Sigur Verstappen setur meiri pressu á Honda Bragi Þórðarson skrifar 1. nóvember 2018 16:30 Hinn ungi Verstappen kom sá og sigraði í Mexíkó en Hamilton tók fyrirsagnirnar vísir/getty Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari fyrir Red Bull í mexíkóska kappakstrinum um síðustu helgi. Allt leit út fyrir að Red Bull bílarnir myndu klára keppnina í fyrsta og öðru sæti en vélarbilun hjá Daniel Ricciardo gerði hins vegar út um þær vonir þegar aðeins níu hringir voru eftir. Enginn hefur dottið úr leik oftar en Ricciardo í sumar og þar er aðalega um að kenna Renault vélinni í Red Bull bílunum. Á næsta ári mun liðið skipta yfir í Honda vélar en japanski framleiðandinn hefur verið í samstarfi við dótturlið Red Bull, Toro Rosso, í ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Honda frá því þeir snéru aftur í Formúlu 1 árið 2015. Árangurinn með McLaren fyrstu árin var svo slæmur að enska liðið hætti samstarfinu síðasta vetur. Vélarframleiðandinn hefur lítið bætt sig á þessu ári með Toro Rosso. „Við vitum að Red Bull bíllinn getur unnið 3-5 keppnir ár hvert,“ sagði Ben Anderson, blaðamaður Autosport tímaritsins í vikunni. „Á næsta ári verður Honda í fyrsta skiptið í þeirri stöðu að geta unnið keppnir, því verður pressan mun meiri.“ Christian Horner, stjóri Red Bull, er viss um að japanski vélarframleiðandinn mun bæta gengi liðsins á næsta keppnistímabili. Daniel Ricciardo hefur alls unnið sjö keppnir með Red Bull en treystir augljóslega ekki Honda samstarfinu og ákvað því að fara yfir til Renault á næsta ári. Segja má að samstarfið sé síðasti séns fyrir vélarframleiðandann að sanna sig í Formúlu 1 og verður því áhugavert að fylgjast með Red Bull Honda á næsta tímabili. Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari fyrir Red Bull í mexíkóska kappakstrinum um síðustu helgi. Allt leit út fyrir að Red Bull bílarnir myndu klára keppnina í fyrsta og öðru sæti en vélarbilun hjá Daniel Ricciardo gerði hins vegar út um þær vonir þegar aðeins níu hringir voru eftir. Enginn hefur dottið úr leik oftar en Ricciardo í sumar og þar er aðalega um að kenna Renault vélinni í Red Bull bílunum. Á næsta ári mun liðið skipta yfir í Honda vélar en japanski framleiðandinn hefur verið í samstarfi við dótturlið Red Bull, Toro Rosso, í ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Honda frá því þeir snéru aftur í Formúlu 1 árið 2015. Árangurinn með McLaren fyrstu árin var svo slæmur að enska liðið hætti samstarfinu síðasta vetur. Vélarframleiðandinn hefur lítið bætt sig á þessu ári með Toro Rosso. „Við vitum að Red Bull bíllinn getur unnið 3-5 keppnir ár hvert,“ sagði Ben Anderson, blaðamaður Autosport tímaritsins í vikunni. „Á næsta ári verður Honda í fyrsta skiptið í þeirri stöðu að geta unnið keppnir, því verður pressan mun meiri.“ Christian Horner, stjóri Red Bull, er viss um að japanski vélarframleiðandinn mun bæta gengi liðsins á næsta keppnistímabili. Daniel Ricciardo hefur alls unnið sjö keppnir með Red Bull en treystir augljóslega ekki Honda samstarfinu og ákvað því að fara yfir til Renault á næsta ári. Segja má að samstarfið sé síðasti séns fyrir vélarframleiðandann að sanna sig í Formúlu 1 og verður því áhugavert að fylgjast með Red Bull Honda á næsta tímabili.
Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti