Leicester heiðraði minningu Srivaddhanaprabha með sigri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 17:00 vísir/getty Demarai Gray skoraði sigurmark Leicester í fyrsta leiknum eftir andlát eigandans Vichai Srivaddhanaprabha í dag. Það var mikið um tilfinningar þegar Leicester og Cardiff mættust á heimavelli Cardiff í dag. Stuðningsmenn beggja liða minntust Srivaddhanaprabha sem fórst í þyrluslysi um síðustu helgi. Fyrirfram skiptu úrslit leiksins litlu þar sem tilefnið snérist um að heiðra minningu Srivaddhanaprabha, en leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu 1-0 sigri í leikslok. Eina markið kom á 55. mínútu. Ben Chilwell átti sendingu inn á teiginn þar em Gray var mættur og kláraði í netið. Hann fagnaði markinu með því að rífa sig úr treyjunni þar sem hann skartaði bol undir henni sem á stóð „fyrir Khun Vichai.“ Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Cardiff sem fer í fallsæti eftir úrslit dagsins. Enski boltinn
Demarai Gray skoraði sigurmark Leicester í fyrsta leiknum eftir andlát eigandans Vichai Srivaddhanaprabha í dag. Það var mikið um tilfinningar þegar Leicester og Cardiff mættust á heimavelli Cardiff í dag. Stuðningsmenn beggja liða minntust Srivaddhanaprabha sem fórst í þyrluslysi um síðustu helgi. Fyrirfram skiptu úrslit leiksins litlu þar sem tilefnið snérist um að heiðra minningu Srivaddhanaprabha, en leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu 1-0 sigri í leikslok. Eina markið kom á 55. mínútu. Ben Chilwell átti sendingu inn á teiginn þar em Gray var mættur og kláraði í netið. Hann fagnaði markinu með því að rífa sig úr treyjunni þar sem hann skartaði bol undir henni sem á stóð „fyrir Khun Vichai.“ Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Cardiff sem fer í fallsæti eftir úrslit dagsins.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti