Það er ekki til saklaus skáldskapur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 08:30 "Mér finnst rosa gaman að fara út í búð seinnipartinn ef ég er búin að vera að skrifa allan daginn því þá hitti ég fólk og spjalla við það.“ Fréttablaðið/Stefán Auður Ava Ólafsdóttir fær sér bolla af neskaffi með heitri mjólk á heimili sínu í gamla Vesturbænum. Hún segist vera að ná áttum eftir ferðalög og tilstand í kringum viðtöku bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókmenntaverðlaunin hlaut hún fyrir skáldsögu sína Ör sem kom út árið 2016 á vegum bókaútgáfunnar Benedikts. Skáldsagan fjallar um tilvistarkrísu Jónasar Ebenesers Snælands, nýfráskilins manns á miðjum aldri. Í rökstuðningi dómnefndar er Ör sögð uppfull af útsmognum húmor og áleitnum spurningum um lífið og dauðann.Öryggisgæsla eins og á flugvelli „Mér líður mjög vel þótt mér finnist ég svolítið slæpt. Þetta var mikil keyrsla, mikið prógramm í Ósló í tvo daga frá morgni til kvölds, meðal annars þriggja tíma bókmenntadagskrá í Literaturhuset kvöldið fyrir afhendinguna. Við rithöfundarnir sem vorum tilnefndir komum auk þess beint af bókamessu í Helsinki til Ósló, með flugi klukkan átta um morgun! Síðan var gleðskapur fram eftir nóttu verðlaunakvöldið. Ég missti reyndar af standandi matarboði norsku ríkisstjórnarinnar eftir afhendinguna því ég var í viðtölum við norræna fjölmiðla á annan klukkutíma. Bókmenntaverðlaunin eru elstu verðlaun ráðsins og vekja mikla athygli úti,“ segir Auður Ava sem segist hafa brugðið örlítið við að sjá hversu margir blaðamenn biðu þess að ná tali af henni. „Þetta var mjög hátíðleg athöfn, mikil seremónía í Óperunni í Ósló að viðstöddu kóngafólki og ráðherrum. Með lúðrablæstri og síðkjólum. Og gríðarlega mikilli öryggisgæslu. Norðmenn eru enn, held ég, trámatíseraðir eftir hryðjuverk. Þrátt fyrir að vera með sérútbúna aðgangspassa og boðskort tók um klukkutíma að komast í gegnum öryggishlið og skanna. Á háhæluðum skóm. Það var enginn undanskilinn og þekktir listamenn þurftu að draga af sér beltin eins og á flugvelli,“ segir Auður Ava um athöfnina sjálfa. Auður Ava segist hafa orðið örlítið taugastrekkt fyrir athöfnina yfir möguleikanum á að fá verðlaunin. „Það sem mér fannst mest taugatrekkjandi við athöfnina var ekki tilhugsunin um að fá ekki verðlaunin, ég hef líkt og flestir rithöfundarnir oft lent í því og það er ekkert mál, heldur þvert á móti tilhugsunin um að ég ætti möguleika á að fá þau. Umfjöllunin í norrænum fjölmiðlum vikurnar fyrir verðlaunakvöldið var á þá leið að Ólafsdóttir væri ein af þeim sem kæmu til greina,“ segir hún. Þú segist skrifa gegn myrkrinu í heiminum. Hvað áttu við? „Það má hugsa sér Ör sem ferðalag frá myrkri og sársauka til ljóss og einhvers konar sáttar. Að skrifa gegn myrkri má líka hugsa sér sem líkingu um það að skrifa gegn merkingarleysi. Eða öllu heldur þá tilraun að reyna að skipuleggja óreiðuna sem við köllum raunveruleika og gefa henni merkingu. Að skrifa skáldsögu felur í sér að búa til eins konar útdrátt úr raunveruleika, tilbúinn heim þar sem allt sem höfundur setur í sögu hefur merkingu. Innan þessarar lokuðu heildar. Það er ekki til saklaus skáldskapur,“ segir Auður Ava. Margir karlmenn eru týndir Söguhetjan í Ör er miðaldra karl sem er algjörlega valdalaus. Það er áhugavert, í dag er orðræðan einmitt þveröfug. „Ég skrifa oft um velmeinandi venjulegt fólk sem lendir í óvenjulegum aðstæðum. Bæði karlmenn og konur. Það eru ekki allir karlmenn sem hafa völd. Flestir eru bara venjulegt fólk. Margir karlmenn eru týndir. Og þeir þjást líka alveg vegna afglapa kynbræðra sinna. Söguhetjan í Ör er þessi dæmigerði handlagni karlmaður sem getur lagað allt nema sjálfan sig,“ segir Auður Ava.Mennskan, hvað er hún fyrir þér? „Mennskan er að vera þversagnakennd. Maðurinn er bæði góður og vondur og stöðug togstreita þar á milli. Og maður heldur áfram að gera mistök allt sitt líf. Maður batnar ekki endilega. Mín kynslóð hefur til dæmis farið skelfilega með jörðina með sinni neyslu. Og virðist ekki ætla að slá af.“Ertu knúin áfram af einhverri innri þrá? Eða skyldu? „Já, ég er haldin þeirri meinloku að finnast ég eiga erindi. Með hverri bók.“Hvaðan koma sögurnar til þín? „Þær eru sambland af einhverju sem kemur til mín, eins og þú orðar það, og maður veit ekki alveg hvaðan er upprunnið og síðan meðvitaðri hugsun, einhverri svona lykilhugmynd, oft um mennskuna, sem mig langar að vinna með. Svo gerjast þetta og mallar og einn daginn veit maður að þetta verður bók,“ svarar Auður Ava. Eins og blaðamaður hefur nú komist að byrja allir dagar Auðar Övu á neskaffi með heitri mjólk. Hún er heimakær og segist lifa mjög venjulegu lífi og nýtur ósköp hversdagslegra hluta á borð við að fara út í búð. Því þá hittir hún fólk. „Ef undanskilin er rússíbanareið síðustu tveggja sólarhringa frá því verðlaunakvöldið í Ósló, þá lifi ég mjög venjulegu lífi. Mér finnst rosa gaman að fara út í búð seinnipartinn ef ég er búin að vera að skrifa allan daginn því þá hitti ég fólk og spjalla við það. Eða á Sorpu með það sem maður hefur flokkað. Þar hittir maður líka fólk og spjallar við það. Ég hef líka ferðast talsvert mikið á bókmenntahátíðir erlendis þetta ár og þá eru dagarnir reyndar allt öðruvísi. En það er alltaf gott að koma heim,“ segir hún. Vináttan er mikilvægustHvað finnst þér mikilvægast? „Fyrir utan þessi mikilvægu stóru pólitísku mál sem mannkynið stendur gagnvart eins og umhverfismál og vopnaframleiðslu Vináttan.“ Auður Ava segir gott líf að vera rithöfundur á Íslandi þótt hún gæti í sjálfu sér skrifað alls staðar í heiminum. „En Íslendingar eru þeir einu sem skilja það sem ég skrifa án þess að ég þurfi þýðanda. Kostirnir felast líka í möguleika á starfslaunum en gallarnir eru árviss umræða um starfslaunin,“ segir hún.Hvað lestu sjálf? „Ég hlakka alltaf mikið til þegar ljóðabækur koma út, oft á undan skáldsögunum á haustin og raunar dreifast þær yfir árið. Ég reyni að kaupa sem flestar íslenskar ljóðabækur sem koma út. Þegar ég er að lesa upp með höfundum hér heima langar mig oft til að lesa bækurnar þeirra og kaupi þær. Það sama gildir um bókmenntahátíðir erlendis, að maður kynnist höfundum,“ segir Auður Ava og segist koma heim með fangið fullt af bókum þeirra. „Ég er alltaf að leita að einhverju sem setur allt úr skorðum og umturnar heimsmyndinni.“Fréttablaðið/StefánRökhugsun barnsinsHvaða eiginleikar í þér gera þér kleift að skrifa? „Ég held ég sé eins og flestir; margar manneskjur. Þegar ég er rithöfundur, þegar ég vinn, þá hugsa ég öðruvísi, þá er ég önnur manneskja en þegar ég elda. Ég er ekki alltaf rithöfundur. Ég er ekki rithöfundur í símaskránni. Varðandi eiginleikana þá er þetta einhvers konar sambland af ímyndunarafli og skrítinni, kannski má segja frumlegri rökhugsun. Er til frumleg rökhugsun? Í mínu tilfelli stundum svona „nýju fötin keisarans rökhugsun barnsins“,“ reynir Auður Ava að útskýra.Bækur þínar hafa selst eins og heitar lummur, þá sérstaklega í Frakklandi. Hafa vinsældir þínar gert þér auðveldara fyrir? Færðu meiri tími til að skrifa? „Það er rétt, Afleggjarinn seldist mjög vel í Frakklandi þegar hann kom út 2010, aðrar bækur minna en samt nógu vel til að útgefandinn minn vill halda áfram að gefa mig út. Það er ekki sjálfgefið. Ör hefur hins vegar gengið betur á Ítalíu heldur en í Frakklandi, svo dæmi sé tekið og hún er líka nýkomin út á Norðurlöndum og víðar,“ bendir hún á. Eins og fjölmargir aðrir rithöfundar hefur Auður Ava þurft að vinna aðra vinnu með ritstörfum. Á þessu ári urðu þau tímamót að hún ákvað að helga sig alfarið ritstörfum. „Þar til 1. júní í sumar hef ég alltaf unnið aðra vinnu með ritstörfum, jafnvel verið í þrem vinnum samtímis. Líka vegna þess að ég hélt alltaf að þessum áhuga erlendis væri um það bil að linna. Það tók mig langan tíma að þora að sleppa og verða bara rithöfundur. Nú er ég fyrrverandi listfræðingur og kennari og það er dásamlegt líf,“ segir hún. Henni líst ekki illa á fyrirætlanir stjórnvalda um niðurgreiðslu á kostnaði vegna útgáfu bóka. „Þetta er nokkuð snúið mál en mér líst ekki illa á þessar hugmyndir. Í ljósi þess að það eru ekki til endanlegar lausnir í lífinu, þá má prófa þetta. Ég veit þó að það eru skiptar skoðanir meðal rithöfunda. Mitt vandamál er að ég skil öll sjónarmið og sveiflast eftir því,“ segir Auður Ava glettin. TilvistarpólitíkRatar andi samtímans í bækur þínar? Hvernig? „Já, mjög svo. Þótt ég sé alltaf að gera tilraunir með form og mismunandi hrynjandi og tímahugsun í hverri bók, þá er innihaldið pólitískt, ekki flokkspólitískt, heldur tilvistarpólitískt. Ör snertir meðal annars á þessari sjálfhverfu vestrænu naflaskoðun, naflinn er jú upphafsörið, versus sársauka annarra. Í heimi þar sem sá hefur athyglina sem öskrar hæst, jafnvel þótt hann hafi ekkert að segja, þá hamast ég við að gefa þeim rödd sem ekki hefur rödd,“ segir hún. Ný skáldsaga Auðar Övu, Ungfrú Ísland, kemur út hjá Benedikt bókaútgáfu þann 8. nóvember. „Ég held það megi segja að hún fjalli um sköpunarþrána og fegurðarþrána og hvernig samfélagið vængstýfir hæfileikaríkt og skapandi fólk. Sagan gerist árið 1963 og söguhetjan er ung skáldkona sem fædd er í Dölunum en kemur í bæinn með nokkur handrit í fórum sínum og er boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland fegurðarsamkeppninni sem Fegrunarfélag Reykjavíkur stendur fyrir. Fyrsti upplesturinn er einmitt í Dölunum, nánar tiltekið í fjósinu á Erpsstöðum um miðjan dag, 10. nóvember, að viðstöddum 140 nautgripum,“ uppljóstrar hún. Við erum að fara saman fjórir rithöfundar með nýjar bækur í upplestrarferð um Norðvesturkjördæmi; ég, Bergsveinn Birgisson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Bjarni Bjarnason. Sama kvöld er það Hólmavík og Drangsnes daginn eftir,“ segir hún frá.Ertu kannski alltaf að skrifa? Eða hugsa um að skrifa? „Já, ég er að ljúka við leikrit. Þegar ég er ein er ég oft að hugsa um það sem ég er að skrifa. Til dæmis í bílnum. En þegar ég er með öðrum er ég ekki að stelast til að skrifa í huganum. Ég er til staðar!“ lofar Auður Ava og segist vanda sig við það. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlands liggja fyrir. 23. febrúar 2018 10:08 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Auður Ava Ólafsdóttir fær sér bolla af neskaffi með heitri mjólk á heimili sínu í gamla Vesturbænum. Hún segist vera að ná áttum eftir ferðalög og tilstand í kringum viðtöku bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókmenntaverðlaunin hlaut hún fyrir skáldsögu sína Ör sem kom út árið 2016 á vegum bókaútgáfunnar Benedikts. Skáldsagan fjallar um tilvistarkrísu Jónasar Ebenesers Snælands, nýfráskilins manns á miðjum aldri. Í rökstuðningi dómnefndar er Ör sögð uppfull af útsmognum húmor og áleitnum spurningum um lífið og dauðann.Öryggisgæsla eins og á flugvelli „Mér líður mjög vel þótt mér finnist ég svolítið slæpt. Þetta var mikil keyrsla, mikið prógramm í Ósló í tvo daga frá morgni til kvölds, meðal annars þriggja tíma bókmenntadagskrá í Literaturhuset kvöldið fyrir afhendinguna. Við rithöfundarnir sem vorum tilnefndir komum auk þess beint af bókamessu í Helsinki til Ósló, með flugi klukkan átta um morgun! Síðan var gleðskapur fram eftir nóttu verðlaunakvöldið. Ég missti reyndar af standandi matarboði norsku ríkisstjórnarinnar eftir afhendinguna því ég var í viðtölum við norræna fjölmiðla á annan klukkutíma. Bókmenntaverðlaunin eru elstu verðlaun ráðsins og vekja mikla athygli úti,“ segir Auður Ava sem segist hafa brugðið örlítið við að sjá hversu margir blaðamenn biðu þess að ná tali af henni. „Þetta var mjög hátíðleg athöfn, mikil seremónía í Óperunni í Ósló að viðstöddu kóngafólki og ráðherrum. Með lúðrablæstri og síðkjólum. Og gríðarlega mikilli öryggisgæslu. Norðmenn eru enn, held ég, trámatíseraðir eftir hryðjuverk. Þrátt fyrir að vera með sérútbúna aðgangspassa og boðskort tók um klukkutíma að komast í gegnum öryggishlið og skanna. Á háhæluðum skóm. Það var enginn undanskilinn og þekktir listamenn þurftu að draga af sér beltin eins og á flugvelli,“ segir Auður Ava um athöfnina sjálfa. Auður Ava segist hafa orðið örlítið taugastrekkt fyrir athöfnina yfir möguleikanum á að fá verðlaunin. „Það sem mér fannst mest taugatrekkjandi við athöfnina var ekki tilhugsunin um að fá ekki verðlaunin, ég hef líkt og flestir rithöfundarnir oft lent í því og það er ekkert mál, heldur þvert á móti tilhugsunin um að ég ætti möguleika á að fá þau. Umfjöllunin í norrænum fjölmiðlum vikurnar fyrir verðlaunakvöldið var á þá leið að Ólafsdóttir væri ein af þeim sem kæmu til greina,“ segir hún. Þú segist skrifa gegn myrkrinu í heiminum. Hvað áttu við? „Það má hugsa sér Ör sem ferðalag frá myrkri og sársauka til ljóss og einhvers konar sáttar. Að skrifa gegn myrkri má líka hugsa sér sem líkingu um það að skrifa gegn merkingarleysi. Eða öllu heldur þá tilraun að reyna að skipuleggja óreiðuna sem við köllum raunveruleika og gefa henni merkingu. Að skrifa skáldsögu felur í sér að búa til eins konar útdrátt úr raunveruleika, tilbúinn heim þar sem allt sem höfundur setur í sögu hefur merkingu. Innan þessarar lokuðu heildar. Það er ekki til saklaus skáldskapur,“ segir Auður Ava. Margir karlmenn eru týndir Söguhetjan í Ör er miðaldra karl sem er algjörlega valdalaus. Það er áhugavert, í dag er orðræðan einmitt þveröfug. „Ég skrifa oft um velmeinandi venjulegt fólk sem lendir í óvenjulegum aðstæðum. Bæði karlmenn og konur. Það eru ekki allir karlmenn sem hafa völd. Flestir eru bara venjulegt fólk. Margir karlmenn eru týndir. Og þeir þjást líka alveg vegna afglapa kynbræðra sinna. Söguhetjan í Ör er þessi dæmigerði handlagni karlmaður sem getur lagað allt nema sjálfan sig,“ segir Auður Ava.Mennskan, hvað er hún fyrir þér? „Mennskan er að vera þversagnakennd. Maðurinn er bæði góður og vondur og stöðug togstreita þar á milli. Og maður heldur áfram að gera mistök allt sitt líf. Maður batnar ekki endilega. Mín kynslóð hefur til dæmis farið skelfilega með jörðina með sinni neyslu. Og virðist ekki ætla að slá af.“Ertu knúin áfram af einhverri innri þrá? Eða skyldu? „Já, ég er haldin þeirri meinloku að finnast ég eiga erindi. Með hverri bók.“Hvaðan koma sögurnar til þín? „Þær eru sambland af einhverju sem kemur til mín, eins og þú orðar það, og maður veit ekki alveg hvaðan er upprunnið og síðan meðvitaðri hugsun, einhverri svona lykilhugmynd, oft um mennskuna, sem mig langar að vinna með. Svo gerjast þetta og mallar og einn daginn veit maður að þetta verður bók,“ svarar Auður Ava. Eins og blaðamaður hefur nú komist að byrja allir dagar Auðar Övu á neskaffi með heitri mjólk. Hún er heimakær og segist lifa mjög venjulegu lífi og nýtur ósköp hversdagslegra hluta á borð við að fara út í búð. Því þá hittir hún fólk. „Ef undanskilin er rússíbanareið síðustu tveggja sólarhringa frá því verðlaunakvöldið í Ósló, þá lifi ég mjög venjulegu lífi. Mér finnst rosa gaman að fara út í búð seinnipartinn ef ég er búin að vera að skrifa allan daginn því þá hitti ég fólk og spjalla við það. Eða á Sorpu með það sem maður hefur flokkað. Þar hittir maður líka fólk og spjallar við það. Ég hef líka ferðast talsvert mikið á bókmenntahátíðir erlendis þetta ár og þá eru dagarnir reyndar allt öðruvísi. En það er alltaf gott að koma heim,“ segir hún. Vináttan er mikilvægustHvað finnst þér mikilvægast? „Fyrir utan þessi mikilvægu stóru pólitísku mál sem mannkynið stendur gagnvart eins og umhverfismál og vopnaframleiðslu Vináttan.“ Auður Ava segir gott líf að vera rithöfundur á Íslandi þótt hún gæti í sjálfu sér skrifað alls staðar í heiminum. „En Íslendingar eru þeir einu sem skilja það sem ég skrifa án þess að ég þurfi þýðanda. Kostirnir felast líka í möguleika á starfslaunum en gallarnir eru árviss umræða um starfslaunin,“ segir hún.Hvað lestu sjálf? „Ég hlakka alltaf mikið til þegar ljóðabækur koma út, oft á undan skáldsögunum á haustin og raunar dreifast þær yfir árið. Ég reyni að kaupa sem flestar íslenskar ljóðabækur sem koma út. Þegar ég er að lesa upp með höfundum hér heima langar mig oft til að lesa bækurnar þeirra og kaupi þær. Það sama gildir um bókmenntahátíðir erlendis, að maður kynnist höfundum,“ segir Auður Ava og segist koma heim með fangið fullt af bókum þeirra. „Ég er alltaf að leita að einhverju sem setur allt úr skorðum og umturnar heimsmyndinni.“Fréttablaðið/StefánRökhugsun barnsinsHvaða eiginleikar í þér gera þér kleift að skrifa? „Ég held ég sé eins og flestir; margar manneskjur. Þegar ég er rithöfundur, þegar ég vinn, þá hugsa ég öðruvísi, þá er ég önnur manneskja en þegar ég elda. Ég er ekki alltaf rithöfundur. Ég er ekki rithöfundur í símaskránni. Varðandi eiginleikana þá er þetta einhvers konar sambland af ímyndunarafli og skrítinni, kannski má segja frumlegri rökhugsun. Er til frumleg rökhugsun? Í mínu tilfelli stundum svona „nýju fötin keisarans rökhugsun barnsins“,“ reynir Auður Ava að útskýra.Bækur þínar hafa selst eins og heitar lummur, þá sérstaklega í Frakklandi. Hafa vinsældir þínar gert þér auðveldara fyrir? Færðu meiri tími til að skrifa? „Það er rétt, Afleggjarinn seldist mjög vel í Frakklandi þegar hann kom út 2010, aðrar bækur minna en samt nógu vel til að útgefandinn minn vill halda áfram að gefa mig út. Það er ekki sjálfgefið. Ör hefur hins vegar gengið betur á Ítalíu heldur en í Frakklandi, svo dæmi sé tekið og hún er líka nýkomin út á Norðurlöndum og víðar,“ bendir hún á. Eins og fjölmargir aðrir rithöfundar hefur Auður Ava þurft að vinna aðra vinnu með ritstörfum. Á þessu ári urðu þau tímamót að hún ákvað að helga sig alfarið ritstörfum. „Þar til 1. júní í sumar hef ég alltaf unnið aðra vinnu með ritstörfum, jafnvel verið í þrem vinnum samtímis. Líka vegna þess að ég hélt alltaf að þessum áhuga erlendis væri um það bil að linna. Það tók mig langan tíma að þora að sleppa og verða bara rithöfundur. Nú er ég fyrrverandi listfræðingur og kennari og það er dásamlegt líf,“ segir hún. Henni líst ekki illa á fyrirætlanir stjórnvalda um niðurgreiðslu á kostnaði vegna útgáfu bóka. „Þetta er nokkuð snúið mál en mér líst ekki illa á þessar hugmyndir. Í ljósi þess að það eru ekki til endanlegar lausnir í lífinu, þá má prófa þetta. Ég veit þó að það eru skiptar skoðanir meðal rithöfunda. Mitt vandamál er að ég skil öll sjónarmið og sveiflast eftir því,“ segir Auður Ava glettin. TilvistarpólitíkRatar andi samtímans í bækur þínar? Hvernig? „Já, mjög svo. Þótt ég sé alltaf að gera tilraunir með form og mismunandi hrynjandi og tímahugsun í hverri bók, þá er innihaldið pólitískt, ekki flokkspólitískt, heldur tilvistarpólitískt. Ör snertir meðal annars á þessari sjálfhverfu vestrænu naflaskoðun, naflinn er jú upphafsörið, versus sársauka annarra. Í heimi þar sem sá hefur athyglina sem öskrar hæst, jafnvel þótt hann hafi ekkert að segja, þá hamast ég við að gefa þeim rödd sem ekki hefur rödd,“ segir hún. Ný skáldsaga Auðar Övu, Ungfrú Ísland, kemur út hjá Benedikt bókaútgáfu þann 8. nóvember. „Ég held það megi segja að hún fjalli um sköpunarþrána og fegurðarþrána og hvernig samfélagið vængstýfir hæfileikaríkt og skapandi fólk. Sagan gerist árið 1963 og söguhetjan er ung skáldkona sem fædd er í Dölunum en kemur í bæinn með nokkur handrit í fórum sínum og er boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland fegurðarsamkeppninni sem Fegrunarfélag Reykjavíkur stendur fyrir. Fyrsti upplesturinn er einmitt í Dölunum, nánar tiltekið í fjósinu á Erpsstöðum um miðjan dag, 10. nóvember, að viðstöddum 140 nautgripum,“ uppljóstrar hún. Við erum að fara saman fjórir rithöfundar með nýjar bækur í upplestrarferð um Norðvesturkjördæmi; ég, Bergsveinn Birgisson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Bjarni Bjarnason. Sama kvöld er það Hólmavík og Drangsnes daginn eftir,“ segir hún frá.Ertu kannski alltaf að skrifa? Eða hugsa um að skrifa? „Já, ég er að ljúka við leikrit. Þegar ég er ein er ég oft að hugsa um það sem ég er að skrifa. Til dæmis í bílnum. En þegar ég er með öðrum er ég ekki að stelast til að skrifa í huganum. Ég er til staðar!“ lofar Auður Ava og segist vanda sig við það.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlands liggja fyrir. 23. febrúar 2018 10:08 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04
Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlands liggja fyrir. 23. febrúar 2018 10:08
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05