Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Sylvía Hall skrifar 3. nóvember 2018 16:27 Atli Þór Fanndal (til vinstri) var ráðinn sem pólitískur ráðgjafi Pírata fyrir sveitastjórnarkosningarnar nú í vor. Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins en í gærkvöld birti úrskurðarnefnd Pírata úrskurð þess efnis að reka ætti aðstoðarmann framkvæmdastjóra flokksins og varð til þess að Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti að hún hefði hug á því að segja skilið við Pírata.Sjá einnig: Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Á Facebook-síðu sinni segir Atli „Kafkaestkt einelti“ þrífast innan flokksins og hann upplifi einelti sem hluta af kerfinu. Þá segist hann ekki ætla að starfa fyrir Pírata á neinn hátt fyrr en hann sjái breytingar. „Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun. Ég skammast mín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu þennan úrskurð og gera sér kannski ekki grein fyrir því að þarna formgerðu þau einelti, samþykktu og styrktu.“Segir umhverfi innan flokksins „helsjúkt“ Einn þeirra sem tjáir sig við færslu Atla er Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata en Sindri steig til hliðar eftir vantraustsyfirlýsingu í kjölfar ráðningar á aðstoðarmanni framkvæmdarstjóra. Í athugasemd sem Sindri skrifar segir hann einelti grasserast innan flokksins og „flati strúktur“ Pírata sé fullkomið umhverfi fyrir slíka hegðun. „Eðlilegar samskiptaleiðir eru gerðar tortryggilegar og einstaklingar gaslightaðir í drasl. Þetta umhverfi er svo helsjúkt að maður á ekki til orð,“ segir Sindri sem segist skammast sín fyrir að hafa kennt sig við flokk sem leyfi þessu að viðgangast. Að lokum hrósar hann Atla Þór og Rannveigu Ernudóttur varaborgarfulltrúa fyrir að taka þá ákvörðun að leyfa þessu ekki að viðgangast en Rannveig tilkynnti fyrirhugaða ákvörðun sína um að segja skilið við Pírata í gær. Færslu Atla má lesa í heild sinni hér að neðan. Stj.mál Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins en í gærkvöld birti úrskurðarnefnd Pírata úrskurð þess efnis að reka ætti aðstoðarmann framkvæmdastjóra flokksins og varð til þess að Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti að hún hefði hug á því að segja skilið við Pírata.Sjá einnig: Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Á Facebook-síðu sinni segir Atli „Kafkaestkt einelti“ þrífast innan flokksins og hann upplifi einelti sem hluta af kerfinu. Þá segist hann ekki ætla að starfa fyrir Pírata á neinn hátt fyrr en hann sjái breytingar. „Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun. Ég skammast mín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu þennan úrskurð og gera sér kannski ekki grein fyrir því að þarna formgerðu þau einelti, samþykktu og styrktu.“Segir umhverfi innan flokksins „helsjúkt“ Einn þeirra sem tjáir sig við færslu Atla er Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata en Sindri steig til hliðar eftir vantraustsyfirlýsingu í kjölfar ráðningar á aðstoðarmanni framkvæmdarstjóra. Í athugasemd sem Sindri skrifar segir hann einelti grasserast innan flokksins og „flati strúktur“ Pírata sé fullkomið umhverfi fyrir slíka hegðun. „Eðlilegar samskiptaleiðir eru gerðar tortryggilegar og einstaklingar gaslightaðir í drasl. Þetta umhverfi er svo helsjúkt að maður á ekki til orð,“ segir Sindri sem segist skammast sín fyrir að hafa kennt sig við flokk sem leyfi þessu að viðgangast. Að lokum hrósar hann Atla Þór og Rannveigu Ernudóttur varaborgarfulltrúa fyrir að taka þá ákvörðun að leyfa þessu ekki að viðgangast en Rannveig tilkynnti fyrirhugaða ákvörðun sína um að segja skilið við Pírata í gær. Færslu Atla má lesa í heild sinni hér að neðan.
Stj.mál Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12
Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent