Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2018 17:00 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum þar af um 600 á Íslandi. Félagið hagnaðist um 26,7 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu níu mánuðum ársins jukust tekjur félagsins um 17 prósent. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þar má nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína og tolla sem Bandaríkin settu á innflutning frá ríkjum Evrópusambandsins. ESB svaraði svo í sömu mynt með tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Margar þessara viðskiptahindrana ná til matvæla eins og kjúklings og sjávarafurða. Þá hefur verið innflutningsbann á matvæli til Rússlands í sex ár og eru Rússar orðnir sjálfum sér nægir með matvæli en Rússar flytja aðeins inn 10 prósent af matvælum í stað 30 prósent áður.Viðskiptahindranir hafa myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að viðskiptahindranir hafi myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta. Þetta kunni að leiða til minni nýfjárfestinga hjá viðskiptavinum Marels og þar með minni eftirspurnar eftir tækjum fyrirtækisins. Þetta sé sett fram sem fyrirvari um að tekjuvöxturinn verði kannski ekki jafn mikill á næstu fjórðungum og hann hefur verið framan af árinu en tekjur Marels jukust um 17 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. „Ég sé ekki fram á tekjusamdrátt. Við höfum séð mikla aukningu í veltu Marel, ár frá ári og sérstaklega 17 prósent vöxt í ár. Við gerum ráð fyrir því að það hægist á því á næstu ársfjórðungum. Ástæðan er einföld. Viðskiptahindranir eru meiri en við höfum séð áður. Hvað gerist við viðskiptahindranir? Þegar að heildareftirspurn eftir matvælum er meiri en heildarframboð, eftirspurn eftir hágæðamatvælum, kjöti, kjúklingi og fiski, er jafnvel meira en framboð. En þegar við hólfum niður með viðskiptahindrunum þá myndast í sumum löndum offramboð miðað við eftirspurn. Og á öðrum stöðum, eins og í Evrópu, er ekki nægilegt framboð til að mæta kröfum nútímamannsins. (...) Við erum ekki að sjá fram á annað en mjög góðan vöxt Marel á næstu tíu árum en þegar umrótið er svona mikið þá má alveg búast við því að í tvo til þrjá ársfjórðunga verði heldur minna en það mikla pantanainnflæði sem við höfum séð að undanförnu,“ segir Árni Oddur. Áform um skráningu hlutabréfa Marel í alþjóðlegri kauphöll ganga samkvæmt áætlun. Árni Oddur segir að félagið hafi þrengt valkostina niður í þrjár mögulegar kauphallir; Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúni en ákvörðun um skráningu mun liggja fyrir á næstunni. Sjá má ítarlegt viðtal við Árna Odd í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum þar af um 600 á Íslandi. Félagið hagnaðist um 26,7 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu níu mánuðum ársins jukust tekjur félagsins um 17 prósent. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þar má nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína og tolla sem Bandaríkin settu á innflutning frá ríkjum Evrópusambandsins. ESB svaraði svo í sömu mynt með tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Margar þessara viðskiptahindrana ná til matvæla eins og kjúklings og sjávarafurða. Þá hefur verið innflutningsbann á matvæli til Rússlands í sex ár og eru Rússar orðnir sjálfum sér nægir með matvæli en Rússar flytja aðeins inn 10 prósent af matvælum í stað 30 prósent áður.Viðskiptahindranir hafa myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að viðskiptahindranir hafi myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta. Þetta kunni að leiða til minni nýfjárfestinga hjá viðskiptavinum Marels og þar með minni eftirspurnar eftir tækjum fyrirtækisins. Þetta sé sett fram sem fyrirvari um að tekjuvöxturinn verði kannski ekki jafn mikill á næstu fjórðungum og hann hefur verið framan af árinu en tekjur Marels jukust um 17 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. „Ég sé ekki fram á tekjusamdrátt. Við höfum séð mikla aukningu í veltu Marel, ár frá ári og sérstaklega 17 prósent vöxt í ár. Við gerum ráð fyrir því að það hægist á því á næstu ársfjórðungum. Ástæðan er einföld. Viðskiptahindranir eru meiri en við höfum séð áður. Hvað gerist við viðskiptahindranir? Þegar að heildareftirspurn eftir matvælum er meiri en heildarframboð, eftirspurn eftir hágæðamatvælum, kjöti, kjúklingi og fiski, er jafnvel meira en framboð. En þegar við hólfum niður með viðskiptahindrunum þá myndast í sumum löndum offramboð miðað við eftirspurn. Og á öðrum stöðum, eins og í Evrópu, er ekki nægilegt framboð til að mæta kröfum nútímamannsins. (...) Við erum ekki að sjá fram á annað en mjög góðan vöxt Marel á næstu tíu árum en þegar umrótið er svona mikið þá má alveg búast við því að í tvo til þrjá ársfjórðunga verði heldur minna en það mikla pantanainnflæði sem við höfum séð að undanförnu,“ segir Árni Oddur. Áform um skráningu hlutabréfa Marel í alþjóðlegri kauphöll ganga samkvæmt áætlun. Árni Oddur segir að félagið hafi þrengt valkostina niður í þrjár mögulegar kauphallir; Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúni en ákvörðun um skráningu mun liggja fyrir á næstunni. Sjá má ítarlegt viðtal við Árna Odd í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira