Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2018 12:45 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum, þar af 650 starfsmenn á Íslandi. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels hefur í gegnum árin látið sig umræðu um gjaldmiðils- og peningamál varða. Krónan skiptir hins vegar mjög litlu máli í rekstri Marels í dag enda kemur aðeins eitt prósent af tekjum félagsins frá Íslandi.Dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning „Það er ljóst ef við förum í skoðanakannanir og þess háttar að þá vill meirihluti heimila í landinu og meirihluti smærri fyrirtækja halda í krónuna. Hins vegar er það að mínu mati dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning í landinu að halda í krónuna. Það gerist ansi leiðigjarnt að þeir sem eru að reka alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi séu ávallt að tala um íslensku krónuna og að við þurfum að breyta henni. Mér finnst að þeir sem hafa mesta hagsmuni af því að fá lægri viðskiptakostnað, lægri vaxtakostnað, hafa mynt þannig að þú getir gert þín útflutningsplön en lítil íslensk iðnfyrirtæki geta varla hafið útrás í dag því óstöðugleikinn í krónunni gagnvart erlendum myntum er töluverður, að þeir hópar ættu fremur að berjast fyrir því heldur en að við, forkólfar í alþjóðlegum fyrirtækjum hér á Íslandi, séum ávallt að skipta okkur af innankrónikumálum í rauninni. Hins vegar er það mín skoðun að kostnaður við myntkerfið er allt of mikill sem sést kannski best í því að almenningur er að borga þrisvar sinnum sína íbúð í vaxtakostnað á meðan þú ert að borga einum og hálfu sinni íbúðina í vaxtakostnað í Svíþjóð, sem dæmi,“ segir Árni Oddur. Vaxtaumhverfið í Svíþjóð er líkt því sem þekkist á evrusvæðinu þótt Svíar séu ekki í myntsamstarfinu um evruna. Þeir reka sjálfstæða peningastefnu með sænskri krónu, flotgengi og verðbólgumarkmiði. Íslenska krónan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum, þar af 650 starfsmenn á Íslandi. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels hefur í gegnum árin látið sig umræðu um gjaldmiðils- og peningamál varða. Krónan skiptir hins vegar mjög litlu máli í rekstri Marels í dag enda kemur aðeins eitt prósent af tekjum félagsins frá Íslandi.Dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning „Það er ljóst ef við förum í skoðanakannanir og þess háttar að þá vill meirihluti heimila í landinu og meirihluti smærri fyrirtækja halda í krónuna. Hins vegar er það að mínu mati dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning í landinu að halda í krónuna. Það gerist ansi leiðigjarnt að þeir sem eru að reka alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi séu ávallt að tala um íslensku krónuna og að við þurfum að breyta henni. Mér finnst að þeir sem hafa mesta hagsmuni af því að fá lægri viðskiptakostnað, lægri vaxtakostnað, hafa mynt þannig að þú getir gert þín útflutningsplön en lítil íslensk iðnfyrirtæki geta varla hafið útrás í dag því óstöðugleikinn í krónunni gagnvart erlendum myntum er töluverður, að þeir hópar ættu fremur að berjast fyrir því heldur en að við, forkólfar í alþjóðlegum fyrirtækjum hér á Íslandi, séum ávallt að skipta okkur af innankrónikumálum í rauninni. Hins vegar er það mín skoðun að kostnaður við myntkerfið er allt of mikill sem sést kannski best í því að almenningur er að borga þrisvar sinnum sína íbúð í vaxtakostnað á meðan þú ert að borga einum og hálfu sinni íbúðina í vaxtakostnað í Svíþjóð, sem dæmi,“ segir Árni Oddur. Vaxtaumhverfið í Svíþjóð er líkt því sem þekkist á evrusvæðinu þótt Svíar séu ekki í myntsamstarfinu um evruna. Þeir reka sjálfstæða peningastefnu með sænskri krónu, flotgengi og verðbólgumarkmiði.
Íslenska krónan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira