Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 12:54 Rannsakendur fóru inn í húsið á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. Fólkið var í kjölfarið flutt af vettvangi, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Bæði karlinn og konan voru gestkomandi í húsinu í gær og voru á fimmtugs- og sextugsaldri, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Pétur segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fundist á efri hæð hússins í morgun. Í kjölfarið hafi vettvangurinn verið afhentur lögreglu. Hann segir að viðbragðsaðilar hafi frá upphafi haft sterkar vísbendingar um hvar fólkið væri í húsinu. Þá voru síðustu slökkviliðsmennirnir kallaðir af vettvangi nú skömmu eftir hádegi en þeir höfðu verið þar að störfum síðan í nótt. Eldur kom upp í húsinu við Kirkjuveg á fjórða tímanum í gær. Húsráðandi og gestkomandi kona voru handtekinn á vettvangi í gær vegna brunans en skýrslutaka yfir þeim hófst nú fyrir hádegi. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort hin handteknu séu grunuð um eitthvað í tengslum við brunanna en ákveðið verður síðdegis í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Greint var frá því á Vísi í morgun að fólkið hefði áður komið við sögu lögreglu.Frá vettvangi í morgun áður en rannsakendur fóru inn í húsið.Vísir/Jóhann K. JóhannssonRannsókn heldur áfram á vettvangi í dag en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og fulltrúar frá Mannvirkjastofnun fóru inn í húsið á ellefta tímanum. Slökkvilið afhenti lögreglu ekki vettvang fyrr en í morgun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Allt kapp var lagt á að vernda fólkið og húsið til þess að spilla ekki gögnum málsins. Enn hefur ekkert verið gefið upp um eldsupptök. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. Fólkið var í kjölfarið flutt af vettvangi, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Bæði karlinn og konan voru gestkomandi í húsinu í gær og voru á fimmtugs- og sextugsaldri, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Pétur segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fundist á efri hæð hússins í morgun. Í kjölfarið hafi vettvangurinn verið afhentur lögreglu. Hann segir að viðbragðsaðilar hafi frá upphafi haft sterkar vísbendingar um hvar fólkið væri í húsinu. Þá voru síðustu slökkviliðsmennirnir kallaðir af vettvangi nú skömmu eftir hádegi en þeir höfðu verið þar að störfum síðan í nótt. Eldur kom upp í húsinu við Kirkjuveg á fjórða tímanum í gær. Húsráðandi og gestkomandi kona voru handtekinn á vettvangi í gær vegna brunans en skýrslutaka yfir þeim hófst nú fyrir hádegi. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort hin handteknu séu grunuð um eitthvað í tengslum við brunanna en ákveðið verður síðdegis í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Greint var frá því á Vísi í morgun að fólkið hefði áður komið við sögu lögreglu.Frá vettvangi í morgun áður en rannsakendur fóru inn í húsið.Vísir/Jóhann K. JóhannssonRannsókn heldur áfram á vettvangi í dag en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og fulltrúar frá Mannvirkjastofnun fóru inn í húsið á ellefta tímanum. Slökkvilið afhenti lögreglu ekki vettvang fyrr en í morgun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Allt kapp var lagt á að vernda fólkið og húsið til þess að spilla ekki gögnum málsins. Enn hefur ekkert verið gefið upp um eldsupptök.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28
Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49