Sagður hafa ekið barni á afvikinn stað og nauðgað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2018 12:45 Brot mannsins varða allt að sextán ára fangelsi. Vísir/Hanna Karlmanni er gefið að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa kvöld eitt fyrr á árinu ekið með stúlku undir lögaldri á afvikinn stað og brotið gróflega á henni. Samkvæmt ákæru á maðurinn að hafa þvingað hana til ýmissa kynferðislegra athafna og beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Maðurinn hélt henni fastri og tók um hár hennar og höfuð til að fá vilja sínum fram að því er kemur fram í ákæru héraðssaksóknara. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Nýtti hann sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aldurs-, þroska- og aflsmunar og þess að hún var stödd ein með honum fjarri öðrum. Hlaut stúlkan eymsli á kynfærum og endaþarmi en auk þess marbletti víða á líkamanum.Tók myndir af stúlkunni Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í fórum sínum sjö ljósmyndir af stúlkunni nakinni og í kynferðislegum stellingum. Myndirnar er hann sagður hafa tekið í umrætt skipti en lögregla fann myndirnar við leit í síma mannsins. Brot mannsins varða bæði við 194. grein almennra hegningarlaga, sem fjalla um nauðgun og varða fangelsi allt að sextán árum, og 202. grein sömu laga sem fjalla um kynferðisbrot gegn börnum yngri en fimmtán ára. Þá varða brot hans einnig 210. grein laganna sem fjalla um að búa til kynferðislegt myndefni af börnum. Móðir stúlkunnar fer fram á miskabætur og að málskostnaður verði greiddur úr hendi ákærða. Hljóðar miskabótakrafan upp á þrjár milljónir króna. Reikna má með því að dómur í málinu verði kveðinn upp öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Dómsmál Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Sjá meira
Karlmanni er gefið að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa kvöld eitt fyrr á árinu ekið með stúlku undir lögaldri á afvikinn stað og brotið gróflega á henni. Samkvæmt ákæru á maðurinn að hafa þvingað hana til ýmissa kynferðislegra athafna og beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Maðurinn hélt henni fastri og tók um hár hennar og höfuð til að fá vilja sínum fram að því er kemur fram í ákæru héraðssaksóknara. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Nýtti hann sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aldurs-, þroska- og aflsmunar og þess að hún var stödd ein með honum fjarri öðrum. Hlaut stúlkan eymsli á kynfærum og endaþarmi en auk þess marbletti víða á líkamanum.Tók myndir af stúlkunni Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í fórum sínum sjö ljósmyndir af stúlkunni nakinni og í kynferðislegum stellingum. Myndirnar er hann sagður hafa tekið í umrætt skipti en lögregla fann myndirnar við leit í síma mannsins. Brot mannsins varða bæði við 194. grein almennra hegningarlaga, sem fjalla um nauðgun og varða fangelsi allt að sextán árum, og 202. grein sömu laga sem fjalla um kynferðisbrot gegn börnum yngri en fimmtán ára. Þá varða brot hans einnig 210. grein laganna sem fjalla um að búa til kynferðislegt myndefni af börnum. Móðir stúlkunnar fer fram á miskabætur og að málskostnaður verði greiddur úr hendi ákærða. Hljóðar miskabótakrafan upp á þrjár milljónir króna. Reikna má með því að dómur í málinu verði kveðinn upp öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.
Dómsmál Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Sjá meira