóinn. „Fólk er kannski að koma beint úr vinnu og hendir sér í sjóinn og syndir sína þrjú hundruð eða fjögur hundruð metra og áttar sig ekki á því að það er ekki alveg eins og að synda í átta gráðum sem voru í september. Þegar hitastigið hrapar svona niður verða menn að stytta sundið,“ segir Ragnheiður. Sjálf hefur hún stundað sjósund í tíu ár og kippir sér ekki upp við þessa breytingu en segist þurfa eins og aðrir að passa sig á því að stytta sundið þegar sjórinn kólnar og hlusta á líkamann. Fyrir tíu árum var sjósundshópurinn eins og lítil fjölskylda þar sem allir þekktust en á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda sem eru á öllum aldri, ýmist vant íþróttafólk eða bara forvitnir einstaklingar sem gera það ánægjunnar vegna. Enda sjósund frábær útivist að sögn Ragnheiðar, líkamlega og andlega nærandi. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Sjúkrabifreiðar hafa verið kallaðar til nánast á hverjum degi þessa vikuna vegna sjósundsfólks sem hefur lent í ofkælingu. Greint var frá þessu á Facebook-hópi Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur en þar kom jafnframt fram að sjúkraflutningafólk væri orðið svekkt á ástandinu. Ragnheiður Valgarðsdóttir er í stjórn Sjósundsfélags Reykjavíkur en hún segir í samtali við Vísi að sjórinn sé aðeins kaldari en hann er venjulega á þessum árstíma. Yfirleitt er hann um fimm gráður í endaðan október en hefur verið í þremur gráðum þessa vikuna. Hún bendir jafnframt á að stór hópur nýrra iðkenda, sem hóf sjósund í vor og sumar, sé mögulega ekki að átta sig á því hvað sjórinn hefur kólnað hratt. „Þú ert vanur að synda þína leið og þú heldur því áfram og gleymir því að kuldinn er orðinn meiri.“ Hún segir mikilvægt að fólk hugi vel að mataræðinu og sé búið að borða áður en það fer í sjóinn. „Fólk er kannski að koma beint úr vinnu og hendir sér í sjóinn og syndir sína þrjú hundruð eða fjögur hundruð metra og áttar sig ekki á því að það er ekki alveg eins og að synda í átta gráðum sem voru í september. Þegar hitastigið hrapar svona niður verða menn að stytta sundið,“ segir Ragnheiður. Sjálf hefur hún stundað sjósund í tíu ár og kippir sér ekki upp við þessa breytingu en segist þurfa eins og aðrir að passa sig á því að stytta sundið þegar sjórinn kólnar og hlusta á líkamann. Fyrir tíu árum var sjósundshópurinn eins og lítil fjölskylda þar sem allir þekktust en á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda sem eru á öllum aldri, ýmist vant íþróttafólk eða bara forvitnir einstaklingar sem gera það ánægjunnar vegna. Enda sjósund frábær útivist að sögn Ragnheiðar, líkamlega og andlega nærandi.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira