Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. nóvember 2018 08:00 Vísir/Getty UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. Bardaginn var settur saman fremur seint en UFC vantaði lengi vel aðalbardaga kvöldsins á UFC 230. Þetta er þriðja árið í röð sem UFC heimsækir Madison Square Garden og tók langan tíma að finna aðalbardaga kvöldsins. Derrick Lewis komst heldur betur í sviðsljósið með sigri á Alexander Volkov á UFC 229 þann 6. október. Lewis var með skemmtilega endurkomu í bardaganum og kórónaði flottan sigur með stórkostlegu viðtali eftir bardagann sem vakti mikla athygli. Í viðtalinu fór hann úr stuttbuxunum þar sem honum var svo heitt í klofinu og hafði engan áhuga á titilbardaga enda var hann ekki með þol til þess. Eftir frammistöðuna í viðtalinu og í bardaganum sjálfum fékk Lewis titilbardaga og eru aðeins þrjár vikur á milli bardaga hjá honum. Daniel Cormier gengur sjálfur ekki alveg heill til skógar en hann hefur verið að glíma við handarmeiðsli síðan hann sigraði Stipe Miocic í júlí. Aðdragandi bardagans hefur verið skemmtilegur enda hefur vinalegur rígurinn á milli Lewis og Cormier einkennst af ást þeirra á skyndibita. Derrick Lewis hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Popeyes kjúklingnum. Fyrr í vikunni fékk Lewis samning við Popeyes og mun borða þar frítt út ævina ef hann vinnur Cormier. Cormier var svekktur að fá ekki samning við Popeyes en gerði þess í stað styrktarsamning við hamborgarakeðjuna Carl’s Junior. Cormier mun gefa fría hamborgara frá Carl’s Junior ef hann vinnur. Það er gott að vera í þungavigtinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vigtinni. Það er því ekki bara UFC beltið sem er undir í nótt heldur einnig mikill skyndibiti fyrir aðdáendur Cormier eða Lewis. UFC 230 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 í nótt. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira
UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. Bardaginn var settur saman fremur seint en UFC vantaði lengi vel aðalbardaga kvöldsins á UFC 230. Þetta er þriðja árið í röð sem UFC heimsækir Madison Square Garden og tók langan tíma að finna aðalbardaga kvöldsins. Derrick Lewis komst heldur betur í sviðsljósið með sigri á Alexander Volkov á UFC 229 þann 6. október. Lewis var með skemmtilega endurkomu í bardaganum og kórónaði flottan sigur með stórkostlegu viðtali eftir bardagann sem vakti mikla athygli. Í viðtalinu fór hann úr stuttbuxunum þar sem honum var svo heitt í klofinu og hafði engan áhuga á titilbardaga enda var hann ekki með þol til þess. Eftir frammistöðuna í viðtalinu og í bardaganum sjálfum fékk Lewis titilbardaga og eru aðeins þrjár vikur á milli bardaga hjá honum. Daniel Cormier gengur sjálfur ekki alveg heill til skógar en hann hefur verið að glíma við handarmeiðsli síðan hann sigraði Stipe Miocic í júlí. Aðdragandi bardagans hefur verið skemmtilegur enda hefur vinalegur rígurinn á milli Lewis og Cormier einkennst af ást þeirra á skyndibita. Derrick Lewis hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Popeyes kjúklingnum. Fyrr í vikunni fékk Lewis samning við Popeyes og mun borða þar frítt út ævina ef hann vinnur Cormier. Cormier var svekktur að fá ekki samning við Popeyes en gerði þess í stað styrktarsamning við hamborgarakeðjuna Carl’s Junior. Cormier mun gefa fría hamborgara frá Carl’s Junior ef hann vinnur. Það er gott að vera í þungavigtinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vigtinni. Það er því ekki bara UFC beltið sem er undir í nótt heldur einnig mikill skyndibiti fyrir aðdáendur Cormier eða Lewis. UFC 230 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira
Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00
Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00